Lög til verndar náttúru Íslands Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Í gær birtist grein eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur um frumvarp til náttúruverndarlaga. Hún segir að ýmsu beri að fagna í frumvarpinu en nefnir að í því séu gloppur sem þurfi að staldra við. Segir hún mikilvægt að hlusta eftir röddum þeirra sem kunnugastir eru málum. Það er rétt enda hefur fjöldi sérfræðinga verið kallaður til svo að skýr grunnur sé lagður að löggjöfinni og markmiðum hennar. Þá er rétt að samráð bætir stefnumótun stjórnvalda umtalsvert. Sú er raunin hér en undirbúningur að framlagningu frumvarpsins hófst haustið 2009. Hafist var við gerð yfirgripsmikillar Hvítbókar sem var megingrundvöllur umræðu á umhverfisþingi 2011. Þar áttu fjölmargir hagsmunaaðilar aðkomu og komu sjónarmiðum sínum á framfæri. Að auki fylgdi Hvítbókinni víðtækt samráð, fundahöld um land allt og umsagnarferli á ólíkum stigum, áður en að eiginlegri frumvarpssmíð kom. Að baki er því mikil og vönduð vinna og meira samráð en tíðkast við gerð frumvarpa. Það hefur valdið vonbrigðum að ýmsir hafa fjallað um frumvarpið með því að halda fram rangfærslum og upphrópunum. Sem betur fer gildir þó að þar fer yfirleitt fólk sem ann náttúrunni og skilur að um hana verða að gilda skýrar reglur svo ekki verði gengið á gæði hennar. Í umræddri grein er vikið að hagsmunum hreyfihamlaðra, sem ekki geta ferðast um nema á vélknúnu ökutæki. Aðgengi fatlaðra að náttúrunni verður beinlínis aukið verði frumvarpið að lögum, þar sem gert er ráð fyrir að vegna sérstakra aðstæðna megi veita einstaklingum undanþágur frá banni við akstri utan vega. Þessu dæmi er því miður snúið á haus í grein Lailu. Áhrif ferðamáta eru mismunandi og því gilda ólík sjónarmið eftir því hvernig ferðast er. Það gefur augaleið að ekki er hægt að aka um Þjórsárver eða önnur slík viðkvæm svæði þótt þar sé unnt að fara gangandi. Röksemdir um jafnræði eiga ekki alltaf við þegar ferðamátar eru bornir saman. Meginmarkmiðið með frumvarpinu er náttúruvernd. Því næst að fólk geti notið náttúrunnar – án þess að á hana sé gengið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Í gær birtist grein eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur um frumvarp til náttúruverndarlaga. Hún segir að ýmsu beri að fagna í frumvarpinu en nefnir að í því séu gloppur sem þurfi að staldra við. Segir hún mikilvægt að hlusta eftir röddum þeirra sem kunnugastir eru málum. Það er rétt enda hefur fjöldi sérfræðinga verið kallaður til svo að skýr grunnur sé lagður að löggjöfinni og markmiðum hennar. Þá er rétt að samráð bætir stefnumótun stjórnvalda umtalsvert. Sú er raunin hér en undirbúningur að framlagningu frumvarpsins hófst haustið 2009. Hafist var við gerð yfirgripsmikillar Hvítbókar sem var megingrundvöllur umræðu á umhverfisþingi 2011. Þar áttu fjölmargir hagsmunaaðilar aðkomu og komu sjónarmiðum sínum á framfæri. Að auki fylgdi Hvítbókinni víðtækt samráð, fundahöld um land allt og umsagnarferli á ólíkum stigum, áður en að eiginlegri frumvarpssmíð kom. Að baki er því mikil og vönduð vinna og meira samráð en tíðkast við gerð frumvarpa. Það hefur valdið vonbrigðum að ýmsir hafa fjallað um frumvarpið með því að halda fram rangfærslum og upphrópunum. Sem betur fer gildir þó að þar fer yfirleitt fólk sem ann náttúrunni og skilur að um hana verða að gilda skýrar reglur svo ekki verði gengið á gæði hennar. Í umræddri grein er vikið að hagsmunum hreyfihamlaðra, sem ekki geta ferðast um nema á vélknúnu ökutæki. Aðgengi fatlaðra að náttúrunni verður beinlínis aukið verði frumvarpið að lögum, þar sem gert er ráð fyrir að vegna sérstakra aðstæðna megi veita einstaklingum undanþágur frá banni við akstri utan vega. Þessu dæmi er því miður snúið á haus í grein Lailu. Áhrif ferðamáta eru mismunandi og því gilda ólík sjónarmið eftir því hvernig ferðast er. Það gefur augaleið að ekki er hægt að aka um Þjórsárver eða önnur slík viðkvæm svæði þótt þar sé unnt að fara gangandi. Röksemdir um jafnræði eiga ekki alltaf við þegar ferðamátar eru bornir saman. Meginmarkmiðið með frumvarpinu er náttúruvernd. Því næst að fólk geti notið náttúrunnar – án þess að á hana sé gengið.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun