Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Fram 27-15 | Auðvelt hjá Haukum Róbert Jóhannsson í Strandgötu skrifar 13. desember 2013 11:01 Haukar og Fram mættust í fyrri undanúrslitaleik Deildarbikarkeppni Flugfélags Íslands í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna á skömmum tíma en þau spiluðu nýlega í deildinni þar sem Haukar fóru með sigur af hólmi þrátt fyrir að hafa verið sex mörkum undir í síðari hálfleik. Haukar vildu greinilega ekki elta Framara á nýjan leik og gerðu út um leikinn strax í byrjun síðari hálfleiks. Framan af var leikurinn mjög jafn en staðan var 7-7 þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Haukar hrukku í fimmta gír undir lok fyrri hálfleiks og skoruðu þrjú síðustu mörk hans og bættu um betur með því að skora fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiks. Eftir það var spurningin aldrei um hvort liðið myndi sigra leikinn heldur hversu stór sigurinn yrði, svo sannfærandi var vörn og markvarsla Hauka í kvöld. Giedrius Morkunas átti stórleik í marki Hauka og varði 19 skot en auk þess varði vörnin fjölda skota Framara sem áttu engin svör við sterkum varnarleik efsta liðs deildarinnar. Um miðjan síðari hálfleikinn hvíldi Patrekur Jóhannesson byrjunarlið sitt fyrir átök morgundagsins í úrslitaleik Deildarbikarsins en Framarar eru komnir í langt jólafrí, úr leik í báðum bikarkeppnum með nokkurra daga millibili.Guðlaugur Arnars: Sóknarleikurinn vandamálið Guðlaugur Arnarsson var að vonum daufur í dálkinn að leik loknum en telur sig og sína leikmenn hafa lært eitthvað af leiknum: „Við lærðum það að við þurfum að vera fókuseraðir á þá hluti sem við erum í. Við verðum að halda haus og við verðum að halda einbeitingu,“ sagði Guðlaugur. Fram var vel inni í leiknum allt fram að lokum fyrri hálfleiks þegar Haukar breyttu stöðunni úr 7-7 í 10-7. „Við missum dampinn og þetta féll allt með Haukum, þeir spiluðu sterka vörn og markvörðurinn þeirra var að taka allt og grýta boltanum fram.“ Í kjölfarið fengu haukar fjölmörg hraðaupphlaup sem gerðu út um leikinn. Sóknarleikur Framara virkaði ráðleysislegur á löngum köflum í leiknum og veit Guðlaugur vel af því vandamáli liðsins: „Okkar vandamál í vetur hefur verið sóknarleikurinn og við þurfum bara að halda áfram að vinna í honum. Núna er einn og hálfur mánuður í næsta leik svo við verðum að reyna að nota þann tíma vel. Ungu strákarnir fara reyndar að spila með 2. og 3. flokki en það er bara eins og það er. En ég er ánægður með árangurinn hingað til, við erum búnir að spila okkur hingað í deildarbikarinn og spilamennskan fram að þessu hefur skilað því þannig að við ætlum að byggja við þetta.“Patrekur: Fríið kom sér vel Patrekur Jóhannesson var öllu kátari eftir leik enda gjörsigruðu Haukar lið Fram í kvöld. Það var þolinmæðin sem vann þessa þraut að hans mati: „Við vorum bara yfirvegaðir og þolinmóðir, á móti Fram þarf bara þolinmæði, þeir spila virkilega langar sóknir. Ég var virkilega ánægður með hvað við vorum þolinmóðir allan tímann sóknarlega. Við vorum rólegir í byrjun og náum svo að brjóta þá á bak aftur.“ Haukar hafa verið í leikjafríi frá deildarleiknum magnaða gegn Fram þar sem þeir sneru töpuðum leik sér í hag: „Þeir spiluðu auðvitað í vikunni gegn Aftureldingu í bikarnum á meðan við erum búnir að vera að æfa og það kom sér mjög vel.“ Um miðjan síðari hálfleik skipti Patrekur nánast öllu liðinu af velli og gaf öðrum leikmönnum tækifæri á að spreyta sig: „Jú jú, það er auðvitað mikilvægt, tveir leikir á tveimur dögum en leikmennirnir eru allir í góðu formi þó það sé auðvitað fínt að geta hvílt aðeins.“ Haukar mæta annað hvort nágrönnum sínum í FH eða leikmönnum ÍBV í úrslitum en Patrekur á þó enga óskamótherja í úrslitaleiknum: „Nei, þetta eru svipuð lið að getu, númer tvö og þrjú í deildinni, svoleiðis að það skiptir engu máli. Við erum bara ánægðir með að vera komnir í úrslitaleikinn.“ Olís-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Haukar og Fram mættust í fyrri undanúrslitaleik Deildarbikarkeppni Flugfélags Íslands í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna á skömmum tíma en þau spiluðu nýlega í deildinni þar sem Haukar fóru með sigur af hólmi þrátt fyrir að hafa verið sex mörkum undir í síðari hálfleik. Haukar vildu greinilega ekki elta Framara á nýjan leik og gerðu út um leikinn strax í byrjun síðari hálfleiks. Framan af var leikurinn mjög jafn en staðan var 7-7 þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Haukar hrukku í fimmta gír undir lok fyrri hálfleiks og skoruðu þrjú síðustu mörk hans og bættu um betur með því að skora fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiks. Eftir það var spurningin aldrei um hvort liðið myndi sigra leikinn heldur hversu stór sigurinn yrði, svo sannfærandi var vörn og markvarsla Hauka í kvöld. Giedrius Morkunas átti stórleik í marki Hauka og varði 19 skot en auk þess varði vörnin fjölda skota Framara sem áttu engin svör við sterkum varnarleik efsta liðs deildarinnar. Um miðjan síðari hálfleikinn hvíldi Patrekur Jóhannesson byrjunarlið sitt fyrir átök morgundagsins í úrslitaleik Deildarbikarsins en Framarar eru komnir í langt jólafrí, úr leik í báðum bikarkeppnum með nokkurra daga millibili.Guðlaugur Arnars: Sóknarleikurinn vandamálið Guðlaugur Arnarsson var að vonum daufur í dálkinn að leik loknum en telur sig og sína leikmenn hafa lært eitthvað af leiknum: „Við lærðum það að við þurfum að vera fókuseraðir á þá hluti sem við erum í. Við verðum að halda haus og við verðum að halda einbeitingu,“ sagði Guðlaugur. Fram var vel inni í leiknum allt fram að lokum fyrri hálfleiks þegar Haukar breyttu stöðunni úr 7-7 í 10-7. „Við missum dampinn og þetta féll allt með Haukum, þeir spiluðu sterka vörn og markvörðurinn þeirra var að taka allt og grýta boltanum fram.“ Í kjölfarið fengu haukar fjölmörg hraðaupphlaup sem gerðu út um leikinn. Sóknarleikur Framara virkaði ráðleysislegur á löngum köflum í leiknum og veit Guðlaugur vel af því vandamáli liðsins: „Okkar vandamál í vetur hefur verið sóknarleikurinn og við þurfum bara að halda áfram að vinna í honum. Núna er einn og hálfur mánuður í næsta leik svo við verðum að reyna að nota þann tíma vel. Ungu strákarnir fara reyndar að spila með 2. og 3. flokki en það er bara eins og það er. En ég er ánægður með árangurinn hingað til, við erum búnir að spila okkur hingað í deildarbikarinn og spilamennskan fram að þessu hefur skilað því þannig að við ætlum að byggja við þetta.“Patrekur: Fríið kom sér vel Patrekur Jóhannesson var öllu kátari eftir leik enda gjörsigruðu Haukar lið Fram í kvöld. Það var þolinmæðin sem vann þessa þraut að hans mati: „Við vorum bara yfirvegaðir og þolinmóðir, á móti Fram þarf bara þolinmæði, þeir spila virkilega langar sóknir. Ég var virkilega ánægður með hvað við vorum þolinmóðir allan tímann sóknarlega. Við vorum rólegir í byrjun og náum svo að brjóta þá á bak aftur.“ Haukar hafa verið í leikjafríi frá deildarleiknum magnaða gegn Fram þar sem þeir sneru töpuðum leik sér í hag: „Þeir spiluðu auðvitað í vikunni gegn Aftureldingu í bikarnum á meðan við erum búnir að vera að æfa og það kom sér mjög vel.“ Um miðjan síðari hálfleik skipti Patrekur nánast öllu liðinu af velli og gaf öðrum leikmönnum tækifæri á að spreyta sig: „Jú jú, það er auðvitað mikilvægt, tveir leikir á tveimur dögum en leikmennirnir eru allir í góðu formi þó það sé auðvitað fínt að geta hvílt aðeins.“ Haukar mæta annað hvort nágrönnum sínum í FH eða leikmönnum ÍBV í úrslitum en Patrekur á þó enga óskamótherja í úrslitaleiknum: „Nei, þetta eru svipuð lið að getu, númer tvö og þrjú í deildinni, svoleiðis að það skiptir engu máli. Við erum bara ánægðir með að vera komnir í úrslitaleikinn.“
Olís-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira