Mál hjúkrunarfræðings hjá ríkissaksóknara Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2013 07:00 Atvikið gerðist á gjörgæsludeild Landspítlans í október í fyrra. Mynd úr safni. Mynd/Vilhelm Lögreglurannsókn á máli hjúkrunarfræðings, sem grunaður er um mistök eða vanrækslu í starfi sem leiddi til þess að maður lést á gjörgæsludeild Landspítalans í október á síðasta ári, er nú lokið. Málið er komið á borð ríkissaksóknara og mun koma í ljós á næstunni hvort gefin verði út ákæra í málinu eða ekki. Það verður þá í fyrsta skipti sem heilbrigðisstarfsmaður á Íslandi er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í Svíþjóð kom upp mál fyrir um tíu árum þegar hjúkrunarfræðingur var dæmdur sekur í hæstarétti fyrir manndráp af gáleysi. Ákæran og dómsorðið vöktu sterk viðbrögð og gagnrýni, meðal annars vegna þess að bent var á einn ákveðinn blóraböggul í stað þess að greina kringumstæður málsins, verklag, skipulag og starfsaðstæður og fyrirbyggja að mistök hendi aftur. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir starfsfólk spítalans harma þetta atvik og verkferlar hafi verið bættir í kjölfar þess. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir starfsmenn spítalans hafa brugðist hárrétt við þegar upp kom grunur um mistök. „Starfsmenn létu vita af atvikinu og um leið hófst innri rannsókn hér á spítalanum. Þeirri rannsókn er lokið og kom í ljós að samverkandi þættir urðu þess valdandi að mistök urðu sem við höfum brugðist við með umbótum. Staða hjúkrunarfræðingsins í málinu er nýr veruleiki fyrir okkur og gríðarlegt áfall fyrir alla.“ Sigríður segir svona atburð breyta lífi allra sem koma að honum. „Umfram allt þá hörmum við að svona hafi farið. Við höfum verið í góðu sambandi við aðstandendur og hugur okkar er hjá þeim.“ Hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir starfar ekki lengur á gjörgæsludeild þar sem atvikið átti sér stað heldur á annarri deild spítalans. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Lögreglurannsókn á máli hjúkrunarfræðings, sem grunaður er um mistök eða vanrækslu í starfi sem leiddi til þess að maður lést á gjörgæsludeild Landspítalans í október á síðasta ári, er nú lokið. Málið er komið á borð ríkissaksóknara og mun koma í ljós á næstunni hvort gefin verði út ákæra í málinu eða ekki. Það verður þá í fyrsta skipti sem heilbrigðisstarfsmaður á Íslandi er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í Svíþjóð kom upp mál fyrir um tíu árum þegar hjúkrunarfræðingur var dæmdur sekur í hæstarétti fyrir manndráp af gáleysi. Ákæran og dómsorðið vöktu sterk viðbrögð og gagnrýni, meðal annars vegna þess að bent var á einn ákveðinn blóraböggul í stað þess að greina kringumstæður málsins, verklag, skipulag og starfsaðstæður og fyrirbyggja að mistök hendi aftur. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir starfsfólk spítalans harma þetta atvik og verkferlar hafi verið bættir í kjölfar þess. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir starfsmenn spítalans hafa brugðist hárrétt við þegar upp kom grunur um mistök. „Starfsmenn létu vita af atvikinu og um leið hófst innri rannsókn hér á spítalanum. Þeirri rannsókn er lokið og kom í ljós að samverkandi þættir urðu þess valdandi að mistök urðu sem við höfum brugðist við með umbótum. Staða hjúkrunarfræðingsins í málinu er nýr veruleiki fyrir okkur og gríðarlegt áfall fyrir alla.“ Sigríður segir svona atburð breyta lífi allra sem koma að honum. „Umfram allt þá hörmum við að svona hafi farið. Við höfum verið í góðu sambandi við aðstandendur og hugur okkar er hjá þeim.“ Hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir starfar ekki lengur á gjörgæsludeild þar sem atvikið átti sér stað heldur á annarri deild spítalans.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent