Rótarmeinið mikla Árni Páll Árnason skrifar 26. janúar 2013 06:00 Ísland hefur náð miklum árangri undanfarin ár en við vitum líka að enn er margt óunnið. Horfum til þess vanda sem bíður: Kaupmáttar, skuldastöðu, stöðu lífeyrisþega sem geta ekki aukið tekjur sínar með því að bæta við sig vinnu, húsnæðislausna ungs fólks og þeirrar lykilspurningar af hverju sjálfbær hagvöxtur og fjárfesting lætur á sér standa. Það merkilega er að ein og sama orsökin bakar allan þennan vanda og kemur í veg fyrir úrlausn hans. Það er eitt og sama rótarmeinið: Hið úrsérgengna hagkerfi krónunnar.Gengisfelling er arðrán Gengisfallið árið 2008 rýrði kjör okkar og færði skuldastöðuna í hæðir sem við höfðum aldrei gert ráð fyrir. Gengisfallið var vissulega á sinn hátt aðferð til að ná fram efnahagslegum viðsnúningi sem við höfum síðan notið en það gerði bara eitt: Það lækkaði í einni svipan laun landsmanna. Það er þessi aðferð við efnahagslegan viðsnúning sem forystumenn gömlu kerfisflokkanna – Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og VG – mæra við hvert tækifæri og forsetinn lofsyngur í Davos. Þessi íslenska aðferð byggir ekki á neinni efnahagssnilli. Hún skapar engin verðmæti. Hún felur bara í sér einfalt gamaldags arðrán. Krónan gerir ráðandi öflum kleift að lækka launin okkar án þess að við fáum rönd við reist. Það er nú öll snilldin.Áskrift að skuldavanda Með sama hætti hækkar krónan skuldir okkar. Skuldavandinn er bein og óhjákvæmileg afleiðing krónunnar. Þeir sem ekki vilja skipta um gjaldmiðil eru að biðja um að vera áskrifendur að skuldavanda með reglulegu millibili. Gengisfallið rýrði kjör lífeyrisþega. Þótt núverandi ríkisstjórn hafi staðið vörð um kaupmátt lífeyrisþega og sett hækkun lægstu bóta í forgang hefur hann samt rýrnað. Það er gömul saga og ný að engir tapa meira á verðbólgu og gengissveiflum en lágtekjufólk og lífeyrisþegar. Það virðist torlærð lexía á Íslandi og í öllu falli virðist forysta kerfisflokkanna ónæm fyrir þeim sannindum.Landsbyggðin tapar Með sama hætti valda gengissveiflur og verðbólguskot miklum vanda fyrir atvinnulíf í hinum dreifðu byggðum. Samkeppnisstaða landsbyggðanna er veikari en höfuðborgarsvæðisins og því eiga þær meira undir stöðugu gengi og lágum vöxtum en höfuðborgarsvæðið. Í veltiárum flytjast störfin til höfuðborgarinnar. Spurningin er bara hvort þau stoppi þar eða flytjist alfarið úr landi. Sveiflur kasta fyrirtækjum burt Þekkingarháð atvinnulíf þolir nefnilega ekki heldur umhverfi krónunnar. Hvert er höfuðstarfsemi Össurar og Marels farin nú? Hvar fer vöxtur CCP fram? Hvað tekst okkur lengi að halda í önnur vaxandi þekkingarfyrirtæki eins og Marorku og CreditInfo? Gengissveiflur og hávaxtaumhverfi ryður þessum verðmætu störfum úr landi. Fyrir vikið þvingumst við til að leita sífellt stórkarlalegra skammtímalausna og treysta á einstakar verklegar stórframkvæmdir. Húsnæðismál í ógöngum Við viljum fjölbreyttar húsnæðislausnir. En ungs fólks á Íslandi bíður nú að borga íbúðina sína fjórum sinnum í samanburði það sem bíður ungs fólks í nágrannalöndunum. Og við getum illa útfært rekstrarforsendur fyrir leiguhúsnæði til langs tíma því það er illmögulegt að búa því farveg í umgjörð verðtryggðrar krónu. Þessar ofurklyfjar kjósum við að setja á herðar þess fólks sem getur ráðið búsetu sinni og kosið sér framtíð annars staðar.Hvað er að tala niður krónu? Eftir sitjum við í landi hafta og komumst hægt áfram. Erlend fjárfesting knýr sjálfbæran vöxt á Írlandi, þótt þar sé skuldabyrðin meiri en hér. Ástæðan: Erlendir fjárfestar njóta aðgangs að stóru og stöðugu myntsvæði. Enginn vill fjárfesta í eignum í íslenskum krónum og eiga arðsemi fjárfestingarinnar undir dyntum stjórnvalda, þegar forystumenn gömlu kerfisflokkanna keppast um að mæra möguleikann á að fella gengi krónunnar. Slíkar yfirlýsingar eru loforð um ásetning um upptöku eigna erlendra fjárfesta. Þannig tala þeir stöðugt niður þá krónu sem þeir keppast við að mæra.Ekki val tveggja kosta Í engu öðru þróuðu ríki býr launafólk og verðmætaskapandi fyrirtæki við jafn fullkomna óvissu um verðmæti þess gjaldmiðils sem við fáum greitt í fyrir vinnu okkar og vöru. Þess vegna snýst spurningin um aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru um svo allt annað og meira hér á landi en í nokkru nágrannalandanna. Þau búa við gjaldgengan gjaldmiðil en við ekki. Þar er valið milli tveggja kosta sem báðir hafa kost og löst. Hér er valið um gjaldgengan gjaldmiðil – eða ekki. Rótarmeinið mikla er augljóst. Það mengar og skemmir allt athafnalíf og þjóðlíf, elur á skammtímahugsun og gróðabralli og refsar fólki fyrir sjálfsaga, forsjálni og vinnusemi. Það er þjóðarnauðsyn að uppræta það. Alþjóðleg samkeppni með krónu er eins og að hlaupa 100 metra hlaup á Ólympíuleikum á vaðstígvélum með 20 kílóa lóð á bakinu. Þess vegna flýja fyrirtækin þetta góða land og fólkið ferðbýr sig. Það er sannkallað kraftaverk hverju íslensk þjóð og samkeppnishæf fyrirtæki hafa áorkað með þessar drápsklyfjar. Hugsið ykkur hvað við gætum ef þessari byrði væri létt af okkur og við nytum sama afkomuöryggis og frjálsborið fólk í öðrum Evrópulöndum. Þess vegna verðum við að halda áfram opnum þeim leiðum sem vísað geta út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur náð miklum árangri undanfarin ár en við vitum líka að enn er margt óunnið. Horfum til þess vanda sem bíður: Kaupmáttar, skuldastöðu, stöðu lífeyrisþega sem geta ekki aukið tekjur sínar með því að bæta við sig vinnu, húsnæðislausna ungs fólks og þeirrar lykilspurningar af hverju sjálfbær hagvöxtur og fjárfesting lætur á sér standa. Það merkilega er að ein og sama orsökin bakar allan þennan vanda og kemur í veg fyrir úrlausn hans. Það er eitt og sama rótarmeinið: Hið úrsérgengna hagkerfi krónunnar.Gengisfelling er arðrán Gengisfallið árið 2008 rýrði kjör okkar og færði skuldastöðuna í hæðir sem við höfðum aldrei gert ráð fyrir. Gengisfallið var vissulega á sinn hátt aðferð til að ná fram efnahagslegum viðsnúningi sem við höfum síðan notið en það gerði bara eitt: Það lækkaði í einni svipan laun landsmanna. Það er þessi aðferð við efnahagslegan viðsnúning sem forystumenn gömlu kerfisflokkanna – Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og VG – mæra við hvert tækifæri og forsetinn lofsyngur í Davos. Þessi íslenska aðferð byggir ekki á neinni efnahagssnilli. Hún skapar engin verðmæti. Hún felur bara í sér einfalt gamaldags arðrán. Krónan gerir ráðandi öflum kleift að lækka launin okkar án þess að við fáum rönd við reist. Það er nú öll snilldin.Áskrift að skuldavanda Með sama hætti hækkar krónan skuldir okkar. Skuldavandinn er bein og óhjákvæmileg afleiðing krónunnar. Þeir sem ekki vilja skipta um gjaldmiðil eru að biðja um að vera áskrifendur að skuldavanda með reglulegu millibili. Gengisfallið rýrði kjör lífeyrisþega. Þótt núverandi ríkisstjórn hafi staðið vörð um kaupmátt lífeyrisþega og sett hækkun lægstu bóta í forgang hefur hann samt rýrnað. Það er gömul saga og ný að engir tapa meira á verðbólgu og gengissveiflum en lágtekjufólk og lífeyrisþegar. Það virðist torlærð lexía á Íslandi og í öllu falli virðist forysta kerfisflokkanna ónæm fyrir þeim sannindum.Landsbyggðin tapar Með sama hætti valda gengissveiflur og verðbólguskot miklum vanda fyrir atvinnulíf í hinum dreifðu byggðum. Samkeppnisstaða landsbyggðanna er veikari en höfuðborgarsvæðisins og því eiga þær meira undir stöðugu gengi og lágum vöxtum en höfuðborgarsvæðið. Í veltiárum flytjast störfin til höfuðborgarinnar. Spurningin er bara hvort þau stoppi þar eða flytjist alfarið úr landi. Sveiflur kasta fyrirtækjum burt Þekkingarháð atvinnulíf þolir nefnilega ekki heldur umhverfi krónunnar. Hvert er höfuðstarfsemi Össurar og Marels farin nú? Hvar fer vöxtur CCP fram? Hvað tekst okkur lengi að halda í önnur vaxandi þekkingarfyrirtæki eins og Marorku og CreditInfo? Gengissveiflur og hávaxtaumhverfi ryður þessum verðmætu störfum úr landi. Fyrir vikið þvingumst við til að leita sífellt stórkarlalegra skammtímalausna og treysta á einstakar verklegar stórframkvæmdir. Húsnæðismál í ógöngum Við viljum fjölbreyttar húsnæðislausnir. En ungs fólks á Íslandi bíður nú að borga íbúðina sína fjórum sinnum í samanburði það sem bíður ungs fólks í nágrannalöndunum. Og við getum illa útfært rekstrarforsendur fyrir leiguhúsnæði til langs tíma því það er illmögulegt að búa því farveg í umgjörð verðtryggðrar krónu. Þessar ofurklyfjar kjósum við að setja á herðar þess fólks sem getur ráðið búsetu sinni og kosið sér framtíð annars staðar.Hvað er að tala niður krónu? Eftir sitjum við í landi hafta og komumst hægt áfram. Erlend fjárfesting knýr sjálfbæran vöxt á Írlandi, þótt þar sé skuldabyrðin meiri en hér. Ástæðan: Erlendir fjárfestar njóta aðgangs að stóru og stöðugu myntsvæði. Enginn vill fjárfesta í eignum í íslenskum krónum og eiga arðsemi fjárfestingarinnar undir dyntum stjórnvalda, þegar forystumenn gömlu kerfisflokkanna keppast um að mæra möguleikann á að fella gengi krónunnar. Slíkar yfirlýsingar eru loforð um ásetning um upptöku eigna erlendra fjárfesta. Þannig tala þeir stöðugt niður þá krónu sem þeir keppast við að mæra.Ekki val tveggja kosta Í engu öðru þróuðu ríki býr launafólk og verðmætaskapandi fyrirtæki við jafn fullkomna óvissu um verðmæti þess gjaldmiðils sem við fáum greitt í fyrir vinnu okkar og vöru. Þess vegna snýst spurningin um aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru um svo allt annað og meira hér á landi en í nokkru nágrannalandanna. Þau búa við gjaldgengan gjaldmiðil en við ekki. Þar er valið milli tveggja kosta sem báðir hafa kost og löst. Hér er valið um gjaldgengan gjaldmiðil – eða ekki. Rótarmeinið mikla er augljóst. Það mengar og skemmir allt athafnalíf og þjóðlíf, elur á skammtímahugsun og gróðabralli og refsar fólki fyrir sjálfsaga, forsjálni og vinnusemi. Það er þjóðarnauðsyn að uppræta það. Alþjóðleg samkeppni með krónu er eins og að hlaupa 100 metra hlaup á Ólympíuleikum á vaðstígvélum með 20 kílóa lóð á bakinu. Þess vegna flýja fyrirtækin þetta góða land og fólkið ferðbýr sig. Það er sannkallað kraftaverk hverju íslensk þjóð og samkeppnishæf fyrirtæki hafa áorkað með þessar drápsklyfjar. Hugsið ykkur hvað við gætum ef þessari byrði væri létt af okkur og við nytum sama afkomuöryggis og frjálsborið fólk í öðrum Evrópulöndum. Þess vegna verðum við að halda áfram opnum þeim leiðum sem vísað geta út.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun