Það er erfitt að vera fátækur Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 7. desember 2013 06:00 Fátækt er samfélagsmein sem hefur aukist á Íslandi síðustu ár, líkt og gerst hefur í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar og íslenskum rannsóknum búa nú tæplega níu þúsund börn á heimilum sem eru undir lágtekjumörum, eða við fátækt hér á landi. Barnafátækt er staðreynd sem við getum ekki leyft okkur að horfa fram hjá og afleiðingarnar geta haft langvarandi áhrif á þær kynslóðir sem eru að vaxa úr grasi. Hluti íslenskra barna býr ekki við þau lífsgæði, sem almennt eru talin ásættanleg og sjálfsögð til að eiga innihaldsríkt líf og þroskast. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að vitundarvakningu um barnafátækt og afleiðingar fátæktar á börn. Í viðtölum sem samtökin hafa átt við börn sem hafa búið við fátækt og skort á efnislegum gæðum, kemur berlega í ljós hversu mikil áhrif skorturinn hefur á andlega líðan þeirra og líf. Þeim finnst þau minni máttar og forðast gjarnan samveru við jafnaldra sína utan skóla þar sem þau gætu verið útsett fyrir efnahagslegum mun. Þau reyna gjarnan að fela ástandið og taka ekki þátt í viðburðum eða öðrum tómstundum með jafnöldrum sínum. Þau hafa litla tiltrú á eigin samskiptahæfni og verða því félagslega einangruð. Þau segja að þau hafi smátt og smátt hætt að leyfa sér að eiga drauma og vonir. Þeim er tíðrætt um að þetta eða hitt hafi ekki verið hægt, því það hafi ekki verið til peningar, jafnvel ekki fyrir mat. Börn í þessari stöðu fara að sætta sig við skort og þau virðast smátt og smátt hafa hætt að sýna frumkvæði, eiga ekki áhugamál og meta ekki líf sitt sem jafn gott og líf annarra. Þau sjá litla framtíðarmöguleika og sjá yfirleitt ekki fram á að geta menntað sig. Bakgrunnur barnanna er mismunandi, en gjarnan er langvarandi atvinnuleysi foreldra hluti af vandanum. Það þarf að vera samfélagsleg sátt og skilningur á því að allir eiga rétt á að lifa með reisn og njóta velferðar. Velferð hvers samfélags byggir ekki síst á því að tryggja velferð barnanna okkar. Ekkert íslenskt barn á að vera undanskilið. Fjáröflun Barnaheilla stendur nú yfir á jolapeysan.is. Einnig er hægt að senda SMS-skilaboð með textanum „jol“ í síma 903 1510/20/50 og styrkja starfið um 1.000, 2.000 eða 5.000 krónur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fátækt er samfélagsmein sem hefur aukist á Íslandi síðustu ár, líkt og gerst hefur í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar og íslenskum rannsóknum búa nú tæplega níu þúsund börn á heimilum sem eru undir lágtekjumörum, eða við fátækt hér á landi. Barnafátækt er staðreynd sem við getum ekki leyft okkur að horfa fram hjá og afleiðingarnar geta haft langvarandi áhrif á þær kynslóðir sem eru að vaxa úr grasi. Hluti íslenskra barna býr ekki við þau lífsgæði, sem almennt eru talin ásættanleg og sjálfsögð til að eiga innihaldsríkt líf og þroskast. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að vitundarvakningu um barnafátækt og afleiðingar fátæktar á börn. Í viðtölum sem samtökin hafa átt við börn sem hafa búið við fátækt og skort á efnislegum gæðum, kemur berlega í ljós hversu mikil áhrif skorturinn hefur á andlega líðan þeirra og líf. Þeim finnst þau minni máttar og forðast gjarnan samveru við jafnaldra sína utan skóla þar sem þau gætu verið útsett fyrir efnahagslegum mun. Þau reyna gjarnan að fela ástandið og taka ekki þátt í viðburðum eða öðrum tómstundum með jafnöldrum sínum. Þau hafa litla tiltrú á eigin samskiptahæfni og verða því félagslega einangruð. Þau segja að þau hafi smátt og smátt hætt að leyfa sér að eiga drauma og vonir. Þeim er tíðrætt um að þetta eða hitt hafi ekki verið hægt, því það hafi ekki verið til peningar, jafnvel ekki fyrir mat. Börn í þessari stöðu fara að sætta sig við skort og þau virðast smátt og smátt hafa hætt að sýna frumkvæði, eiga ekki áhugamál og meta ekki líf sitt sem jafn gott og líf annarra. Þau sjá litla framtíðarmöguleika og sjá yfirleitt ekki fram á að geta menntað sig. Bakgrunnur barnanna er mismunandi, en gjarnan er langvarandi atvinnuleysi foreldra hluti af vandanum. Það þarf að vera samfélagsleg sátt og skilningur á því að allir eiga rétt á að lifa með reisn og njóta velferðar. Velferð hvers samfélags byggir ekki síst á því að tryggja velferð barnanna okkar. Ekkert íslenskt barn á að vera undanskilið. Fjáröflun Barnaheilla stendur nú yfir á jolapeysan.is. Einnig er hægt að senda SMS-skilaboð með textanum „jol“ í síma 903 1510/20/50 og styrkja starfið um 1.000, 2.000 eða 5.000 krónur.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun