Viðburðaríkur fyrsti apríl Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 2. apríl 2014 09:00 Sirkusbjörninn í sóttkví sinni. Vísir/Stefán Iðulega birta fyrirtæki, sambönd og stofnanir gabbfréttir á fyrsta apríl. Hér fyrir neðan er samantekt á helstu aprílgöbbum gærdagsins. Vísir.is og feministavefurinn Knúz.is birtu í sameiningu gabb sem fjallaði um að boðað hafi verið til leikfangabrennu í Hagkaupum Kringlunni í gær. Hafi markmiðið verið að útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað. Sirkus Íslands sagði á Vísi.is að á hringferð sinni um landið í sumar yrði með í för sirkusbjörn, sá fyrsti sinnar tegundar hérlendis. Björninn væri í sóttkví en gestir í Húsdýragarðinum gætu borið hann augum að endurgjaldslausu. Raftækjaverslunin Elko birti upplýsingar um nýjan tölvuleik sem ber nafnið Herjólfur Simulator 2014. Leikurinn snýst um að sjá um siglingar skipsins sem og fyrirtækið sjálft. Helstu þrautir og viðfangsefni eru meðal annars ónýtar hafnir, verkföll, óánægðir farþegar og uppreisnir skipverja. Vefsíða Ríkisútvarpsins kynnti skráningarsíðu þar sem hinn almenni Íslendingur getur sótt um að vera Eurovision-kynnir Íslendinga í ár. Starfið felur í sér að lesa upp stigagjöf Íslendinga til annarra landa í Eurovision-söngkeppninni. DV birti frétt þess efnis að Harry Styles, meðlimur poppsveitarinnar heimsfrægu One Direction væri staddur hérlendis. DV sagði Styles hafa greint frá því að hann væri „bara að slæpast“ á Íslandi á Twitter-síðu sinni. Gisti hann þá í lúxusþakíbúð Black Pearl við Tryggvagötu. Smartland Mörtu Maríu sagði frá því að Ágústa Johnson framkvæmdastjóri heilsumiðstöðvarinnar Hreyfingar hefði áhuga á því að opna fyrir nektar-yoga iðkun hérlendis. Elva Rut Guðlaugsdóttir yogakennari hafi verið nýkomin frá New York, en þar hafi hún kynnt sér þessa vinsælu stefnu. Mbl.is sagði frá því að fótknattleiksstjarnan David Beckham væri stödd á landinu. Væri Beckham hérlendis því hann hefði áhuga á að flytja út hamborgarastaðinn íslenska Hamborgarabúlluna til Kaliforníuríkis, eftir að hafa smakkað búlluborgara í London. Knattspyrnusamband Íslands birti frétt um að sérákvæði hefði verið samþykkt meðal stjórnar sambandsins. Ákvæðið hljóði svo að knattspyrnuleikir í Pepsi-deildum karla og kvenna og einnig 1. deildar karla megi ekki fara fram á náttúrulegu grasi í maímánuði 2014. Allir leikir verði því á gervigrasi. Er nemendur við Háskóla Íslands skráðu sig inn á Uglu, sérhannaðan innrivef Háskólans, blasti við þeim tilkynning þess efnis að í stað Uglu væri svokallað „Skólakerfi“ að taka við, en það hafi reynst vel í nokkrum grunnskólum á Jótlandi. CERN, vísindarannsóknarstofnun sem er best þekkt fyrir tilraunir sínar með feikilangan hringlaga kjarneindahraðal lýsti því yfir að í tilefni 60 ára afmælis stofnunarinnar ætti að skipta allri leturgerð heimasíðu þeirra út fyrir leturgerðina Comic Sans. Skessuhorn, fréttaveita vesturlands, sagði frá því á vefsíðu sinni að stökkbreyttur háhyrningur hefði sést við Grundarfjarðarhöfn. Hafi háhyrningurinn verið frábrugðinn öðrum hvað lit varðar, en hinir venjulegu hvítu og svörtu litir hafi víxlast. Skáksamband Íslands bauð skákmönnum að gefa félaginu Aurora-krónur í skiptum fyrir taflstig í næstu keppni. Jafngildi þá ein Aurora-króna einu taflstigi. Sé átakið til styrktar ungmennastarfs sambandsins. Plain Vanilla, fyrirtækið á bak við spurningaleikinn vinsæla QuizUp bætti við nýjum spurningaflokk í leikinn, svokallaðar þvæluspurningar. Spilari fékk þá ruglspurningar og valmöguleika um ruglsvör. Eurovision Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Iðulega birta fyrirtæki, sambönd og stofnanir gabbfréttir á fyrsta apríl. Hér fyrir neðan er samantekt á helstu aprílgöbbum gærdagsins. Vísir.is og feministavefurinn Knúz.is birtu í sameiningu gabb sem fjallaði um að boðað hafi verið til leikfangabrennu í Hagkaupum Kringlunni í gær. Hafi markmiðið verið að útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað. Sirkus Íslands sagði á Vísi.is að á hringferð sinni um landið í sumar yrði með í för sirkusbjörn, sá fyrsti sinnar tegundar hérlendis. Björninn væri í sóttkví en gestir í Húsdýragarðinum gætu borið hann augum að endurgjaldslausu. Raftækjaverslunin Elko birti upplýsingar um nýjan tölvuleik sem ber nafnið Herjólfur Simulator 2014. Leikurinn snýst um að sjá um siglingar skipsins sem og fyrirtækið sjálft. Helstu þrautir og viðfangsefni eru meðal annars ónýtar hafnir, verkföll, óánægðir farþegar og uppreisnir skipverja. Vefsíða Ríkisútvarpsins kynnti skráningarsíðu þar sem hinn almenni Íslendingur getur sótt um að vera Eurovision-kynnir Íslendinga í ár. Starfið felur í sér að lesa upp stigagjöf Íslendinga til annarra landa í Eurovision-söngkeppninni. DV birti frétt þess efnis að Harry Styles, meðlimur poppsveitarinnar heimsfrægu One Direction væri staddur hérlendis. DV sagði Styles hafa greint frá því að hann væri „bara að slæpast“ á Íslandi á Twitter-síðu sinni. Gisti hann þá í lúxusþakíbúð Black Pearl við Tryggvagötu. Smartland Mörtu Maríu sagði frá því að Ágústa Johnson framkvæmdastjóri heilsumiðstöðvarinnar Hreyfingar hefði áhuga á því að opna fyrir nektar-yoga iðkun hérlendis. Elva Rut Guðlaugsdóttir yogakennari hafi verið nýkomin frá New York, en þar hafi hún kynnt sér þessa vinsælu stefnu. Mbl.is sagði frá því að fótknattleiksstjarnan David Beckham væri stödd á landinu. Væri Beckham hérlendis því hann hefði áhuga á að flytja út hamborgarastaðinn íslenska Hamborgarabúlluna til Kaliforníuríkis, eftir að hafa smakkað búlluborgara í London. Knattspyrnusamband Íslands birti frétt um að sérákvæði hefði verið samþykkt meðal stjórnar sambandsins. Ákvæðið hljóði svo að knattspyrnuleikir í Pepsi-deildum karla og kvenna og einnig 1. deildar karla megi ekki fara fram á náttúrulegu grasi í maímánuði 2014. Allir leikir verði því á gervigrasi. Er nemendur við Háskóla Íslands skráðu sig inn á Uglu, sérhannaðan innrivef Háskólans, blasti við þeim tilkynning þess efnis að í stað Uglu væri svokallað „Skólakerfi“ að taka við, en það hafi reynst vel í nokkrum grunnskólum á Jótlandi. CERN, vísindarannsóknarstofnun sem er best þekkt fyrir tilraunir sínar með feikilangan hringlaga kjarneindahraðal lýsti því yfir að í tilefni 60 ára afmælis stofnunarinnar ætti að skipta allri leturgerð heimasíðu þeirra út fyrir leturgerðina Comic Sans. Skessuhorn, fréttaveita vesturlands, sagði frá því á vefsíðu sinni að stökkbreyttur háhyrningur hefði sést við Grundarfjarðarhöfn. Hafi háhyrningurinn verið frábrugðinn öðrum hvað lit varðar, en hinir venjulegu hvítu og svörtu litir hafi víxlast. Skáksamband Íslands bauð skákmönnum að gefa félaginu Aurora-krónur í skiptum fyrir taflstig í næstu keppni. Jafngildi þá ein Aurora-króna einu taflstigi. Sé átakið til styrktar ungmennastarfs sambandsins. Plain Vanilla, fyrirtækið á bak við spurningaleikinn vinsæla QuizUp bætti við nýjum spurningaflokk í leikinn, svokallaðar þvæluspurningar. Spilari fékk þá ruglspurningar og valmöguleika um ruglsvör.
Eurovision Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira