Knúz boðar til leikfangabrennu Bjarki Ármannsson skrifar 1. apríl 2014 09:00 Brennan á að fara fram á bílastæði Kringlunnar. Vísir/GVA Vefsíðan Knúz.is hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem boðað er til leikfangabrennu í Hagkaupum í Kringlunni í dag. Þessi aðgerð er sögð „sú fyrsta af mörgum“ með það að markmiði að „útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað.“ Kári Emil Helgason, meðlimur í ritstjórn Knúz, segir aðstandendum síðunnar, sem titlar sig femínískt vefrit, einfaldlega nóg boðið. „Það sem fyllti mælinn er bara það sem hefur verið í gangi undanfarið,“ segir hann í samtali við Vísi og vísar til umfjöllunar um netummæli Hildar Lilliendahl og pistils Evu Hauksdóttur um femínisma. „Það hefur kallað á aðgerðir.“ Í yfirlýsingunni segir að hópurinn ætli í dag að „taka til í leikfangadeildinni,“ klæða karldúkkur í kjóla og „fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt“ og að því sem ekki verður breytt verði brennt á bílastæðinu á annarri hæð. „Við eigum allt eins von á að það komi til átaka,“ segir Kári, aðspurður um hvaða viðbrögðum hann eigi von á við aðgerðunum. „Við erum undirbúin fyrir átök.“ Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segist vera orðlaus yfir þessum tíðindum og finnst þetta fullangt gengið fyrir málstaðinn. „Við verðum að taka þessum hlutum alvarlega,“ segir Baldvina. „Við verðum á varðbergi með öryggisgæslu okkar, bæði í Hagkaup og Kringlunni sjálfri.“ Yfirlýsing Knúz í heild sinni er svohljóðandi:Knúzið hefur fengið nóg. Í dag tökum við okkur frí frá borgaralegum pistlaskrifum og grípum til raunverulegra aðgerða.Við höfum skrifað ótal pistla, látið dæluna ganga á ótal spjallþráðum, fléttað framboðslista og fundað um femínisma en allt kemur fyrir ekki. Sala og markaðssetning á klám- og stríðsvæddum leikföngum er með öllu óásættanleg, prinsessur og ofurhetjur sem veita öfgakennd skilaboð til barnanna okkar um hegðun og framkomu.Aðgerðirnar munu fara fram í Hagkaupum í Kringlunni í hádeginu í dag. Þar munum við taka til í leikfangadeildinni og breyta framboðinu í anda þess samfélags sem við viljum. Við munum klæða vöðvastælta stríðsmenn í kjóla og fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt. Við munum engu eira, því sem ekki verður breytt verður kveikt í á leikfangabrennu á bílastæðinu á annarri hæð.Þessi aðgerð er aðeins sú fyrsta af mörgum. Fyrir liggur að útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað til þess eins að skaða börnin okkar, barnabörn og samfélagið í heild.Mætum öll í Hagkaup í Kringlunni í dag. Látum greipar sópa og gerum gagn. Sjáumst kl. 12.00. Kveikt verður upp í brennunni kl. 12.30. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Vefsíðan Knúz.is hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem boðað er til leikfangabrennu í Hagkaupum í Kringlunni í dag. Þessi aðgerð er sögð „sú fyrsta af mörgum“ með það að markmiði að „útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað.“ Kári Emil Helgason, meðlimur í ritstjórn Knúz, segir aðstandendum síðunnar, sem titlar sig femínískt vefrit, einfaldlega nóg boðið. „Það sem fyllti mælinn er bara það sem hefur verið í gangi undanfarið,“ segir hann í samtali við Vísi og vísar til umfjöllunar um netummæli Hildar Lilliendahl og pistils Evu Hauksdóttur um femínisma. „Það hefur kallað á aðgerðir.“ Í yfirlýsingunni segir að hópurinn ætli í dag að „taka til í leikfangadeildinni,“ klæða karldúkkur í kjóla og „fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt“ og að því sem ekki verður breytt verði brennt á bílastæðinu á annarri hæð. „Við eigum allt eins von á að það komi til átaka,“ segir Kári, aðspurður um hvaða viðbrögðum hann eigi von á við aðgerðunum. „Við erum undirbúin fyrir átök.“ Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segist vera orðlaus yfir þessum tíðindum og finnst þetta fullangt gengið fyrir málstaðinn. „Við verðum að taka þessum hlutum alvarlega,“ segir Baldvina. „Við verðum á varðbergi með öryggisgæslu okkar, bæði í Hagkaup og Kringlunni sjálfri.“ Yfirlýsing Knúz í heild sinni er svohljóðandi:Knúzið hefur fengið nóg. Í dag tökum við okkur frí frá borgaralegum pistlaskrifum og grípum til raunverulegra aðgerða.Við höfum skrifað ótal pistla, látið dæluna ganga á ótal spjallþráðum, fléttað framboðslista og fundað um femínisma en allt kemur fyrir ekki. Sala og markaðssetning á klám- og stríðsvæddum leikföngum er með öllu óásættanleg, prinsessur og ofurhetjur sem veita öfgakennd skilaboð til barnanna okkar um hegðun og framkomu.Aðgerðirnar munu fara fram í Hagkaupum í Kringlunni í hádeginu í dag. Þar munum við taka til í leikfangadeildinni og breyta framboðinu í anda þess samfélags sem við viljum. Við munum klæða vöðvastælta stríðsmenn í kjóla og fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt. Við munum engu eira, því sem ekki verður breytt verður kveikt í á leikfangabrennu á bílastæðinu á annarri hæð.Þessi aðgerð er aðeins sú fyrsta af mörgum. Fyrir liggur að útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað til þess eins að skaða börnin okkar, barnabörn og samfélagið í heild.Mætum öll í Hagkaup í Kringlunni í dag. Látum greipar sópa og gerum gagn. Sjáumst kl. 12.00. Kveikt verður upp í brennunni kl. 12.30.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira