Evrópa á dagskrá! Árni Páll Árnason skrifar 9. apríl 2013 00:01 Aðild að Evrópusambandinu er praktísk nauðsyn. Hún er engin hugmyndafræðileg meinloka. Hún er einfaldlega skynsamlegasta leiðin áfram fyrir metnaðarfulla norræna velferðarþjóð sem býr við gjaldeyrishöft og ógjaldgengan gjaldmiðil, en vill opið hagkerfi og njóta sambærilegra lífskjara og nágrannaþjóðirnar. Hugmynd sjálfstæðismanna og framsóknarmanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna getur aldrei gengið upp sem leið til að ákveða stöðu okkar í Evrópu. Það er hrein vegleysa ef þessir flokkar, sem ekki telja hagsmunum þjóðarinnar best borgið með aðild, verða í ríkisstjórn og eiga nauðugir að leiða aðildarviðræður sem þeir hafa enga trú á. Bjarni Benediktsson hefur margsagt að ófært sé að VG leiði samninga um einstök efnisatriði aðildarsamninga, því flokkurinn styðji ekki aðild. Sama hlýtur að eiga við um hann sjálfan. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sitja í ríkisstjórn geta þeir ekki leitt aðildarumsókn með þessum rökum. Ef þjóðin kýs að halda áfram aðildarviðræðum fæli sú niðurstaða því í reynd í sér vantraust á ríkisstjórn gömlu flokkanna og þeir þyrftu að veita minnihlutastjórn Samfylkingarinnar, sem leiddi aðildarviðræðurnar, hlutleysi. Eina skynsamlega leiðin er að ljúka samningum eins hratt og kostur er undir forystu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn og gefa þjóðinni kost á að kjósa þá strax um þá efnislegu niðurstöðu. Margir styðja Evrópusambandsaðild en trúa því að það sé hægt að kjósa gömlu loforðaflokkana og halda svo áfram í rólegheitum með aðildarumsóknina. Svo er ekki. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fá umboð til að gera það sem þeir segjast ætla að gera tökum við ekki upp evru í áratugi. Því er Samfylkingin tilbúin að leggja alla áherslu á aðildarumsóknina: Við viljum ljúka samningum svo fljótt sem unnt er. Um leið og þeir liggja fyrir viljum við samþykkja frumvarp til breytinga á stjórnarskrá, til að uppfylla skilyrði aðildar og rjúfa þing og leggja allan pakkann – og okkur sjálf – í dóm þjóðarinnar. Þjóðaratkvæði og þingkosningar í einu. Það hljóta allir flokkar að geta fallist á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Aðild að Evrópusambandinu er praktísk nauðsyn. Hún er engin hugmyndafræðileg meinloka. Hún er einfaldlega skynsamlegasta leiðin áfram fyrir metnaðarfulla norræna velferðarþjóð sem býr við gjaldeyrishöft og ógjaldgengan gjaldmiðil, en vill opið hagkerfi og njóta sambærilegra lífskjara og nágrannaþjóðirnar. Hugmynd sjálfstæðismanna og framsóknarmanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna getur aldrei gengið upp sem leið til að ákveða stöðu okkar í Evrópu. Það er hrein vegleysa ef þessir flokkar, sem ekki telja hagsmunum þjóðarinnar best borgið með aðild, verða í ríkisstjórn og eiga nauðugir að leiða aðildarviðræður sem þeir hafa enga trú á. Bjarni Benediktsson hefur margsagt að ófært sé að VG leiði samninga um einstök efnisatriði aðildarsamninga, því flokkurinn styðji ekki aðild. Sama hlýtur að eiga við um hann sjálfan. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sitja í ríkisstjórn geta þeir ekki leitt aðildarumsókn með þessum rökum. Ef þjóðin kýs að halda áfram aðildarviðræðum fæli sú niðurstaða því í reynd í sér vantraust á ríkisstjórn gömlu flokkanna og þeir þyrftu að veita minnihlutastjórn Samfylkingarinnar, sem leiddi aðildarviðræðurnar, hlutleysi. Eina skynsamlega leiðin er að ljúka samningum eins hratt og kostur er undir forystu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn og gefa þjóðinni kost á að kjósa þá strax um þá efnislegu niðurstöðu. Margir styðja Evrópusambandsaðild en trúa því að það sé hægt að kjósa gömlu loforðaflokkana og halda svo áfram í rólegheitum með aðildarumsóknina. Svo er ekki. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fá umboð til að gera það sem þeir segjast ætla að gera tökum við ekki upp evru í áratugi. Því er Samfylkingin tilbúin að leggja alla áherslu á aðildarumsóknina: Við viljum ljúka samningum svo fljótt sem unnt er. Um leið og þeir liggja fyrir viljum við samþykkja frumvarp til breytinga á stjórnarskrá, til að uppfylla skilyrði aðildar og rjúfa þing og leggja allan pakkann – og okkur sjálf – í dóm þjóðarinnar. Þjóðaratkvæði og þingkosningar í einu. Það hljóta allir flokkar að geta fallist á.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun