Lagarfljót. In memoriam Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 16. mars 2013 06:00 Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands, eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing á Egilsstöðum, er stórbrotið verk sem kom út haustið 2005, ári eftir að framkvæmdir hófust við byggingu álvers í Reyðarfirði. Álverið skyldi knúið orku frá Kárahnjúkavirkjun eins og alþjóð veit. Valgerður Sverrisdóttir var þá iðnaðarráðherra. Flokkssystir hennar, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, hafði skömmu fyrir jól 2001 snúið við úrskurði Skipulagsstofnunar sem lagðist gegn virkjuninni af umhverfisástæðum. Með úrskurði umhverfisráðherra var rutt úr vegi síðustu lagahindruninni sem hamlað gat virkjunarframkvæmdum. Náttúruverndarsinnar reyndu þó enn að andæfa, þeirra á meðal Helgi Hallgrímsson. Hann hafði árum saman rannsakað náttúrufar eystra og safnað margvíslegu efni til bókarinnar. Í formála segir Helgi: „Innan fárra ára verða afdrifarík tímamót í sögu Lagarfljóts þegar öllu jökulvatni Jökulsár á Dal verður beint um jarðgöng til virkjunar í Fljótsdal og þaðan í fljótið. Eftir það verður Lagarfljót allt annað vatnsfall en það er nú.” Lokaorð formálans eru: „Við ritun þessarar bókar hefur mér stundum fundist að ég væri að skrifa eftirmæli um látinn vin.”Spárnar orðnar að veruleika Í bók Helga er gerð grein fyrir þeim hörðu átökum sem árum saman stóðu um Kárahnjúkavirkjun í sérstökum kafla. Þar eru reifuð áhrif virkjunarinnar á vatnakerfi Lagarfljóts m.a. byggð á mati Landsvirkjunar á umhverfisáhrifum. Matið sýndi fram á að litur fljótsins yrði dekkri og því myndi draga úr silungsveiði. Þar kom einnig fram að hækkuð grunnvatnsstaða myndi valda breytingum á ræktuðu landi, einkum í Fljótsdal. Í matinu er engu spáð um áhrif á fuglalíf en Helgi leggur áherslu á samhengið í lífríkinu. „Jurtalíf á grunnum mun að líkindum eyðast, einnig mun botndýralíf rýrna verulega og þar með fæða fiska og fugla.“ Þessar spár eru nú orðnar að veruleika fáum árum eftir að Kárahnjúkavirkjun var gangsett.Lífríki Lagarfljóts fórnað Í Fréttablaðinu 12. mars má lesa í forsíðufrétt: „Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um úttekt á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á fljótið.“ Fréttablaðið hefur einnig fjallað um mikið landbrot. Fram kom í viðtali við formann bæjarráðs að hann væri í „sjokki“ yfir niðurstöðum úttektarinnar. Samt hefur ekkert gerst annað en það að spár hafa gengið eftir. Héraðsbúar og aðrir Íslendingar standa nú frammi fyrir afleiðingum pólitískra ákvarðana sem teknar voru fyrir um áratug. Mat á umhverfisáhrifum lá fyrir og því verður að telja að stjórnmálamenn hafi tekið „upplýsta ákvörðun“ ákaft studdir af hluta Austfirðinga. Lífríki Lagarfljóts var fórnað fyrir álver í Reyðarfirði. Enn verðum við að vona að stökkbreytt Lagarfljót hafi ekki jafn víðtæk áhrif á búsetuskilyrði manna og fiska og fugla á Fljótsdalshéraði.Hvellur Í Bíói Paradís hefur heimildarmyndin Hvellur eftir Grím Hákonarson verið sýnd um margra vikna skeið. Myndin lýsir harðri en sigursælli baráttu þingeyskra bænda gegn stækkun Laxárvirkjunar. Þar var um mikilvægt lífríki Mývatns að tefla. Einn bændanna, sem tóku þátt í því að sprengja stífluna efst í Laxá, segir í myndinni að sigur Þingeyinga í Laxárdeilunni hafi byggst á samstöðu heimamanna. Sú samstaða var ekki fyrir hendi á Austurlandi. Austfirðingar eiga þó fjársjóð fólginn í „eftirmælum“ Helga Hallgrímssonar um fljótið sem áður var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands, eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing á Egilsstöðum, er stórbrotið verk sem kom út haustið 2005, ári eftir að framkvæmdir hófust við byggingu álvers í Reyðarfirði. Álverið skyldi knúið orku frá Kárahnjúkavirkjun eins og alþjóð veit. Valgerður Sverrisdóttir var þá iðnaðarráðherra. Flokkssystir hennar, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, hafði skömmu fyrir jól 2001 snúið við úrskurði Skipulagsstofnunar sem lagðist gegn virkjuninni af umhverfisástæðum. Með úrskurði umhverfisráðherra var rutt úr vegi síðustu lagahindruninni sem hamlað gat virkjunarframkvæmdum. Náttúruverndarsinnar reyndu þó enn að andæfa, þeirra á meðal Helgi Hallgrímsson. Hann hafði árum saman rannsakað náttúrufar eystra og safnað margvíslegu efni til bókarinnar. Í formála segir Helgi: „Innan fárra ára verða afdrifarík tímamót í sögu Lagarfljóts þegar öllu jökulvatni Jökulsár á Dal verður beint um jarðgöng til virkjunar í Fljótsdal og þaðan í fljótið. Eftir það verður Lagarfljót allt annað vatnsfall en það er nú.” Lokaorð formálans eru: „Við ritun þessarar bókar hefur mér stundum fundist að ég væri að skrifa eftirmæli um látinn vin.”Spárnar orðnar að veruleika Í bók Helga er gerð grein fyrir þeim hörðu átökum sem árum saman stóðu um Kárahnjúkavirkjun í sérstökum kafla. Þar eru reifuð áhrif virkjunarinnar á vatnakerfi Lagarfljóts m.a. byggð á mati Landsvirkjunar á umhverfisáhrifum. Matið sýndi fram á að litur fljótsins yrði dekkri og því myndi draga úr silungsveiði. Þar kom einnig fram að hækkuð grunnvatnsstaða myndi valda breytingum á ræktuðu landi, einkum í Fljótsdal. Í matinu er engu spáð um áhrif á fuglalíf en Helgi leggur áherslu á samhengið í lífríkinu. „Jurtalíf á grunnum mun að líkindum eyðast, einnig mun botndýralíf rýrna verulega og þar með fæða fiska og fugla.“ Þessar spár eru nú orðnar að veruleika fáum árum eftir að Kárahnjúkavirkjun var gangsett.Lífríki Lagarfljóts fórnað Í Fréttablaðinu 12. mars má lesa í forsíðufrétt: „Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um úttekt á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á fljótið.“ Fréttablaðið hefur einnig fjallað um mikið landbrot. Fram kom í viðtali við formann bæjarráðs að hann væri í „sjokki“ yfir niðurstöðum úttektarinnar. Samt hefur ekkert gerst annað en það að spár hafa gengið eftir. Héraðsbúar og aðrir Íslendingar standa nú frammi fyrir afleiðingum pólitískra ákvarðana sem teknar voru fyrir um áratug. Mat á umhverfisáhrifum lá fyrir og því verður að telja að stjórnmálamenn hafi tekið „upplýsta ákvörðun“ ákaft studdir af hluta Austfirðinga. Lífríki Lagarfljóts var fórnað fyrir álver í Reyðarfirði. Enn verðum við að vona að stökkbreytt Lagarfljót hafi ekki jafn víðtæk áhrif á búsetuskilyrði manna og fiska og fugla á Fljótsdalshéraði.Hvellur Í Bíói Paradís hefur heimildarmyndin Hvellur eftir Grím Hákonarson verið sýnd um margra vikna skeið. Myndin lýsir harðri en sigursælli baráttu þingeyskra bænda gegn stækkun Laxárvirkjunar. Þar var um mikilvægt lífríki Mývatns að tefla. Einn bændanna, sem tóku þátt í því að sprengja stífluna efst í Laxá, segir í myndinni að sigur Þingeyinga í Laxárdeilunni hafi byggst á samstöðu heimamanna. Sú samstaða var ekki fyrir hendi á Austurlandi. Austfirðingar eiga þó fjársjóð fólginn í „eftirmælum“ Helga Hallgrímssonar um fljótið sem áður var.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun