NRA beinir sjónum sínum að börnum Obama Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2013 16:47 Skotvopnasamtök Bandaríkjanna (e. National Rifle Association - NRA) kalla Barack Obama Bandaríkjaforseta hræsnara í nýrri auglýsingu sem birt hefur verið á vefsíðu á vegum samtakanna. Í auglýsingunni gagnrýna samtökin forsetann fyrir að láta öryggisverði fylgja dætrum sínum hvert fótmál á leið sinni í og úr skólanum. Á sama tíma berjist Obama gegn því að vopnaðir öryggisverðir gæti annarra barna í skólunum. Fjölmiðlar vestanhafs benda þó á að öryggisverðir hafi gætt nánustu ættingja forseta landsins frá árinu 1917. „Eru börn forsetans mikilvægari en þín?" segir í upphafi auglýsingarinnar. „Hvers vegna er hann fullur efasemda um að setja vopnaða öryggisverði í grunnskólana þegar hans eigin barna er gætt af vopnuðum vörðum í skólanum?" Reiknað er með því að Obama kynni nýja áætlun um aukið eftirlit með skotvopnum vestanhafs síðar í dag. Mikil umræða hefur verið um skotvopnaeftirlit vestanhafs eftir skotárásina í Sandy Hook grunnskólanum í Newtown í Connecticut á dögunum. 27 létust í árásinni, þar af 20 börn. Auglýsing NRA birtist á vefsíðu þar sem herferð þeirra, „Stand and fight" eða „Stöndum í fæturnar og berjumst", er í brennidepli. Auglýsinguna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Skotvopnasamtök Bandaríkjanna (e. National Rifle Association - NRA) kalla Barack Obama Bandaríkjaforseta hræsnara í nýrri auglýsingu sem birt hefur verið á vefsíðu á vegum samtakanna. Í auglýsingunni gagnrýna samtökin forsetann fyrir að láta öryggisverði fylgja dætrum sínum hvert fótmál á leið sinni í og úr skólanum. Á sama tíma berjist Obama gegn því að vopnaðir öryggisverðir gæti annarra barna í skólunum. Fjölmiðlar vestanhafs benda þó á að öryggisverðir hafi gætt nánustu ættingja forseta landsins frá árinu 1917. „Eru börn forsetans mikilvægari en þín?" segir í upphafi auglýsingarinnar. „Hvers vegna er hann fullur efasemda um að setja vopnaða öryggisverði í grunnskólana þegar hans eigin barna er gætt af vopnuðum vörðum í skólanum?" Reiknað er með því að Obama kynni nýja áætlun um aukið eftirlit með skotvopnum vestanhafs síðar í dag. Mikil umræða hefur verið um skotvopnaeftirlit vestanhafs eftir skotárásina í Sandy Hook grunnskólanum í Newtown í Connecticut á dögunum. 27 létust í árásinni, þar af 20 börn. Auglýsing NRA birtist á vefsíðu þar sem herferð þeirra, „Stand and fight" eða „Stöndum í fæturnar og berjumst", er í brennidepli. Auglýsinguna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira