Lagarfljót. In memoriam Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 16. mars 2013 06:00 Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands, eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing á Egilsstöðum, er stórbrotið verk sem kom út haustið 2005, ári eftir að framkvæmdir hófust við byggingu álvers í Reyðarfirði. Álverið skyldi knúið orku frá Kárahnjúkavirkjun eins og alþjóð veit. Valgerður Sverrisdóttir var þá iðnaðarráðherra. Flokkssystir hennar, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, hafði skömmu fyrir jól 2001 snúið við úrskurði Skipulagsstofnunar sem lagðist gegn virkjuninni af umhverfisástæðum. Með úrskurði umhverfisráðherra var rutt úr vegi síðustu lagahindruninni sem hamlað gat virkjunarframkvæmdum. Náttúruverndarsinnar reyndu þó enn að andæfa, þeirra á meðal Helgi Hallgrímsson. Hann hafði árum saman rannsakað náttúrufar eystra og safnað margvíslegu efni til bókarinnar. Í formála segir Helgi: „Innan fárra ára verða afdrifarík tímamót í sögu Lagarfljóts þegar öllu jökulvatni Jökulsár á Dal verður beint um jarðgöng til virkjunar í Fljótsdal og þaðan í fljótið. Eftir það verður Lagarfljót allt annað vatnsfall en það er nú.” Lokaorð formálans eru: „Við ritun þessarar bókar hefur mér stundum fundist að ég væri að skrifa eftirmæli um látinn vin.”Spárnar orðnar að veruleika Í bók Helga er gerð grein fyrir þeim hörðu átökum sem árum saman stóðu um Kárahnjúkavirkjun í sérstökum kafla. Þar eru reifuð áhrif virkjunarinnar á vatnakerfi Lagarfljóts m.a. byggð á mati Landsvirkjunar á umhverfisáhrifum. Matið sýndi fram á að litur fljótsins yrði dekkri og því myndi draga úr silungsveiði. Þar kom einnig fram að hækkuð grunnvatnsstaða myndi valda breytingum á ræktuðu landi, einkum í Fljótsdal. Í matinu er engu spáð um áhrif á fuglalíf en Helgi leggur áherslu á samhengið í lífríkinu. „Jurtalíf á grunnum mun að líkindum eyðast, einnig mun botndýralíf rýrna verulega og þar með fæða fiska og fugla.“ Þessar spár eru nú orðnar að veruleika fáum árum eftir að Kárahnjúkavirkjun var gangsett.Lífríki Lagarfljóts fórnað Í Fréttablaðinu 12. mars má lesa í forsíðufrétt: „Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um úttekt á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á fljótið.“ Fréttablaðið hefur einnig fjallað um mikið landbrot. Fram kom í viðtali við formann bæjarráðs að hann væri í „sjokki“ yfir niðurstöðum úttektarinnar. Samt hefur ekkert gerst annað en það að spár hafa gengið eftir. Héraðsbúar og aðrir Íslendingar standa nú frammi fyrir afleiðingum pólitískra ákvarðana sem teknar voru fyrir um áratug. Mat á umhverfisáhrifum lá fyrir og því verður að telja að stjórnmálamenn hafi tekið „upplýsta ákvörðun“ ákaft studdir af hluta Austfirðinga. Lífríki Lagarfljóts var fórnað fyrir álver í Reyðarfirði. Enn verðum við að vona að stökkbreytt Lagarfljót hafi ekki jafn víðtæk áhrif á búsetuskilyrði manna og fiska og fugla á Fljótsdalshéraði.Hvellur Í Bíói Paradís hefur heimildarmyndin Hvellur eftir Grím Hákonarson verið sýnd um margra vikna skeið. Myndin lýsir harðri en sigursælli baráttu þingeyskra bænda gegn stækkun Laxárvirkjunar. Þar var um mikilvægt lífríki Mývatns að tefla. Einn bændanna, sem tóku þátt í því að sprengja stífluna efst í Laxá, segir í myndinni að sigur Þingeyinga í Laxárdeilunni hafi byggst á samstöðu heimamanna. Sú samstaða var ekki fyrir hendi á Austurlandi. Austfirðingar eiga þó fjársjóð fólginn í „eftirmælum“ Helga Hallgrímssonar um fljótið sem áður var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands, eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing á Egilsstöðum, er stórbrotið verk sem kom út haustið 2005, ári eftir að framkvæmdir hófust við byggingu álvers í Reyðarfirði. Álverið skyldi knúið orku frá Kárahnjúkavirkjun eins og alþjóð veit. Valgerður Sverrisdóttir var þá iðnaðarráðherra. Flokkssystir hennar, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, hafði skömmu fyrir jól 2001 snúið við úrskurði Skipulagsstofnunar sem lagðist gegn virkjuninni af umhverfisástæðum. Með úrskurði umhverfisráðherra var rutt úr vegi síðustu lagahindruninni sem hamlað gat virkjunarframkvæmdum. Náttúruverndarsinnar reyndu þó enn að andæfa, þeirra á meðal Helgi Hallgrímsson. Hann hafði árum saman rannsakað náttúrufar eystra og safnað margvíslegu efni til bókarinnar. Í formála segir Helgi: „Innan fárra ára verða afdrifarík tímamót í sögu Lagarfljóts þegar öllu jökulvatni Jökulsár á Dal verður beint um jarðgöng til virkjunar í Fljótsdal og þaðan í fljótið. Eftir það verður Lagarfljót allt annað vatnsfall en það er nú.” Lokaorð formálans eru: „Við ritun þessarar bókar hefur mér stundum fundist að ég væri að skrifa eftirmæli um látinn vin.”Spárnar orðnar að veruleika Í bók Helga er gerð grein fyrir þeim hörðu átökum sem árum saman stóðu um Kárahnjúkavirkjun í sérstökum kafla. Þar eru reifuð áhrif virkjunarinnar á vatnakerfi Lagarfljóts m.a. byggð á mati Landsvirkjunar á umhverfisáhrifum. Matið sýndi fram á að litur fljótsins yrði dekkri og því myndi draga úr silungsveiði. Þar kom einnig fram að hækkuð grunnvatnsstaða myndi valda breytingum á ræktuðu landi, einkum í Fljótsdal. Í matinu er engu spáð um áhrif á fuglalíf en Helgi leggur áherslu á samhengið í lífríkinu. „Jurtalíf á grunnum mun að líkindum eyðast, einnig mun botndýralíf rýrna verulega og þar með fæða fiska og fugla.“ Þessar spár eru nú orðnar að veruleika fáum árum eftir að Kárahnjúkavirkjun var gangsett.Lífríki Lagarfljóts fórnað Í Fréttablaðinu 12. mars má lesa í forsíðufrétt: „Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um úttekt á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á fljótið.“ Fréttablaðið hefur einnig fjallað um mikið landbrot. Fram kom í viðtali við formann bæjarráðs að hann væri í „sjokki“ yfir niðurstöðum úttektarinnar. Samt hefur ekkert gerst annað en það að spár hafa gengið eftir. Héraðsbúar og aðrir Íslendingar standa nú frammi fyrir afleiðingum pólitískra ákvarðana sem teknar voru fyrir um áratug. Mat á umhverfisáhrifum lá fyrir og því verður að telja að stjórnmálamenn hafi tekið „upplýsta ákvörðun“ ákaft studdir af hluta Austfirðinga. Lífríki Lagarfljóts var fórnað fyrir álver í Reyðarfirði. Enn verðum við að vona að stökkbreytt Lagarfljót hafi ekki jafn víðtæk áhrif á búsetuskilyrði manna og fiska og fugla á Fljótsdalshéraði.Hvellur Í Bíói Paradís hefur heimildarmyndin Hvellur eftir Grím Hákonarson verið sýnd um margra vikna skeið. Myndin lýsir harðri en sigursælli baráttu þingeyskra bænda gegn stækkun Laxárvirkjunar. Þar var um mikilvægt lífríki Mývatns að tefla. Einn bændanna, sem tóku þátt í því að sprengja stífluna efst í Laxá, segir í myndinni að sigur Þingeyinga í Laxárdeilunni hafi byggst á samstöðu heimamanna. Sú samstaða var ekki fyrir hendi á Austurlandi. Austfirðingar eiga þó fjársjóð fólginn í „eftirmælum“ Helga Hallgrímssonar um fljótið sem áður var.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun