Sterkasti stjórnarandstæðingurinn Sighvatur Björgvinsson skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Nýútkomin skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er áhugaverð lesning – svo ekki sé meira sagt. Ekki aðeins fyrir þá sök hvað í henni stendur heldur ekki síður það svar, sem gefið er í skýrslunni við hefðbundnum viðbárum Íslendinga við umsögnum erlendra sérfræðinga um efnahagsstöðu og horfur á Íslandi, þ.e. að þar tali þeir, sem enga þekkingu hafi á Íslandi og því sem íslenskt er. Slíkar viðbárur þar sem umsögnum erlendra sérfræðinga var vísað út í hafsauga voru stöðugt viðkvæði fyrir hrun og eru nú aftur farnar að skjóta upp kollinum. Auk Íslendinga, sem unnið hafa með starfsmönnum AGS við sjálfa gerð skýrslunnar, hafa upplýsingar verið sóttar til: 1). Íslenskra stjórnvalda, 2) íslenskra eftirlitsaðila 3) íslenskra alþingismanna 4) fulltrúa íslenskrar verkalýðshreyfingar 5) fulltrúa íslensks atvinnulífs og 6) fulltrúa háskólasamfélagsins á Íslandi. Þess er getið í skýrslunni að skýrsluhöfunda og fulltrúa stjórnvalda hafi greint á um hagvaxtarlíkur. Enginn ágreiningur virðist t.d. vera um óvissuna í ríkisfjármálunum að því séð verður.Og stjórnarandstaðan þegir! Með þessa merku skýrslu birta almenningi á heimasíðu Seðlabankans er mér óskiljanlegt hvers vegna stjórnarandstaðan lætur hjá líða að taka hana til rækilegrar umfjöllunar eins og ríkar ástæður eru til. Í skýrslunni er fráfarandi ríkisstjórn hrósað sérstaklega fyrir árangur hennar í stjórnun ríkisfjármála sem sagður er vera „impressive“. Í henni segir, að alger óvissa ríki um tvö helstu kosningaloforð ríkisstjórnarflokkanna; lækkun skatta og niðurfærslu höfuðstóls íbúðaskulda. Beinlínis er sagt að fjárhagslegt svigrúm til hlutfallslegrar skuldalækkunar sé fjarska lítið og muni lítið aðstoða þá sem í mestum greiðsluerfiðleikum eru, auk þess sem slík aðgerð muni hafa í för með sér mikla áhættu í ríkisfjármálum. Sé einhverja fjármuni að sækja til kröfuhafanna („hrægammanna“ á ríkisstjórnarmáli) sé meira vit í að nota þá til þess að lækka skuldir ríkissjóðs, sem gagnist þá öllum skattborgurum en ekki bara sumum. Athyglisvert er hvað sagt er í skýrslunni um skattalækkunaráform Sjálfstæðisflokksins og þá „vúdúhagfræði“ að slík lækkun muni hafa í för með sér auknar skatttekjur þegar fram í sækir. Sjálfstæðismönnum er sérstaklega bent á að kynna sér álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því kosningaloforði. Þá bætir sjóðurinn svo við, að mikil óvissa fylgi því hve miklar afleiðingar hin brýna nauðsyn á endurfjármögnun Íbúðalánasjóðs muni hafa á ríkissjóð Íslands. M.ö.o. þá bendir sjóðurinn á, að enn eigi eftir að gera upp þann kosningavíxil Framsóknarflokksins frá 2003, sem Geir Haarde sagðist hafa skrifað upp á gegn betri vitund. Nýi Framsóknarvíxillinn kemur svo þar til viðbótar. Upp á hann var líka skrifað gegn betri vitund.Öflugust þeirra allra Af hverju gerir stjórnarandstaðan sér ekki mat úr þessum umsögnum, sem tvímælalaust styrkja það álit S&P um að efnahagshorfur á Íslandi hafi breyst úr stöðugu í neikvæðar við stjórnarkiptin? Aðeins ein skýring kemur mér í hug. Hún er sú, að öflugasti stjórnarandstæðingurinn sem nú fyrirfinnst á Íslandi heitir Vigdís Hauksdóttir. Sá þingmaður þarf ekki annað en að opna munninn til þess að tala ríkisstjórnina niður. Efalaust tækist henni að snúa þorra Íslendinga til fylgis við ESB-aðild ef hún fengi frið til þess að tala nógu oft og nógu lengi. Stjórnarandstaðan hefur auðvitað séð í hendi sér að ekkert megi gera til þess að trufla talandann í þeirri konu. Sú ríkisstjórn þarf enga stjórnarandstöðu sem hefur slíkan liðsmann í hópnum. Hví að vera að trufla hana? Tali hún sem oftast og sem lengst. Stjórnarandstaðan hefur sig bara hæga á meðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýútkomin skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er áhugaverð lesning – svo ekki sé meira sagt. Ekki aðeins fyrir þá sök hvað í henni stendur heldur ekki síður það svar, sem gefið er í skýrslunni við hefðbundnum viðbárum Íslendinga við umsögnum erlendra sérfræðinga um efnahagsstöðu og horfur á Íslandi, þ.e. að þar tali þeir, sem enga þekkingu hafi á Íslandi og því sem íslenskt er. Slíkar viðbárur þar sem umsögnum erlendra sérfræðinga var vísað út í hafsauga voru stöðugt viðkvæði fyrir hrun og eru nú aftur farnar að skjóta upp kollinum. Auk Íslendinga, sem unnið hafa með starfsmönnum AGS við sjálfa gerð skýrslunnar, hafa upplýsingar verið sóttar til: 1). Íslenskra stjórnvalda, 2) íslenskra eftirlitsaðila 3) íslenskra alþingismanna 4) fulltrúa íslenskrar verkalýðshreyfingar 5) fulltrúa íslensks atvinnulífs og 6) fulltrúa háskólasamfélagsins á Íslandi. Þess er getið í skýrslunni að skýrsluhöfunda og fulltrúa stjórnvalda hafi greint á um hagvaxtarlíkur. Enginn ágreiningur virðist t.d. vera um óvissuna í ríkisfjármálunum að því séð verður.Og stjórnarandstaðan þegir! Með þessa merku skýrslu birta almenningi á heimasíðu Seðlabankans er mér óskiljanlegt hvers vegna stjórnarandstaðan lætur hjá líða að taka hana til rækilegrar umfjöllunar eins og ríkar ástæður eru til. Í skýrslunni er fráfarandi ríkisstjórn hrósað sérstaklega fyrir árangur hennar í stjórnun ríkisfjármála sem sagður er vera „impressive“. Í henni segir, að alger óvissa ríki um tvö helstu kosningaloforð ríkisstjórnarflokkanna; lækkun skatta og niðurfærslu höfuðstóls íbúðaskulda. Beinlínis er sagt að fjárhagslegt svigrúm til hlutfallslegrar skuldalækkunar sé fjarska lítið og muni lítið aðstoða þá sem í mestum greiðsluerfiðleikum eru, auk þess sem slík aðgerð muni hafa í för með sér mikla áhættu í ríkisfjármálum. Sé einhverja fjármuni að sækja til kröfuhafanna („hrægammanna“ á ríkisstjórnarmáli) sé meira vit í að nota þá til þess að lækka skuldir ríkissjóðs, sem gagnist þá öllum skattborgurum en ekki bara sumum. Athyglisvert er hvað sagt er í skýrslunni um skattalækkunaráform Sjálfstæðisflokksins og þá „vúdúhagfræði“ að slík lækkun muni hafa í för með sér auknar skatttekjur þegar fram í sækir. Sjálfstæðismönnum er sérstaklega bent á að kynna sér álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því kosningaloforði. Þá bætir sjóðurinn svo við, að mikil óvissa fylgi því hve miklar afleiðingar hin brýna nauðsyn á endurfjármögnun Íbúðalánasjóðs muni hafa á ríkissjóð Íslands. M.ö.o. þá bendir sjóðurinn á, að enn eigi eftir að gera upp þann kosningavíxil Framsóknarflokksins frá 2003, sem Geir Haarde sagðist hafa skrifað upp á gegn betri vitund. Nýi Framsóknarvíxillinn kemur svo þar til viðbótar. Upp á hann var líka skrifað gegn betri vitund.Öflugust þeirra allra Af hverju gerir stjórnarandstaðan sér ekki mat úr þessum umsögnum, sem tvímælalaust styrkja það álit S&P um að efnahagshorfur á Íslandi hafi breyst úr stöðugu í neikvæðar við stjórnarkiptin? Aðeins ein skýring kemur mér í hug. Hún er sú, að öflugasti stjórnarandstæðingurinn sem nú fyrirfinnst á Íslandi heitir Vigdís Hauksdóttir. Sá þingmaður þarf ekki annað en að opna munninn til þess að tala ríkisstjórnina niður. Efalaust tækist henni að snúa þorra Íslendinga til fylgis við ESB-aðild ef hún fengi frið til þess að tala nógu oft og nógu lengi. Stjórnarandstaðan hefur auðvitað séð í hendi sér að ekkert megi gera til þess að trufla talandann í þeirri konu. Sú ríkisstjórn þarf enga stjórnarandstöðu sem hefur slíkan liðsmann í hópnum. Hví að vera að trufla hana? Tali hún sem oftast og sem lengst. Stjórnarandstaðan hefur sig bara hæga á meðan.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun