Aftur til hægri Katrín Jakobsdóttir skrifar 7. október 2013 07:00 Að mörgu leyti eru fjárlög mikilvægasta stefnuplagg stjórnvalda á hverjum tíma. Þar birtist forgangsröðun stjórnvalda. Undanfarin ár hefur fjárlagagerð hins vegar borið þess merki að hér varð hrun árið 2008, meðal annars með þeim afleiðingum að halli á ríkissjóði varð hátt í 200 milljarðar. Eðlilega hefur svigrúm stjórnvalda til að leggja pólitískar línur takmarkast af þeirri stöðu. Ríkisstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar lyfti grettistaki í að rétta við fjárhag ríkissjóðs. Um leið birtust pólitískar áherslur þar sem minna var skorið niður í heilbrigðis- og velferðarmálum og menntamálum en öðrum málaflokkum. Pólitískar áherslur birtust líka í því að tekna var aflað og því farin blönduð leið tekjuöflunar og niðurskurðar. Við gerð síðustu fjárlaga fyrir árið 2013 ákvað síðasta ríkisstjórn að setja enga niðurskurðarkröfu á Landspítalann. Enn fremur var ákveðið að fara í sérstaka tekjuöflun til að efla fjárfestingu í landinu. Leiðarljós fjárfestingaáætlunar var fjölbreytt atvinnuuppbygging á sviði ferðaþjónustu, byggingariðnaðar, rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina. Nú liggur fyrir fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar og stefnubreytingin er algjör. Aftur er haldið í niðurskurðarleiðangur og í staðinn afsalar ríkisstjórnin almenningi tekjum – t.d. með því að hætta við sérstakt veiðigjald og falla frá hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu. Boðað er að auðlegðarskattur verði ekki framlengdur og sama má segja um orkuskattinn. Í stað tekjuöflunar er meiri þungi á niðurskurð á grunnþjónustu. Grunnþjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu, framhaldsskóla og háskóla. Þá er boðuð aukin gjaldtaka og eru legugjöld á sjúklinga alræmdasta dæmið um það. Í stuttu máli ber fjárlagafrumvarpið skýrt vitni um að horfið er frá félagslegum áherslum og tekin upp skýr hægristefna. Síðast en ekki síst er horfið frá öllum hugmyndum um fjárfestingu og uppbyggingu. Eina atvinnuhugmynd nýrrar ríkisstjórnar er fleiri álver. Þegar langtímaáætlun í ríkisfjármálum er skoðuð má sjá að ekki er gert ráð fyrir neinum afgangi á fjárlögum 2015 og 2016. Það er því ekki stefnt á að greiða niður skuldir í fyrirsjáanlegri framtíð og það virðist engin von um uppbyggingu á innviðum. Þetta er framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Að mörgu leyti eru fjárlög mikilvægasta stefnuplagg stjórnvalda á hverjum tíma. Þar birtist forgangsröðun stjórnvalda. Undanfarin ár hefur fjárlagagerð hins vegar borið þess merki að hér varð hrun árið 2008, meðal annars með þeim afleiðingum að halli á ríkissjóði varð hátt í 200 milljarðar. Eðlilega hefur svigrúm stjórnvalda til að leggja pólitískar línur takmarkast af þeirri stöðu. Ríkisstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar lyfti grettistaki í að rétta við fjárhag ríkissjóðs. Um leið birtust pólitískar áherslur þar sem minna var skorið niður í heilbrigðis- og velferðarmálum og menntamálum en öðrum málaflokkum. Pólitískar áherslur birtust líka í því að tekna var aflað og því farin blönduð leið tekjuöflunar og niðurskurðar. Við gerð síðustu fjárlaga fyrir árið 2013 ákvað síðasta ríkisstjórn að setja enga niðurskurðarkröfu á Landspítalann. Enn fremur var ákveðið að fara í sérstaka tekjuöflun til að efla fjárfestingu í landinu. Leiðarljós fjárfestingaáætlunar var fjölbreytt atvinnuuppbygging á sviði ferðaþjónustu, byggingariðnaðar, rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina. Nú liggur fyrir fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar og stefnubreytingin er algjör. Aftur er haldið í niðurskurðarleiðangur og í staðinn afsalar ríkisstjórnin almenningi tekjum – t.d. með því að hætta við sérstakt veiðigjald og falla frá hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu. Boðað er að auðlegðarskattur verði ekki framlengdur og sama má segja um orkuskattinn. Í stað tekjuöflunar er meiri þungi á niðurskurð á grunnþjónustu. Grunnþjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu, framhaldsskóla og háskóla. Þá er boðuð aukin gjaldtaka og eru legugjöld á sjúklinga alræmdasta dæmið um það. Í stuttu máli ber fjárlagafrumvarpið skýrt vitni um að horfið er frá félagslegum áherslum og tekin upp skýr hægristefna. Síðast en ekki síst er horfið frá öllum hugmyndum um fjárfestingu og uppbyggingu. Eina atvinnuhugmynd nýrrar ríkisstjórnar er fleiri álver. Þegar langtímaáætlun í ríkisfjármálum er skoðuð má sjá að ekki er gert ráð fyrir neinum afgangi á fjárlögum 2015 og 2016. Það er því ekki stefnt á að greiða niður skuldir í fyrirsjáanlegri framtíð og það virðist engin von um uppbyggingu á innviðum. Þetta er framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun