Á Alþingi er vald Björn Leví Gunnarsson skrifar 9. apríl 2013 00:01 Í annarri grein stjórnarskrár Íslands er meðal annars ritað: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið." Hvað með það? Jú, þetta er dálítið áhugavert að skoða. Alþingi fer með löggjafarvald. Alþingi beitir valdi. Af því leiðir að alþingismenn beita valdi. Þrátt fyrir að það sé örugglega ekki ætlunin með stjórnarskránni að alþingismenn beiti Íslendinga valdi þá má ekki annað sjá en að það sé einmitt útkoman. 20. október sögðu 84.633 manns „já" við auðlindaákvæðistillögu stjórnlagaþings, 74% þeirra sem greiddu atkvæði. Í nýlegu frumvarpi til breytinga á stjórnarskrá sem var samþykkt með 38,1% kveður á um að 40% allra sem eru á kjörskrá verða að samþykkja breytingar á stjórnarskrá. Þann 20. október sögðu 82.633 „já", það eru 35,7% allra sem voru á kjörskrá. 27. mars sögðu fimm formenn flokka „nei". Nei við auðlindaákvæði, nei við möguleikanum á að stjórnarskrá þjóðarinnar verði samþykkt á næsta kjörtímabili, nei við þjóðina. Þeir beittu valdi til þess að koma atkvæðakaupamálum í gegnum þingið. Þeir beittu valdi til þess að verja hagsmunaaðila aðra en þjóðina. Þeir beittu valdi og útrýmdu leynilegum kosningum til breytinga á stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. Hver sá sem mætir á kjörstað er þar til þess að segja já. Sá sem ætlar að kjósa nei getur bara setið heima nema ef kosningaþátttaka myndi fara yfir að minnsta kosti 80% (hefur aldrei gerst í slíkum þjóðaratkvæðagreiðslum). Fimm á móti 84.633.Kjósið ykkur sjálf Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir þessa valdbeitingu er að mæta á kjörstað í kosningum 27. apríl og koma í veg fyrir að þeir flokkar sem stóðu fyrir tillögunni fái meirihluta til þess að staðfesta hana á næsta þingi. Kjósendur munu nefnilega ekki fá tækifæri til þess að segja skoðun sína á þessari breytingu í beinni atkvæðagreiðslu. Ef Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri grænir og Björt framtíð fá yfir 50% kjörgengi þá munu þessir flokkar samþykkja breytinguna á stjórnarskránni og tækifærið til þess að fá stjórnarskrá þjóðarinnar verður glatað þangað til eftir næsta kjörtímabil, 2017! Alþingi er ekki ætlað að beita valdi þó að önnur grein stjórnarskráarinnar tilgreini löggjafarvald. Alþingi er ætlað að vera þjónusta við samfélagið, fyrir samfélagið. Þeir þingmenn sem setjast á þing undir orðunum „löggjafarvald" munu sjálfkrafa beita valdi, orðsins vegna. Píratar skilja hins vegar að Alþingi er þjónusta við samfélagið. Píratar skilja beint lýðræði. Píratar skilja „löggjafarþjónustu". Kjósið Pírata, kjósið allt annað en flokka sem níðast á stjórnarskránni. Kjósið flokka sem skilja þjónustuhlutverkið. Ekki kjósa vald, kjósið ykkur sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í annarri grein stjórnarskrár Íslands er meðal annars ritað: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið." Hvað með það? Jú, þetta er dálítið áhugavert að skoða. Alþingi fer með löggjafarvald. Alþingi beitir valdi. Af því leiðir að alþingismenn beita valdi. Þrátt fyrir að það sé örugglega ekki ætlunin með stjórnarskránni að alþingismenn beiti Íslendinga valdi þá má ekki annað sjá en að það sé einmitt útkoman. 20. október sögðu 84.633 manns „já" við auðlindaákvæðistillögu stjórnlagaþings, 74% þeirra sem greiddu atkvæði. Í nýlegu frumvarpi til breytinga á stjórnarskrá sem var samþykkt með 38,1% kveður á um að 40% allra sem eru á kjörskrá verða að samþykkja breytingar á stjórnarskrá. Þann 20. október sögðu 82.633 „já", það eru 35,7% allra sem voru á kjörskrá. 27. mars sögðu fimm formenn flokka „nei". Nei við auðlindaákvæði, nei við möguleikanum á að stjórnarskrá þjóðarinnar verði samþykkt á næsta kjörtímabili, nei við þjóðina. Þeir beittu valdi til þess að koma atkvæðakaupamálum í gegnum þingið. Þeir beittu valdi til þess að verja hagsmunaaðila aðra en þjóðina. Þeir beittu valdi og útrýmdu leynilegum kosningum til breytinga á stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. Hver sá sem mætir á kjörstað er þar til þess að segja já. Sá sem ætlar að kjósa nei getur bara setið heima nema ef kosningaþátttaka myndi fara yfir að minnsta kosti 80% (hefur aldrei gerst í slíkum þjóðaratkvæðagreiðslum). Fimm á móti 84.633.Kjósið ykkur sjálf Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir þessa valdbeitingu er að mæta á kjörstað í kosningum 27. apríl og koma í veg fyrir að þeir flokkar sem stóðu fyrir tillögunni fái meirihluta til þess að staðfesta hana á næsta þingi. Kjósendur munu nefnilega ekki fá tækifæri til þess að segja skoðun sína á þessari breytingu í beinni atkvæðagreiðslu. Ef Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri grænir og Björt framtíð fá yfir 50% kjörgengi þá munu þessir flokkar samþykkja breytinguna á stjórnarskránni og tækifærið til þess að fá stjórnarskrá þjóðarinnar verður glatað þangað til eftir næsta kjörtímabil, 2017! Alþingi er ekki ætlað að beita valdi þó að önnur grein stjórnarskráarinnar tilgreini löggjafarvald. Alþingi er ætlað að vera þjónusta við samfélagið, fyrir samfélagið. Þeir þingmenn sem setjast á þing undir orðunum „löggjafarvald" munu sjálfkrafa beita valdi, orðsins vegna. Píratar skilja hins vegar að Alþingi er þjónusta við samfélagið. Píratar skilja beint lýðræði. Píratar skilja „löggjafarþjónustu". Kjósið Pírata, kjósið allt annað en flokka sem níðast á stjórnarskránni. Kjósið flokka sem skilja þjónustuhlutverkið. Ekki kjósa vald, kjósið ykkur sjálf.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar