Vonlaus blaðamennska Lilja Magnúsdóttir skrifar 31. október 2013 06:00 Kæri Mikael Torfason. Það er fagnaðarefni að fjölmiðlar veiti skólastarfi athygli en mikið þætti mér vænt um ef þú vildir notfæra þér ritstjórastólinn til að kanna nokkur atriði betur. (Fjallað var um skólamál í leiðara 19. okt. 2013 sem bar titilinn „Vonlaus skóli“ og í frétt á forsíðu Fréttablaðsins „Eitt smábarn af tíu er með erlent móðurmál“, 17. sept. 2013.) Mig langar að benda þér á örfá atriði sem þarf að íhuga betur. Kennurum hefur fjölgað um 20% á 15 árum. Eflaust er þetta rétt fullyrðing. Það sem vantar bara er að nemendum fjölgaði mjög mikið á síðustu 15 árum. Stærstu árgangar sem fæðst hafa á Íslandi voru í grunnskóla og kennslustundum á hvern nemanda fjölgaði á þessum árum. Sérskólar voru lagðir niður og grunnskólinn tók við nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð og það kallar á meira starfsfólk, fyrst og fremst fleiri kennara. Að reikna fjölda nemenda á kennara án þess að skoða hvað liggur að baki er ekki bara fáránlegt heldur ómanneskjulegt. Jón Gnarr hefur einbeitt sér að eineltismálum í Reykjavík. Það er frábært því ef það er eitthvað sem eyðileggur æsku fólks þá er það að verða fyrir einelti. Einelti er ekki bara til í skólum, heldur líka í samfélaginu. Einelti er hluti af þeirri trú að það megi vera andstyggilegur við þá sem eru „öðruvísi“. Jón Gnarr hefur lagt mikið til íslensks samfélags með því að vera „öðruvísi“. Hann er ekki stúdent, hann er „brottfall“, hann er leikari með enga menntun í því fagi, klæðist bleikum kvenmannsfötum í Hinsegingöngunni og hann er rauðhærður og með gleraugu. Hann er allt sem hefur þótt eðlilegt að leggja í einelti nema; hann er borgarstjóri Reykjavíkur.Skýtur skökku við Það skýtur skökku við að hæla Jóni Gnarr og tala síðan eins og brottfall sé fötlun. Kæri Mikael, vissir þú að nemandi sem ákveður að hætta námi í Borgarholtsskóla og færa sig yfir í FB telst brottfall? Hann hætti við að verða bílasmiður en ákvað að verða húsasmiður. Er það slæmt? Nemandi sem ákveður að fara sem skiptinemi til Kenía telst líka brottfall því hann er hvergi skráður í skóla á meðan. Nemandi sem vill vera eina önn á trillu með afa telst líka brottfall. Við skulum skoða betur hvað liggur að baki fullyrðingum um brottfall áður en við notum það orð sem allsherjardóm yfir framhaldsskólakerfinu okkar. Fyrir nokkrum vikum var frétt á forsíðu Fréttablaðsins um að 10% ungra barna á Íslandi ættu annað móðurmál en íslensku, fengju tvö móðurmál í vöggugjöf. Frábært, hugsaði ég, þvílík verðmæti að eignast fólk sem getur talað og hugsað á tveimur tungumálum. Þessi þjóð verður ríkari að menningu og mannauði. En nei, Fréttablaðið hafði samband við einn kennara sem taldi sligandi kostnað fylgja tvítyngdum nemendum! Talandi um einelti. Hvaðan kemur Fréttablaðinu sú hugmynd að tvítyngdir nemendur þurfi endilega að vera dýrari en aðrir? Hvað hefði verið sagt ef fréttin hefði fjallað um að rauðhærðir strákar væru dýrastir íslensku skólakerfi? Það er margt afburðagott í í skólunum okkar og um það vitna best farsælir nemendur sem ég horfi á í skólanum mínum á hverjum degi. Skólakerfið er svo gott að það á ekki skilið slíka fyrirsögn sem þú slengir framan í alþjóð í leiðara þínum í Fréttablaðinu: „Vonlaus skóli“. (Búið að breyta fyrirsögninni í „Dýr grunnskóli“ í netútgáfunni.) „Skóli“ er nemendur, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk. Er þetta allt svona vonlaust pakk eða er þetta bara vonlaus blaðamennska? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Mikael Torfason. Það er fagnaðarefni að fjölmiðlar veiti skólastarfi athygli en mikið þætti mér vænt um ef þú vildir notfæra þér ritstjórastólinn til að kanna nokkur atriði betur. (Fjallað var um skólamál í leiðara 19. okt. 2013 sem bar titilinn „Vonlaus skóli“ og í frétt á forsíðu Fréttablaðsins „Eitt smábarn af tíu er með erlent móðurmál“, 17. sept. 2013.) Mig langar að benda þér á örfá atriði sem þarf að íhuga betur. Kennurum hefur fjölgað um 20% á 15 árum. Eflaust er þetta rétt fullyrðing. Það sem vantar bara er að nemendum fjölgaði mjög mikið á síðustu 15 árum. Stærstu árgangar sem fæðst hafa á Íslandi voru í grunnskóla og kennslustundum á hvern nemanda fjölgaði á þessum árum. Sérskólar voru lagðir niður og grunnskólinn tók við nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð og það kallar á meira starfsfólk, fyrst og fremst fleiri kennara. Að reikna fjölda nemenda á kennara án þess að skoða hvað liggur að baki er ekki bara fáránlegt heldur ómanneskjulegt. Jón Gnarr hefur einbeitt sér að eineltismálum í Reykjavík. Það er frábært því ef það er eitthvað sem eyðileggur æsku fólks þá er það að verða fyrir einelti. Einelti er ekki bara til í skólum, heldur líka í samfélaginu. Einelti er hluti af þeirri trú að það megi vera andstyggilegur við þá sem eru „öðruvísi“. Jón Gnarr hefur lagt mikið til íslensks samfélags með því að vera „öðruvísi“. Hann er ekki stúdent, hann er „brottfall“, hann er leikari með enga menntun í því fagi, klæðist bleikum kvenmannsfötum í Hinsegingöngunni og hann er rauðhærður og með gleraugu. Hann er allt sem hefur þótt eðlilegt að leggja í einelti nema; hann er borgarstjóri Reykjavíkur.Skýtur skökku við Það skýtur skökku við að hæla Jóni Gnarr og tala síðan eins og brottfall sé fötlun. Kæri Mikael, vissir þú að nemandi sem ákveður að hætta námi í Borgarholtsskóla og færa sig yfir í FB telst brottfall? Hann hætti við að verða bílasmiður en ákvað að verða húsasmiður. Er það slæmt? Nemandi sem ákveður að fara sem skiptinemi til Kenía telst líka brottfall því hann er hvergi skráður í skóla á meðan. Nemandi sem vill vera eina önn á trillu með afa telst líka brottfall. Við skulum skoða betur hvað liggur að baki fullyrðingum um brottfall áður en við notum það orð sem allsherjardóm yfir framhaldsskólakerfinu okkar. Fyrir nokkrum vikum var frétt á forsíðu Fréttablaðsins um að 10% ungra barna á Íslandi ættu annað móðurmál en íslensku, fengju tvö móðurmál í vöggugjöf. Frábært, hugsaði ég, þvílík verðmæti að eignast fólk sem getur talað og hugsað á tveimur tungumálum. Þessi þjóð verður ríkari að menningu og mannauði. En nei, Fréttablaðið hafði samband við einn kennara sem taldi sligandi kostnað fylgja tvítyngdum nemendum! Talandi um einelti. Hvaðan kemur Fréttablaðinu sú hugmynd að tvítyngdir nemendur þurfi endilega að vera dýrari en aðrir? Hvað hefði verið sagt ef fréttin hefði fjallað um að rauðhærðir strákar væru dýrastir íslensku skólakerfi? Það er margt afburðagott í í skólunum okkar og um það vitna best farsælir nemendur sem ég horfi á í skólanum mínum á hverjum degi. Skólakerfið er svo gott að það á ekki skilið slíka fyrirsögn sem þú slengir framan í alþjóð í leiðara þínum í Fréttablaðinu: „Vonlaus skóli“. (Búið að breyta fyrirsögninni í „Dýr grunnskóli“ í netútgáfunni.) „Skóli“ er nemendur, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk. Er þetta allt svona vonlaust pakk eða er þetta bara vonlaus blaðamennska?
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun