UFC staðfesti á Twitter-síðu sinni í nótt að Gunnar hefði helst úr lestinni. Rick Story mun taka sæti hans og berjast við Pyle.
Bardaginn hefði verið stærsta stund Gunnars á ferlinum til þessa. Bardagakappinn hefur unnið ellefu MMA bardaga í röð á ferli sínum og er ósigraður.

Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, sagði í samtali við Vísi við það tilefni að um of gott boð hefði verið til að hafna.
„Það liggur fyrir hvíldin verður ekki enda er ekki það langt í þetta. Gunni hefði kosið smá pásu en þetta er bara rosalega dagskrá, stór staður og mjög athyglisverður andstæðingur," sagði Haraldur í viðtali við Vísi.
Ekki liggur fyrir við hvaða meiðsli Gunnar glímir.
Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.