Fréttir af bardaga Gunnars fljótar að leka út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2013 14:29 Frá vinstri: Jón Viðar Arnþórsson, Haraldur Dean Nelson, Gunnar Nelson og John Kavanagh. „Enn og aftur er Gunnar að fara eitt skref upp því Mike Pyle er þrettándi á heimslistanum og mjög sterkur andstæðingur," segir Haraldur Dean Nelson, umboðsmaður og faðir bardagakappans Gunnars Nelson. Haraldur staðfesti í samtali við Vísi í morgun að munnlegt samkomulag hefði náðst um bardaga Gunnars gegn Mike Pyle á UFC 160-hátíðinni í Las Vegas þann 25. maí. Haraldur segir um mikinn heiður að ræða fyrir son sinn. Um stórt kvöld sé að ræða í Las Vegas þar sem þungavigtarbardagi UFC sé aðalbardagi kvöldsins. Samkomulagið lak strax útHaraldur segist hafa veitt því athygli að fréttir um bardagann hafi birst strax eftir að munnlegt samkomulag náðist í nótt. „Andstæðingurinn (innsk: Mike Pyle) virðist hafa samþykkt að berjast og því hefur þetta lekið út. Við vitum svo sem ekkert hvaða háttinn þeir (forsvarsmenn UFC) hafa á því. Ég sá bara að þetta birtist á mmajunkie.com um leið og ég var búinn að samþykkja þetta og ekki sagði ég þeim það," segir Haraldur kíminn. „UFC twittaði svo fréttinni þeirra sem segir auðvitað helling," bætir Haraldur við. Hvíldin að engu orðinNordicphotos/GettyGunnar vann sigur á Jorge Santiago í UFC-veltivigtabardaga í London fyrir tveimur vikum. Sigurinn fleytti honum upp í 20. sæti heimslistans í veltivigt. Að honum loknum sagði hann að fyrir lægi að hvíla sig vel. „Það liggur fyrir hvíldin verður ekki enda er ekki það langt í þetta. Gunni hefði kosið smá pásu en þetta er bara rosalega dagskrá, stór staður og mjög athyglisverður andstæðingur," segir Haraldur um Mike Pyle sem einnig hefur komið við sögu á hvíta tjaldinu með kempum á borð við Jean-Claude Van Damme og Dolph Lundgren. Pyle er 37 ára gamall Bandaríkjamaður sem hefur unnið sex af síðustu sjö UFC-bardögum sínum. Að sögn mmajunkie hefur hann verið á mikilli siglingu undanfarið. „Gunnar hefur verið að berjast upp fyrir sig og það er það sem maður vill. Hann hefur verið að berjast við miklu stærri nöfn og Mike Pyle er mjög stórt nafn í heimi bardagaíþrótta. John Kavanagh, þjálfari Gunnars, er til dæmis mikill aðdáandi hans," segir Haraldur. „Hann er mjög sterkur, bæði standandi og í gólfinu. John Hathaway, sem er skærasta stjarna Breta í veltivigtinni, hefur tapað einum bardaga á ferlinum og það var gegn Mike Pyle." Launin ekkert fréttaefniNordicphotos/GettyVangaveltur hafa verið uppi um hversu vel Gunnar þéni fyrir að vera á samningi hjá UFC. Haraldur segir samning Gunnars við UFC liggja fyrir, fjölda bardaga og annað í þeim efnum. „Við gerum ekki samning um einstaka bardaga eins og við gerðum áður en við sömdum við UFC. Það gerðum við áður því Gunni vildi aldrei semja við neina af minni keppnunum," segir Haraldur. Hann segir laun Gunnars ekki leyndarmál af þeirra hálfu en þeir geti þó ekki tjáð sig um þau. Það sé hluti af samningnum við UFC. Sambandið birti þó nokkuð reglulega upplýsingar um laun bardagakappanna þótt það hafi ekki verið gert enn í tilfelli Gunnars. „UFC gefur út laun og við höfum ekkert við það að athuga. Þetta eru ekki slíkar upphæðir að þetta séu einhverjar stórfréttir. Við höfum ekkert að fela en getum ekkert sagt." Tengdar fréttir Andstæðingur Gunnars hefur leikið á móti Van Damme og Lundgren Eins og fram kom á Vísi í morgun mun Gunnar Nelson keppa við Bandaríkjamanninn Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. 1. mars 2013 12:15 Gunnar Nelson berst í Las Vegas Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir hinum reynslumikla Mike Pyle í UFC-bardaga í veltivigt í Las Vegas í maí. 1. mars 2013 08:07 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Sjá meira
„Enn og aftur er Gunnar að fara eitt skref upp því Mike Pyle er þrettándi á heimslistanum og mjög sterkur andstæðingur," segir Haraldur Dean Nelson, umboðsmaður og faðir bardagakappans Gunnars Nelson. Haraldur staðfesti í samtali við Vísi í morgun að munnlegt samkomulag hefði náðst um bardaga Gunnars gegn Mike Pyle á UFC 160-hátíðinni í Las Vegas þann 25. maí. Haraldur segir um mikinn heiður að ræða fyrir son sinn. Um stórt kvöld sé að ræða í Las Vegas þar sem þungavigtarbardagi UFC sé aðalbardagi kvöldsins. Samkomulagið lak strax útHaraldur segist hafa veitt því athygli að fréttir um bardagann hafi birst strax eftir að munnlegt samkomulag náðist í nótt. „Andstæðingurinn (innsk: Mike Pyle) virðist hafa samþykkt að berjast og því hefur þetta lekið út. Við vitum svo sem ekkert hvaða háttinn þeir (forsvarsmenn UFC) hafa á því. Ég sá bara að þetta birtist á mmajunkie.com um leið og ég var búinn að samþykkja þetta og ekki sagði ég þeim það," segir Haraldur kíminn. „UFC twittaði svo fréttinni þeirra sem segir auðvitað helling," bætir Haraldur við. Hvíldin að engu orðinNordicphotos/GettyGunnar vann sigur á Jorge Santiago í UFC-veltivigtabardaga í London fyrir tveimur vikum. Sigurinn fleytti honum upp í 20. sæti heimslistans í veltivigt. Að honum loknum sagði hann að fyrir lægi að hvíla sig vel. „Það liggur fyrir hvíldin verður ekki enda er ekki það langt í þetta. Gunni hefði kosið smá pásu en þetta er bara rosalega dagskrá, stór staður og mjög athyglisverður andstæðingur," segir Haraldur um Mike Pyle sem einnig hefur komið við sögu á hvíta tjaldinu með kempum á borð við Jean-Claude Van Damme og Dolph Lundgren. Pyle er 37 ára gamall Bandaríkjamaður sem hefur unnið sex af síðustu sjö UFC-bardögum sínum. Að sögn mmajunkie hefur hann verið á mikilli siglingu undanfarið. „Gunnar hefur verið að berjast upp fyrir sig og það er það sem maður vill. Hann hefur verið að berjast við miklu stærri nöfn og Mike Pyle er mjög stórt nafn í heimi bardagaíþrótta. John Kavanagh, þjálfari Gunnars, er til dæmis mikill aðdáandi hans," segir Haraldur. „Hann er mjög sterkur, bæði standandi og í gólfinu. John Hathaway, sem er skærasta stjarna Breta í veltivigtinni, hefur tapað einum bardaga á ferlinum og það var gegn Mike Pyle." Launin ekkert fréttaefniNordicphotos/GettyVangaveltur hafa verið uppi um hversu vel Gunnar þéni fyrir að vera á samningi hjá UFC. Haraldur segir samning Gunnars við UFC liggja fyrir, fjölda bardaga og annað í þeim efnum. „Við gerum ekki samning um einstaka bardaga eins og við gerðum áður en við sömdum við UFC. Það gerðum við áður því Gunni vildi aldrei semja við neina af minni keppnunum," segir Haraldur. Hann segir laun Gunnars ekki leyndarmál af þeirra hálfu en þeir geti þó ekki tjáð sig um þau. Það sé hluti af samningnum við UFC. Sambandið birti þó nokkuð reglulega upplýsingar um laun bardagakappanna þótt það hafi ekki verið gert enn í tilfelli Gunnars. „UFC gefur út laun og við höfum ekkert við það að athuga. Þetta eru ekki slíkar upphæðir að þetta séu einhverjar stórfréttir. Við höfum ekkert að fela en getum ekkert sagt."
Tengdar fréttir Andstæðingur Gunnars hefur leikið á móti Van Damme og Lundgren Eins og fram kom á Vísi í morgun mun Gunnar Nelson keppa við Bandaríkjamanninn Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. 1. mars 2013 12:15 Gunnar Nelson berst í Las Vegas Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir hinum reynslumikla Mike Pyle í UFC-bardaga í veltivigt í Las Vegas í maí. 1. mars 2013 08:07 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Sjá meira
Andstæðingur Gunnars hefur leikið á móti Van Damme og Lundgren Eins og fram kom á Vísi í morgun mun Gunnar Nelson keppa við Bandaríkjamanninn Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. 1. mars 2013 12:15
Gunnar Nelson berst í Las Vegas Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir hinum reynslumikla Mike Pyle í UFC-bardaga í veltivigt í Las Vegas í maí. 1. mars 2013 08:07