Um lýðskrumara Sighvatur Björgvinsson skrifar 31. desember 2013 06:00 Samningsrétturinn er í höndum sérhvers stéttarfélags. Verkalýðsfélagið á Akranesi, félögin í Vestmannaeyjum og í Þingeyjarsýslum – svo nokkur dæmi séu nefnd – fara alfarið sjálf með þennan rétt fyrir hönd félagsmanna sinna. Þau geta hvert í sínu lagi, sjálf og ein, án nokkurra afskipta annarra, efnt til viðræðna við vinnuveitendur á sínu starfssvæði, sett fram kröfur um launagreiðslur til félagsmanna sinna og tekið sjálfstæðar ákvarðanir um hvort ganga skuli til samninga á þeim kjörum, sem þar er fallist á – eða hvort efnt skuli til átaka til þess að félagsmenn sæki fyllri rétt en býðst. Ekkert „yfirvald“, hvorki Alþýðusambandið né Starfsgreinasambandið, getur tekið frá þeim þennan rétt.Í þeirra valdi Forystumenn þessara félaga ákváðu sjálfir að afhenda samningsrétt félaganna í hendur sameiginlegs vettvangs þeirra í Starfsgreinasambandinu. Það gátu þeir gert án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Með sama hætti gátu þessir sömu forystumenn sótt samningsréttinn aftur til Starfsgreinasambandsins hvenær sem þeim svo þóknaðist án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Það gátu þeir gert hvenær sem var væru þeir ósáttir við hvert félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu væru að stefna í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Sjálfir áttu þessir forystumenn umræddra félaga sæti í stóru samninganefnd Starfsgreinasambandsins, sátu í Karphúsinu, vissu nákvæmlega með sama hætti og allir aðrir þar í hvaða niðurstöðu stefndi og gátu hvenær sem var allt þar til búið var að binda niðurstöðuna með undirskriftum tekið samningsrétt félaga sinna úr höndum samninganefndarinnar til þess að gera betur sjálfir.Leiðum lokað Ekkert af þessu gerðu þau. Vilhjálmur Birgisson og þau hin horfðu þvert á móti ekki þegjandi en gersamlega aðgerðarlaus á þegar félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu bundu með undirskriftum sínum félög þeirra ásamt öðrum félögum, sem látið höfðu sjálfviljug af hendi samningsréttinn en gátu sótt sér hann aftur hvenær sem var yrði það gert áður en undirskriftirnar voru komnar á pappírinn. Þá fyrst þegar svo var komið voru rekin upp öskur fordæmingar og hneykslunar yfir svikum við verkalýðinn. Þá fyrst, þegar þau höfðu með aðgerðarleysi sínu látið undir höfuð leggjast að sækja aftur til sín samningsumboð félaga sinna og komið þannig í veg fyrir að þau sjálf væru látin sæta ábyrgð gerða sinna og sinna stóru orða. Þá fyrst töldu þau tímann vera orðinn réttan til þess að ráðast að félögum sínum í verkalýðshreyfingunni með svikabrigslum og stóryrðum um eigið göfugt innræti. Þá fyrst, þegar þau höfðu lokað öllum leiðum sjálf til þess að verða látin standa ábyrg eigin orða með eigin verkum.Skrumarar Skrumarar þrífast á því að fá að standa í kastljósi fjölmiðla og fá þar að fara með textann sinn, sem ávallt snýst um eigið ágæti en illan ásetning allra annarra. Þar eru þeir aldrei spurðir gagnrýninna spurninga, enda hafa þeir yfirleitt ekki nokkra getu til þess að svara af skynsömu viti. Ekki nokkra minnstu getu. Miklu verra er þó þegar vitibornir fjölmiðlamenn eins og Egill Helgason fara að gera þeirra málflutning í óskyldustu efnum að sínum. Stundum er það að vísu vegna mismunandi mikið dulinna vörslu eigin hagsmuna. Oftar þó ekki. Oftar bara vegna þess að það er svo auðvelt að smíða sökudólga úr öðru fólki. Svo auðvelt að kynda elda reiðinnar. Svo auðvelt að kynda þá elda – undir öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Samningsrétturinn er í höndum sérhvers stéttarfélags. Verkalýðsfélagið á Akranesi, félögin í Vestmannaeyjum og í Þingeyjarsýslum – svo nokkur dæmi séu nefnd – fara alfarið sjálf með þennan rétt fyrir hönd félagsmanna sinna. Þau geta hvert í sínu lagi, sjálf og ein, án nokkurra afskipta annarra, efnt til viðræðna við vinnuveitendur á sínu starfssvæði, sett fram kröfur um launagreiðslur til félagsmanna sinna og tekið sjálfstæðar ákvarðanir um hvort ganga skuli til samninga á þeim kjörum, sem þar er fallist á – eða hvort efnt skuli til átaka til þess að félagsmenn sæki fyllri rétt en býðst. Ekkert „yfirvald“, hvorki Alþýðusambandið né Starfsgreinasambandið, getur tekið frá þeim þennan rétt.Í þeirra valdi Forystumenn þessara félaga ákváðu sjálfir að afhenda samningsrétt félaganna í hendur sameiginlegs vettvangs þeirra í Starfsgreinasambandinu. Það gátu þeir gert án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Með sama hætti gátu þessir sömu forystumenn sótt samningsréttinn aftur til Starfsgreinasambandsins hvenær sem þeim svo þóknaðist án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Það gátu þeir gert hvenær sem var væru þeir ósáttir við hvert félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu væru að stefna í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Sjálfir áttu þessir forystumenn umræddra félaga sæti í stóru samninganefnd Starfsgreinasambandsins, sátu í Karphúsinu, vissu nákvæmlega með sama hætti og allir aðrir þar í hvaða niðurstöðu stefndi og gátu hvenær sem var allt þar til búið var að binda niðurstöðuna með undirskriftum tekið samningsrétt félaga sinna úr höndum samninganefndarinnar til þess að gera betur sjálfir.Leiðum lokað Ekkert af þessu gerðu þau. Vilhjálmur Birgisson og þau hin horfðu þvert á móti ekki þegjandi en gersamlega aðgerðarlaus á þegar félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu bundu með undirskriftum sínum félög þeirra ásamt öðrum félögum, sem látið höfðu sjálfviljug af hendi samningsréttinn en gátu sótt sér hann aftur hvenær sem var yrði það gert áður en undirskriftirnar voru komnar á pappírinn. Þá fyrst þegar svo var komið voru rekin upp öskur fordæmingar og hneykslunar yfir svikum við verkalýðinn. Þá fyrst, þegar þau höfðu með aðgerðarleysi sínu látið undir höfuð leggjast að sækja aftur til sín samningsumboð félaga sinna og komið þannig í veg fyrir að þau sjálf væru látin sæta ábyrgð gerða sinna og sinna stóru orða. Þá fyrst töldu þau tímann vera orðinn réttan til þess að ráðast að félögum sínum í verkalýðshreyfingunni með svikabrigslum og stóryrðum um eigið göfugt innræti. Þá fyrst, þegar þau höfðu lokað öllum leiðum sjálf til þess að verða látin standa ábyrg eigin orða með eigin verkum.Skrumarar Skrumarar þrífast á því að fá að standa í kastljósi fjölmiðla og fá þar að fara með textann sinn, sem ávallt snýst um eigið ágæti en illan ásetning allra annarra. Þar eru þeir aldrei spurðir gagnrýninna spurninga, enda hafa þeir yfirleitt ekki nokkra getu til þess að svara af skynsömu viti. Ekki nokkra minnstu getu. Miklu verra er þó þegar vitibornir fjölmiðlamenn eins og Egill Helgason fara að gera þeirra málflutning í óskyldustu efnum að sínum. Stundum er það að vísu vegna mismunandi mikið dulinna vörslu eigin hagsmuna. Oftar þó ekki. Oftar bara vegna þess að það er svo auðvelt að smíða sökudólga úr öðru fólki. Svo auðvelt að kynda elda reiðinnar. Svo auðvelt að kynda þá elda – undir öðrum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun