Meira um brotthvarf Hrönn Baldursdóttir skrifar 29. júní 2013 07:00 Að undanförnu hefur verið fjallað um margvíslegar ástæður brotthvarfs frá námi og langar mig að fjalla um nokkur atriði til viðbóðar. Það eru náms- og starfsfræðsla og náms- og starfsráðgjöf sem fást við fræðslu um störf, atvinnulífið, skólakerfið, ákvarðanatökuferlið og síðan ráðgjöf sem leiðir fólk til uppgötvunar á styrkleikum sínum, áhuga, færni, þörfum og gildismati. Mikilvægt er að byrja snemma og fræða nemendur markvisst og reglulega svo þeir verði í stakk búnir að taka upplýsta og ígrundaða ákvörðun. Þessari ráðgjöf og fræðslu er ábótavant hér á landi. Meginástæðan er of margir nemendur á hvern náms- og starfsráðgjafa, fáir gagnagrunnar og minnkað starfshlutfall vegna niðurskurðar. Auk þess hafa stöku skólar ráðið aðra en menntaða náms- og starfsrágjafa í stöður sem eru ætlaðar þessari ráðgjöf þó það komi skýrt fram í lögum um grunn- og framhaldsskóla að „nemendur eiga rétt á að njóta náms- og ráðgjafar af til þess bærum sérfræðingum“. Hjá þeim er áherslan að mestu á persónuleg- og félagsleg vandamál sem er gott og gilt en á kostnað náms- og starfsfræðslu. Náms- og starfsráðgjafar sinna einnig þessum atriðum en of mikið álag veldur því að ekki næst að sinna náms- og starfsfræðslu nægilega. Mikil áhersla er á náms- og starfsráðgjöf í hinum vestræna heimi og hún talin einn af lykilþáttum aukinnar velsældar. Hér á landi er brýnt að fá heildstæða náms- og starfsráðgjafaráætlun, gagnagrunn yfir nám á landinu, fjölbreyttar upplýsingar um störf auk kennsluefnis og hjálpargagna. Tryggja þarf að fjöldi nemenda á hvern ráðgjafa sé hæfilegur svo hægt sé að sinna öllum nemendum á öllum skólastigum og liðsinna foreldrum vegna stuðnings þeirra við náms- og starfsval barna sinna.Efla þarf samstarf Áherslur samfélagsins mættu breytast en skilaboð um að fresta ákvarðanatöku vekja athygli. Ungt fólk heyrir setningar eins og „það þarf ekki að ákveða sig strax, kláraðu stúdentsprófið og hugsaðu svo málið“. Einnig að ungt fólk geti ekki tekið ákvörðun um náms- og starfsval fyrir tvítugt! Spyrja má af hverju fólk í öðrum löndum getur það? Hafa þau fengið meiri undirbúning? Er ætlast til að þau taki ákvörðun fyrr? Já ég held það. Vissulega er erfitt að taka stóra ákvörðun með lítinn undirbúning og fræðslu. Við verðum að veita þeim þann undirbúning sem þarf og til þess nægja ekki nokkrir tímar í 10. bekk. Í þó nokkrum skólum er undirbúningurinn til fyrirmyndar en almennt þarf að stórefla hann með reglulegri áætlun allan grunn- og framhaldsskólann. Þegar ungt fólk fær viðeigandi fræðslu og ráðgjöf, þá sparar það mikið og dýrt flakk milli brauta og deilda í framhalds- og háskólum. Þetta er ein skýring af hverju okkar nemendur útskrifast seint úr framhalds- og háskólum. Líðan nemenda og ráðningar sálfræðinga við framhaldsskóla hefur einnig verið til umræðu og er vissulega sláandi hve margir glíma við andleg veikindi. Það er hins vegar ekki eina skýringin á brotthvarfi því mjög stór hópur glímir við fjárhagserfiðleika, námserfiðleika eða finna ekki nám við hæfi. Því spyr ég af hverju ráða ætti sálfræðinga til framhaldsskóla frekar en sérkennara, skólafélagsráðgjafa og fleiri náms- og starfsráðgjafa? Það mætti ráða sálfræðinga ef ekki er tekið af naumu fjármagni skólanna til að sinna sínum skyldum. Nær er að þrýsta á að heilbrigðisyfirvöld efli sálfræðiþjónustu og að hún verði niðurgreidd. Auk þess má efla frekara samstarf og tengsl milli stofnana sem sinna ungu fólki þannig að leiðirnar í kerfinu séu greiðar og augljósar með hagsmuni unga fólksins að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað um margvíslegar ástæður brotthvarfs frá námi og langar mig að fjalla um nokkur atriði til viðbóðar. Það eru náms- og starfsfræðsla og náms- og starfsráðgjöf sem fást við fræðslu um störf, atvinnulífið, skólakerfið, ákvarðanatökuferlið og síðan ráðgjöf sem leiðir fólk til uppgötvunar á styrkleikum sínum, áhuga, færni, þörfum og gildismati. Mikilvægt er að byrja snemma og fræða nemendur markvisst og reglulega svo þeir verði í stakk búnir að taka upplýsta og ígrundaða ákvörðun. Þessari ráðgjöf og fræðslu er ábótavant hér á landi. Meginástæðan er of margir nemendur á hvern náms- og starfsráðgjafa, fáir gagnagrunnar og minnkað starfshlutfall vegna niðurskurðar. Auk þess hafa stöku skólar ráðið aðra en menntaða náms- og starfsrágjafa í stöður sem eru ætlaðar þessari ráðgjöf þó það komi skýrt fram í lögum um grunn- og framhaldsskóla að „nemendur eiga rétt á að njóta náms- og ráðgjafar af til þess bærum sérfræðingum“. Hjá þeim er áherslan að mestu á persónuleg- og félagsleg vandamál sem er gott og gilt en á kostnað náms- og starfsfræðslu. Náms- og starfsráðgjafar sinna einnig þessum atriðum en of mikið álag veldur því að ekki næst að sinna náms- og starfsfræðslu nægilega. Mikil áhersla er á náms- og starfsráðgjöf í hinum vestræna heimi og hún talin einn af lykilþáttum aukinnar velsældar. Hér á landi er brýnt að fá heildstæða náms- og starfsráðgjafaráætlun, gagnagrunn yfir nám á landinu, fjölbreyttar upplýsingar um störf auk kennsluefnis og hjálpargagna. Tryggja þarf að fjöldi nemenda á hvern ráðgjafa sé hæfilegur svo hægt sé að sinna öllum nemendum á öllum skólastigum og liðsinna foreldrum vegna stuðnings þeirra við náms- og starfsval barna sinna.Efla þarf samstarf Áherslur samfélagsins mættu breytast en skilaboð um að fresta ákvarðanatöku vekja athygli. Ungt fólk heyrir setningar eins og „það þarf ekki að ákveða sig strax, kláraðu stúdentsprófið og hugsaðu svo málið“. Einnig að ungt fólk geti ekki tekið ákvörðun um náms- og starfsval fyrir tvítugt! Spyrja má af hverju fólk í öðrum löndum getur það? Hafa þau fengið meiri undirbúning? Er ætlast til að þau taki ákvörðun fyrr? Já ég held það. Vissulega er erfitt að taka stóra ákvörðun með lítinn undirbúning og fræðslu. Við verðum að veita þeim þann undirbúning sem þarf og til þess nægja ekki nokkrir tímar í 10. bekk. Í þó nokkrum skólum er undirbúningurinn til fyrirmyndar en almennt þarf að stórefla hann með reglulegri áætlun allan grunn- og framhaldsskólann. Þegar ungt fólk fær viðeigandi fræðslu og ráðgjöf, þá sparar það mikið og dýrt flakk milli brauta og deilda í framhalds- og háskólum. Þetta er ein skýring af hverju okkar nemendur útskrifast seint úr framhalds- og háskólum. Líðan nemenda og ráðningar sálfræðinga við framhaldsskóla hefur einnig verið til umræðu og er vissulega sláandi hve margir glíma við andleg veikindi. Það er hins vegar ekki eina skýringin á brotthvarfi því mjög stór hópur glímir við fjárhagserfiðleika, námserfiðleika eða finna ekki nám við hæfi. Því spyr ég af hverju ráða ætti sálfræðinga til framhaldsskóla frekar en sérkennara, skólafélagsráðgjafa og fleiri náms- og starfsráðgjafa? Það mætti ráða sálfræðinga ef ekki er tekið af naumu fjármagni skólanna til að sinna sínum skyldum. Nær er að þrýsta á að heilbrigðisyfirvöld efli sálfræðiþjónustu og að hún verði niðurgreidd. Auk þess má efla frekara samstarf og tengsl milli stofnana sem sinna ungu fólki þannig að leiðirnar í kerfinu séu greiðar og augljósar með hagsmuni unga fólksins að leiðarljósi.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun