Staðreyndir og staðleysur Páll Magnússon skrifar 12. júlí 2013 06:00 Síðast þegar ég átti orðastað við ritstjóra Morgunblaðsins í hans eigin blaði birtist svar hans við grein minni á undan greininni sjálfri. Það er sérkennileg ritstjórnarstefna og því bið ég Fréttablaðið fyrir þetta greinarkorn. Um síðustu mánaðamót hafði ritstjóri Morgunblaðsins setið á stóli sínum í 197 vikur. Á þeim tíma hafði hann skrifað 224 sinnum um Ríkisútvarpið í forystugreinum blaðsins. Það gerir að jafnaði einu sinni í viku og 27 sinnum í viðbót. Án þess að hafa talið það hef ég grun um að það hafi bara verið tvö fyrirbæri í veröldinni sem hafa verið ritstjóranum kærari umfjöllunarefni en RÚV: nýlega brotthorfin ríkisstjórn og svo hann sjálfur. Ég hygg reyndar að varnar- og lofgreinar hans um sjálfan sig undir nafnleynd í þriðju persónu séu nýmæli í vestrænni blaðamennsku – jafnvel mætti kalla þetta sköpunarverk nýja bókmenntagrein.Rangar staðhæfingar Þetta var þó ekki erindið. Í gegnum fúkyrði og fimmaurabrandara ritstjórans í garð Ríkisútvarpsins, sem ástæðulítið er að svara, má einstaka sinnum grilla í rangar efnislegar staðhæfingar, sem verður eiginlega að svara. Þannig sagði nýlega í Reykjavíkurbréfi „…Ríkisútvarpið er orðið eftirbátur annarra í framleiðslu á innlendu efni, svo furðulegt sem það er“. Þetta er rangt. Síðustu opinberu tölur frá Hagstofunni um þetta efni eru frá 2010. Þar kemur fram að innlent efni á RÚV hafi verið samtals 2.031 klukkustund eða 52% af heildarútsendingartíma. Stöð 2 var með 1.085 klukkustundir sem var 14% af heildarútsendingartíma og Skjár 1 með 340 klukkustundir, sem var 15% af heildarútsendingartíma. Þessi hlutföll eru lítt breytt í dag. (Til að gæta sanngirni verður að taka fram að ÍNN og N4 eru auðvitað bara með íslenskt efni). Í leiðinni er svo rétt að leiðrétta þá bábilju sem ritstjórinn hefur tekið undir og gert að sinni, að RÚV hafi fjallað miklu meira um nýlega undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðigjalds en undirskriftasöfnun gegn Icesave á sínum tíma. Þetta er rangt. Á 10 daga tímabili (10.02.2011-20.02.2011) fjallaði RÚV 21 sinni um undirskriftasöfnun gegn Icesave í aðalfréttatímum útvarps og sjónvarps. Á 13 daga tímabili (17.06.2013-01.07.2013) fjallaði RÚV 16 sinnum um undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðileyfagjalds í aðalfréttatímum útvarps og sjónvarps. Kosturinn/gallinn við efnislegar staðhæfingar er nefnilega að þær er yfirleitt hægt að sannreyna eða hrekja. Sú er ekki raunin með fúkyrði og fimmaurabrandara. Guð blessi Morgunblaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Síðast þegar ég átti orðastað við ritstjóra Morgunblaðsins í hans eigin blaði birtist svar hans við grein minni á undan greininni sjálfri. Það er sérkennileg ritstjórnarstefna og því bið ég Fréttablaðið fyrir þetta greinarkorn. Um síðustu mánaðamót hafði ritstjóri Morgunblaðsins setið á stóli sínum í 197 vikur. Á þeim tíma hafði hann skrifað 224 sinnum um Ríkisútvarpið í forystugreinum blaðsins. Það gerir að jafnaði einu sinni í viku og 27 sinnum í viðbót. Án þess að hafa talið það hef ég grun um að það hafi bara verið tvö fyrirbæri í veröldinni sem hafa verið ritstjóranum kærari umfjöllunarefni en RÚV: nýlega brotthorfin ríkisstjórn og svo hann sjálfur. Ég hygg reyndar að varnar- og lofgreinar hans um sjálfan sig undir nafnleynd í þriðju persónu séu nýmæli í vestrænni blaðamennsku – jafnvel mætti kalla þetta sköpunarverk nýja bókmenntagrein.Rangar staðhæfingar Þetta var þó ekki erindið. Í gegnum fúkyrði og fimmaurabrandara ritstjórans í garð Ríkisútvarpsins, sem ástæðulítið er að svara, má einstaka sinnum grilla í rangar efnislegar staðhæfingar, sem verður eiginlega að svara. Þannig sagði nýlega í Reykjavíkurbréfi „…Ríkisútvarpið er orðið eftirbátur annarra í framleiðslu á innlendu efni, svo furðulegt sem það er“. Þetta er rangt. Síðustu opinberu tölur frá Hagstofunni um þetta efni eru frá 2010. Þar kemur fram að innlent efni á RÚV hafi verið samtals 2.031 klukkustund eða 52% af heildarútsendingartíma. Stöð 2 var með 1.085 klukkustundir sem var 14% af heildarútsendingartíma og Skjár 1 með 340 klukkustundir, sem var 15% af heildarútsendingartíma. Þessi hlutföll eru lítt breytt í dag. (Til að gæta sanngirni verður að taka fram að ÍNN og N4 eru auðvitað bara með íslenskt efni). Í leiðinni er svo rétt að leiðrétta þá bábilju sem ritstjórinn hefur tekið undir og gert að sinni, að RÚV hafi fjallað miklu meira um nýlega undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðigjalds en undirskriftasöfnun gegn Icesave á sínum tíma. Þetta er rangt. Á 10 daga tímabili (10.02.2011-20.02.2011) fjallaði RÚV 21 sinni um undirskriftasöfnun gegn Icesave í aðalfréttatímum útvarps og sjónvarps. Á 13 daga tímabili (17.06.2013-01.07.2013) fjallaði RÚV 16 sinnum um undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðileyfagjalds í aðalfréttatímum útvarps og sjónvarps. Kosturinn/gallinn við efnislegar staðhæfingar er nefnilega að þær er yfirleitt hægt að sannreyna eða hrekja. Sú er ekki raunin með fúkyrði og fimmaurabrandara. Guð blessi Morgunblaðið.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar