Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Sigrar í jafnréttismálum Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 22. janúar 2013 07:00 Hugsjónin um jafnrétti kynjanna er einn af hornsteinum ríkisstjórnarinnar. Til að tryggja að jafnréttismálin séu jafnan til umræðu í breiðum hópi ráðherra úr báðum stjórnarflokkunum er starfrækt sérstök ráðherranefnd um jafnrétti kynjanna undir forystu forsætisráðherra. Aldrei áður hefur jafnréttismálum verið gert jafn hátt undir höfði af nokkurri ríkisstjórn hér á landi. Einstök frammistaða Íslands á þessu sviði — og vaxandi árangur ár frá ári — hefur verið staðfestur af fjöldamörgun alþjóðastofnunum. Þeirra þekktust er Alþjóða efnahagsráðið sem hefur skipað Íslandi fjögur ár í röð í efsta sæti í mælingum sínum á jafnrétti í heiminum.Fallnir múrar – brotin glerþök Jafnrétti kynjanna snýst ekki bara um lagabókstaf og formleg réttindi heldur ekki síður um hvort konur eigi jafnan aðgang að völdum og hafi jöfn áhrif á mótun samfélagsins. Þar höfum við þurft að fella múra og rjúfa glerþök. Í fyrsta skipti í Íslandssögunni gerðist það á þessu kjörtímabili að hlutur kynjanna í ráðherraembættum varð jafn og í fyrsta skipti gegna konur embættum fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Með lagabreytingum á árinu 2010 var konum ruddur vegurinn að stórauknum hlut í stjórnum hlutafélaga og lífeyrissjóða með lögum um 40% kynjakvóta sem taka gildi í september á þessu ári. Áhrifa þessarar lagabreytingar er þegar farið að gæta og konum í fararbroddi í atvinnulífinu fer fjölgandi. Núverandi ríkisstjórn er sú fyrsta í sögunni sem nær lögbundnum hlut kynjanna í nefndum og ráðum á vegum stjórnvalda.Launamunur kynjanna Þó dregið hafi úr launamun kynjanna á kjörtímabilinu er þar mikið verk óunnið. Búið er að taka á kynbundnum launamun í öllum ráðuneytum og nýlega var samþykkt ítarleg framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna sem inniheldur enn fleiri róttækar aðgerðir á sviði launajafnréttis. Starfandi er aðgerðahópur á vegum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem samræmir aðgerðir í þeim efnum og vinnur að innleiðingu jafnlaunastaðals sem nú er tilbúinn, en unnið hefur verið að á undanförnum árum.Ný sókn er hafin Með skýrri forgangsröðun ríkisstjórnarinnar var staðinn vörður um almannaþjónustuna og atvinnu kvenna og nú er það efnahagslega svigrúm sem skapast hefur nýtt til nýrrar sóknar m.a. til að hækka aftur fæðingarorlofsgreiðslur, barnabætur og lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Þá hafa styrkveitingar hafist að nýju úr Jafnréttissjóði, sem var tímabundið lagður til hliðar í kjölfar kreppunnar.Gegn kynbundnu ofbeldi Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefur frá fyrsta degi verið á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Unnið hefur verið eftir fyrstu aðgerðaáætlun Íslands gegn mansali, alþjóðlegir samningar gegn mansali og gegn kynferðislegri misnotkun á börnum hafa verið fullgiltir og Evrópuráðssamningur gegn kynbundnu ofbeldi undirritaður af Íslands hálfu. Ákvæði sem heimila brottflutning ofbeldismanna af heimili, hin svokallaða austurríska leið, hafa verið leidd í lög. Kaup á vændi hafa verið gerð refsiverð og nektarstaðir bannaðir. Stutt hefur verið fjárhagslega við aðgerðir grasrótarsamtaka, s.s. stofnun Kristínarhúss og kaup Kvennaathvarfs á stærra húsnæði og á þremur árum verður 114 milljónum króna varið til vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þá eru aðeins fáeinir dagar síðan ríkisstjórnin setti á fót samráðshóp til þess að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þannig vinnast sigrarnir í jafnréttismálum, hver á fætur öðrum, undir forystu okkar jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Hugsjónin um jafnrétti kynjanna er einn af hornsteinum ríkisstjórnarinnar. Til að tryggja að jafnréttismálin séu jafnan til umræðu í breiðum hópi ráðherra úr báðum stjórnarflokkunum er starfrækt sérstök ráðherranefnd um jafnrétti kynjanna undir forystu forsætisráðherra. Aldrei áður hefur jafnréttismálum verið gert jafn hátt undir höfði af nokkurri ríkisstjórn hér á landi. Einstök frammistaða Íslands á þessu sviði — og vaxandi árangur ár frá ári — hefur verið staðfestur af fjöldamörgun alþjóðastofnunum. Þeirra þekktust er Alþjóða efnahagsráðið sem hefur skipað Íslandi fjögur ár í röð í efsta sæti í mælingum sínum á jafnrétti í heiminum.Fallnir múrar – brotin glerþök Jafnrétti kynjanna snýst ekki bara um lagabókstaf og formleg réttindi heldur ekki síður um hvort konur eigi jafnan aðgang að völdum og hafi jöfn áhrif á mótun samfélagsins. Þar höfum við þurft að fella múra og rjúfa glerþök. Í fyrsta skipti í Íslandssögunni gerðist það á þessu kjörtímabili að hlutur kynjanna í ráðherraembættum varð jafn og í fyrsta skipti gegna konur embættum fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Með lagabreytingum á árinu 2010 var konum ruddur vegurinn að stórauknum hlut í stjórnum hlutafélaga og lífeyrissjóða með lögum um 40% kynjakvóta sem taka gildi í september á þessu ári. Áhrifa þessarar lagabreytingar er þegar farið að gæta og konum í fararbroddi í atvinnulífinu fer fjölgandi. Núverandi ríkisstjórn er sú fyrsta í sögunni sem nær lögbundnum hlut kynjanna í nefndum og ráðum á vegum stjórnvalda.Launamunur kynjanna Þó dregið hafi úr launamun kynjanna á kjörtímabilinu er þar mikið verk óunnið. Búið er að taka á kynbundnum launamun í öllum ráðuneytum og nýlega var samþykkt ítarleg framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna sem inniheldur enn fleiri róttækar aðgerðir á sviði launajafnréttis. Starfandi er aðgerðahópur á vegum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem samræmir aðgerðir í þeim efnum og vinnur að innleiðingu jafnlaunastaðals sem nú er tilbúinn, en unnið hefur verið að á undanförnum árum.Ný sókn er hafin Með skýrri forgangsröðun ríkisstjórnarinnar var staðinn vörður um almannaþjónustuna og atvinnu kvenna og nú er það efnahagslega svigrúm sem skapast hefur nýtt til nýrrar sóknar m.a. til að hækka aftur fæðingarorlofsgreiðslur, barnabætur og lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Þá hafa styrkveitingar hafist að nýju úr Jafnréttissjóði, sem var tímabundið lagður til hliðar í kjölfar kreppunnar.Gegn kynbundnu ofbeldi Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefur frá fyrsta degi verið á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Unnið hefur verið eftir fyrstu aðgerðaáætlun Íslands gegn mansali, alþjóðlegir samningar gegn mansali og gegn kynferðislegri misnotkun á börnum hafa verið fullgiltir og Evrópuráðssamningur gegn kynbundnu ofbeldi undirritaður af Íslands hálfu. Ákvæði sem heimila brottflutning ofbeldismanna af heimili, hin svokallaða austurríska leið, hafa verið leidd í lög. Kaup á vændi hafa verið gerð refsiverð og nektarstaðir bannaðir. Stutt hefur verið fjárhagslega við aðgerðir grasrótarsamtaka, s.s. stofnun Kristínarhúss og kaup Kvennaathvarfs á stærra húsnæði og á þremur árum verður 114 milljónum króna varið til vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þá eru aðeins fáeinir dagar síðan ríkisstjórnin setti á fót samráðshóp til þess að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þannig vinnast sigrarnir í jafnréttismálum, hver á fætur öðrum, undir forystu okkar jafnaðarmanna.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun