Bréf sem getur dimmu í dagsljós breytt Saga Garðarsdóttir skrifar 2. desember 2013 06:00 Amnesty International stendur á aðventunni fyrir bréfamaraþoni. Þá getur þú sent ráðamönnum um allan heim bréf til að þrýsta á um að þeir virði mannréttindi. Eitt þeirra mála sem þú getur lagt lið varðar þrítuga mexíkóska konu, Miriam Isaura López Vargas. Miriam var fyrir tveimur árum á heimleið eftir að hafa fylgt börnum sínum í skólann í bænum Ensenada í Norður-Mexíkó. Þá réðust á hana tveir grímuklæddir menn og þvinguðu hana inn í sendiferðabíl. Hún var kefluð og bundin og ekið með hana í hermannaskála í Tijuana. Þar upphófust skelfilegustu dagar í lífi hennar. Blautir klútar voru lagðir yfir andlit hennar og vatni hellt yfir svo hún gat ekki andað, hún var pyntuð með rafmagni og ítrekað nauðgað af hermönnum. Þegar henni hafði verið misþyrmt í sjö daga skrifaði hún nauðug undir yfirlýsingu þar sem hún játaði á sig fíkniefnabrot og var í framhaldinu fangelsuð. Sjö mánuðum seinna var henni sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Miriam hefur borið kennsl á nokkra af ódæðismönnunum en enginn þeirra hefur verið dreginn fyrir dóm. Samkvæmt Mannréttindanefnd Mexíkó hefur tilkynningum um pyntingar á föngum fjölgað um 500% frá árinu 2006. Ofbeldi er viðtekin aðferð hjá lögreglu og her til að þvinga fram játningar sem veldur því að saklaust fólk situr í fangelsum en glæpamenn ganga lausir. Fólk sem hefur ekkert til saka unnið lifir í stöðugum ótta við árásir, pyntingar og sakfellingar. Flest fórnarlömb slíkra mannréttindabrota óttast að stíga fram og sjaldgæft er að konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi segi frá því. Miriam valdi hins vegar að rjúfa þagnarmúrinn. Bréf frá þér getur stuðlað að því að þeir sem réðust á Miriam verði látnir sæta ábyrgð. Þitt bréf staðfestir að heimurinn veit af þessum glæpum í Mexíkó og krefst úrbóta. Á vef Amnesty International getur þú kynnt þér hvernig má andæfa mannréttindabrotum með bréfi, undirskrift eða smáskilaboðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Amnesty International stendur á aðventunni fyrir bréfamaraþoni. Þá getur þú sent ráðamönnum um allan heim bréf til að þrýsta á um að þeir virði mannréttindi. Eitt þeirra mála sem þú getur lagt lið varðar þrítuga mexíkóska konu, Miriam Isaura López Vargas. Miriam var fyrir tveimur árum á heimleið eftir að hafa fylgt börnum sínum í skólann í bænum Ensenada í Norður-Mexíkó. Þá réðust á hana tveir grímuklæddir menn og þvinguðu hana inn í sendiferðabíl. Hún var kefluð og bundin og ekið með hana í hermannaskála í Tijuana. Þar upphófust skelfilegustu dagar í lífi hennar. Blautir klútar voru lagðir yfir andlit hennar og vatni hellt yfir svo hún gat ekki andað, hún var pyntuð með rafmagni og ítrekað nauðgað af hermönnum. Þegar henni hafði verið misþyrmt í sjö daga skrifaði hún nauðug undir yfirlýsingu þar sem hún játaði á sig fíkniefnabrot og var í framhaldinu fangelsuð. Sjö mánuðum seinna var henni sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Miriam hefur borið kennsl á nokkra af ódæðismönnunum en enginn þeirra hefur verið dreginn fyrir dóm. Samkvæmt Mannréttindanefnd Mexíkó hefur tilkynningum um pyntingar á föngum fjölgað um 500% frá árinu 2006. Ofbeldi er viðtekin aðferð hjá lögreglu og her til að þvinga fram játningar sem veldur því að saklaust fólk situr í fangelsum en glæpamenn ganga lausir. Fólk sem hefur ekkert til saka unnið lifir í stöðugum ótta við árásir, pyntingar og sakfellingar. Flest fórnarlömb slíkra mannréttindabrota óttast að stíga fram og sjaldgæft er að konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi segi frá því. Miriam valdi hins vegar að rjúfa þagnarmúrinn. Bréf frá þér getur stuðlað að því að þeir sem réðust á Miriam verði látnir sæta ábyrgð. Þitt bréf staðfestir að heimurinn veit af þessum glæpum í Mexíkó og krefst úrbóta. Á vef Amnesty International getur þú kynnt þér hvernig má andæfa mannréttindabrotum með bréfi, undirskrift eða smáskilaboðum.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun