Borgarstjórn hrósað Dagur B. Eggertsson skrifar 16. maí 2013 07:00 Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, skrifar drengilega grein í Fréttablaðið þar sem hún rekur jákvæðar einkunnir sem borgarstjórn fær í nýrri úttektarskýrslu um stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Það er rétt og mikilsvert. Til viðbótar þeim dæmum sem Þórey nefnir þótti mér sérstaklega vænt um tvennt. Annars vegar dregur nefndin fram að kostnaður við miðlæga stjórnsýslu, öðru nafni ráðhúsið, hefur lækkað ár frá ári síðan 2008, úr um tveimur milljörðum í um 1,6 milljarð eða um hálfan milljarð króna. Þetta hefur verið aðalsmerki núverandi meirihluta. Að standa vörð um grunnþjónustuna en spara í yfirstjórn. Í öðru lagi er ein meginniðurstaða úttektarnefndarinnar að borgarráð hafi „sinnt vel því hlutverki sem snýr að fjármálum og framkvæmd fjárhagsáætlunar innan ársins, einkum á seinni hluta þess tímabils sem til skoðunar er“. Þetta er mjög mikilvæg niðurstaða. Stærstu og mikilvægustu verkefnin á sviði fjármálastjórnar hafa verið björgunaraðgerðir vegna alvarlegrar stöðu Orkuveitunnar og það risaverkefni að tryggja góða og örugga þjónustu við borgarbúa þrátt fyrir minni tekjur en áður. Hversu mikið minni eru tekjurnar? Skatttekjur borgarinnar 2012 voru tæplega 7 milljörðum lægri að raunvirði en borgin naut árið 2008. Það eru 9%. Alls eru útgjöld borgarinnar um 9,3 milljörðum lægri (13%) að raunvirði á síðasta ári en árið 2008. Fyrir mismuninum hefur þurft að spara. Ýmsu fleiru er hrósað en annað í niðurstöðum úttektarnefndarinnar er ekki eins jákvætt. Í skýrslunni er fjöldi ábendinga um atriði sem betur mega fara og þarf nú að ræða skipulega og nýta til umbóta. Til þess var líka ráðist í úttektina. Við þurfum að bæta um betur í skipulagsmálum, utanumhaldi um fyrirtæki borgarinnar og eftirfylgni í stjórnsýslunni, svo nokkuð sé nefnt. Líkt og fram kemur í úttektinni hrundi traust á borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Stóra verkefni borgarstjórnar er því ekki eitthvað eitt, heldur nákvæmlega það, að endurvinna traust og trúnað við borgarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Tengdar fréttir Borgarstjórn hrósað Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga. 14. maí 2013 11:30 Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, skrifar drengilega grein í Fréttablaðið þar sem hún rekur jákvæðar einkunnir sem borgarstjórn fær í nýrri úttektarskýrslu um stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Það er rétt og mikilsvert. Til viðbótar þeim dæmum sem Þórey nefnir þótti mér sérstaklega vænt um tvennt. Annars vegar dregur nefndin fram að kostnaður við miðlæga stjórnsýslu, öðru nafni ráðhúsið, hefur lækkað ár frá ári síðan 2008, úr um tveimur milljörðum í um 1,6 milljarð eða um hálfan milljarð króna. Þetta hefur verið aðalsmerki núverandi meirihluta. Að standa vörð um grunnþjónustuna en spara í yfirstjórn. Í öðru lagi er ein meginniðurstaða úttektarnefndarinnar að borgarráð hafi „sinnt vel því hlutverki sem snýr að fjármálum og framkvæmd fjárhagsáætlunar innan ársins, einkum á seinni hluta þess tímabils sem til skoðunar er“. Þetta er mjög mikilvæg niðurstaða. Stærstu og mikilvægustu verkefnin á sviði fjármálastjórnar hafa verið björgunaraðgerðir vegna alvarlegrar stöðu Orkuveitunnar og það risaverkefni að tryggja góða og örugga þjónustu við borgarbúa þrátt fyrir minni tekjur en áður. Hversu mikið minni eru tekjurnar? Skatttekjur borgarinnar 2012 voru tæplega 7 milljörðum lægri að raunvirði en borgin naut árið 2008. Það eru 9%. Alls eru útgjöld borgarinnar um 9,3 milljörðum lægri (13%) að raunvirði á síðasta ári en árið 2008. Fyrir mismuninum hefur þurft að spara. Ýmsu fleiru er hrósað en annað í niðurstöðum úttektarnefndarinnar er ekki eins jákvætt. Í skýrslunni er fjöldi ábendinga um atriði sem betur mega fara og þarf nú að ræða skipulega og nýta til umbóta. Til þess var líka ráðist í úttektina. Við þurfum að bæta um betur í skipulagsmálum, utanumhaldi um fyrirtæki borgarinnar og eftirfylgni í stjórnsýslunni, svo nokkuð sé nefnt. Líkt og fram kemur í úttektinni hrundi traust á borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Stóra verkefni borgarstjórnar er því ekki eitthvað eitt, heldur nákvæmlega það, að endurvinna traust og trúnað við borgarbúa.
Borgarstjórn hrósað Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga. 14. maí 2013 11:30
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar