Góð næring í stað stærri köku Katrín Jakobsdóttir skrifar 25. janúar 2013 06:00 Eins og ég benti á um daginn leiðir taumlaust sykurát, stóra kaka Sjálfstæðisflokksins, ekki af sér varanleg lífsgæði heldur þvert á móti eru allar líkur á að afleiðingarnar verði offita, næringarskortur, uppþemba, höfuðverkir og fleiri kvillar, smáir og stórir. Á móti því ætlum við vinstrigræn ekki að tefla enn þá stærri köku heldur annars konar sýn, annars konar atvinnustefnu. Af tali fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um atvinnumál að dæma er engu líkara en „ekki“ hafi horfið úr gömlu spakmæli um að setja ekki öll eggin í eina körfu áður en það barst til eyrna þeirra. Setjum öll eggin í eina körfu, segja þeir. Og karfan er aðeins fyrir þá kynslóð sem nú lifir. Íslenska vatnsorkan er ekki fyrir komandi kynslóðir, aðeins fyrir okkur sem nú lifum til að kakan sé nógu stór. Í verki hefur atvinnustefna Sjálfstæðisflokksins snúist um bólur og arðrán á náttúrunni. Íslenska orkan hefur verið seld ódýrt til stóriðju og útvaldir útgerðarmenn hafa fengið að fiska án þess að greiða þjóðinni eðlilegt endurgjald. Á þessu kjörtímabili hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á annað. Hún hefur lagt áherslu á sjálfbæra og arðbæra nýtingu auðlinda í þágu allra. Hún hefur lagt áherslu á nýsköpun, á vísindi og skapandi greinar. Hún hefur viljað dreifa áhættunni og styrkja við lítil og meðalstór fyrirtæki. Hún hefur tekið skýra afstöðu gegn risavöxnu patentlausnunum sem fyrst og fremt hafa þann tilgang að láta stjórnmálamann líta vel út í augum þakklátra kjósenda. Þannig hefur verið horft til framtíðar. Auðvitað hafa liðin ár ekki verið nein gósentíð því að íslenskt hagkerfi var sannarlega illa sett eftir seinasta sykurskammtinn. En núna eru horfurnar miklu betri. Núna eru tækifærin til að halda áfram á sömu braut, halda áfram að gefa smáskammta af vítamínum til sem flestra, í stað þess að leggja alla áherslu á eitt risaverkefni. Halda áfram að styrkja samkeppnissjóði í rannsóknum, halda áfram að efla háskólastigið, halda áfram að bæta menntakerfið, halda áfram að hjálpa atvinnulífinu að hjálpa sér sjálft. Íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag eiga betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Eins og ég benti á um daginn leiðir taumlaust sykurát, stóra kaka Sjálfstæðisflokksins, ekki af sér varanleg lífsgæði heldur þvert á móti eru allar líkur á að afleiðingarnar verði offita, næringarskortur, uppþemba, höfuðverkir og fleiri kvillar, smáir og stórir. Á móti því ætlum við vinstrigræn ekki að tefla enn þá stærri köku heldur annars konar sýn, annars konar atvinnustefnu. Af tali fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um atvinnumál að dæma er engu líkara en „ekki“ hafi horfið úr gömlu spakmæli um að setja ekki öll eggin í eina körfu áður en það barst til eyrna þeirra. Setjum öll eggin í eina körfu, segja þeir. Og karfan er aðeins fyrir þá kynslóð sem nú lifir. Íslenska vatnsorkan er ekki fyrir komandi kynslóðir, aðeins fyrir okkur sem nú lifum til að kakan sé nógu stór. Í verki hefur atvinnustefna Sjálfstæðisflokksins snúist um bólur og arðrán á náttúrunni. Íslenska orkan hefur verið seld ódýrt til stóriðju og útvaldir útgerðarmenn hafa fengið að fiska án þess að greiða þjóðinni eðlilegt endurgjald. Á þessu kjörtímabili hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á annað. Hún hefur lagt áherslu á sjálfbæra og arðbæra nýtingu auðlinda í þágu allra. Hún hefur lagt áherslu á nýsköpun, á vísindi og skapandi greinar. Hún hefur viljað dreifa áhættunni og styrkja við lítil og meðalstór fyrirtæki. Hún hefur tekið skýra afstöðu gegn risavöxnu patentlausnunum sem fyrst og fremt hafa þann tilgang að láta stjórnmálamann líta vel út í augum þakklátra kjósenda. Þannig hefur verið horft til framtíðar. Auðvitað hafa liðin ár ekki verið nein gósentíð því að íslenskt hagkerfi var sannarlega illa sett eftir seinasta sykurskammtinn. En núna eru horfurnar miklu betri. Núna eru tækifærin til að halda áfram á sömu braut, halda áfram að gefa smáskammta af vítamínum til sem flestra, í stað þess að leggja alla áherslu á eitt risaverkefni. Halda áfram að styrkja samkeppnissjóði í rannsóknum, halda áfram að efla háskólastigið, halda áfram að bæta menntakerfið, halda áfram að hjálpa atvinnulífinu að hjálpa sér sjálft. Íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag eiga betra skilið.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun