Jafn aðgangur að miðunum Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson og Þórhildur Hagalín skrifar 22. desember 2012 06:00 Samvinna Evrópusambandsríkja á sviði sjávarútvegs á rætur sínar að rekja til þess að í Rómarsáttmálanum voru afurðir fiskveiða skilgreindar sem landbúnaðarvörur og féllu þar með undir landbúnaðarstefnu sambandsins. Samstarfið fór hægt af stað en þróaðist á nokkrum áratugum í sameiginlega sjávarútvegsstefnu, óháða landbúnaðarstefnunni. Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB, í því formi sem hún er starfrækt í dag, gekk í gildi árið 1983 og hefur verið endurskoðuð á tíu ára fresti síðan. Markmið sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar hafa frá upphafi verið þau sömu og landbúnaðarstefnunnar, það er að: l auka framleiðni í sjávarútvegi, l tryggja viðunandi lífskjör í sjávarútvegi, l stuðla að jafnvægi á mörkuðum, l tryggja stöðugt framboð á vörum og l tryggja neytendum sanngjarnt verð. Í kjölfar endurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar árið 2002 voru tekin upp viðbótarmarkmið um sjálfbærni í sjávarútvegi, bæði efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg, sem og verndun fiskistofna og lífríkis sjávar. Sameiginlega sjávarútvegsstefnan byggist í meginatriðum á fjórum grundvallarþáttum: l fiskveiðistjórnun og verndun fiskistofna, l sameiginlegu markaðsskipulagi með frjálsum markaði fyrir fiskafurðir, l sameiginlegri uppbyggingarstefnu með hjálp sjávarútvegssjóðs Evrópu og l samningum við þriðju ríki. Umtalsverðar takmarkanir Í stefnunni felast einnig aðgerðir sem lúta að umhverfisáhrifum af fiskveiðum, flotastjórnun, aðgengi að hafsvæðum og höfnum, eftirliti og reglufylgni og fiskeldi. Undirstaða sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar er meginreglan um jafnan aðgang. Samkvæmt henni hafa öll aðildarríki ESB rétt til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 sjómílna. Aðgangurinn er þó ekki ótakmarkaður því reglur sambandsins um ákvörðun hámarksafla og úthlutun aflaheimilda til aðildarríkjanna fela í sér umtalsverðar takmarkanir á reglunni um jafnan aðgang þar sem fiskiskipum er einungis heimilt að veiða á þeim svæðum og úr þeim stofnum sem aflaheimildir þeirra eru bundnar við. Ákvarðanir um hámarksafla byggjast á tillögum framkvæmdastjórnar ESB og eru unnar í samráði við vísindamenn. Landbúnaðar- og sjávarútvegsráð ESB skiptir leyfilegum hámarksafla milli aðildarríkjanna, með hliðsjón af sögulegri veiðireynslu þeirra, samkvæmt meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar. Aðildarríkin hafa síðan sjálf umsjón með skiptingu aflaheimilda sinna milli innlendra útgerða, í samræmi við eigin löggjöf. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009 fékk Evrópuþingið í fyrsta sinn aðkomu að setningu afleiddrar löggjafar á sviði sjávarútvegsmála. Ákvarðanir um árlegan hámarksafla og úthlutun veiðiheimilda eru þó eftir sem áður teknar án aðkomu Evrópuþingsins og þurfa aukinn meirihluta atkvæða í landbúnaðar- og sjávarútvegsráði ESB til að hljóta samþykki. Helsta gagnrýnin á sjávarútvegsstefnu ESB hefur í gegnum tíðina snúið að ofveiði, brottkasti, slöku eftirliti, kvótahoppi og ófullnægjandi viðurlögum við brotum. Unnið hefur verið að því að bæta úr þessum þáttum við hverja endurskoðun stefnunnar en það hefur tekist misvel. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar frá árinu 2009 voru skilgreindir fimm kerfislægir annmarkar sjávarútvegsstefnunnar: of mikil sóknargeta skipaflota aðildarríkjanna, ónákvæm markmið, skammsýni, of lítil ábyrgð á herðum sjávarútvegsiðnaðarins og skortur á pólitískum vilja til að tryggja reglufylgni. Þessir þættir liggja til grundvallar þriðju endurskoðun stefnunnar sem stendur yfir um þessar mundir en til stendur að ljúka henni fyrir lok þessa árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Samvinna Evrópusambandsríkja á sviði sjávarútvegs á rætur sínar að rekja til þess að í Rómarsáttmálanum voru afurðir fiskveiða skilgreindar sem landbúnaðarvörur og féllu þar með undir landbúnaðarstefnu sambandsins. Samstarfið fór hægt af stað en þróaðist á nokkrum áratugum í sameiginlega sjávarútvegsstefnu, óháða landbúnaðarstefnunni. Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB, í því formi sem hún er starfrækt í dag, gekk í gildi árið 1983 og hefur verið endurskoðuð á tíu ára fresti síðan. Markmið sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar hafa frá upphafi verið þau sömu og landbúnaðarstefnunnar, það er að: l auka framleiðni í sjávarútvegi, l tryggja viðunandi lífskjör í sjávarútvegi, l stuðla að jafnvægi á mörkuðum, l tryggja stöðugt framboð á vörum og l tryggja neytendum sanngjarnt verð. Í kjölfar endurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar árið 2002 voru tekin upp viðbótarmarkmið um sjálfbærni í sjávarútvegi, bæði efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg, sem og verndun fiskistofna og lífríkis sjávar. Sameiginlega sjávarútvegsstefnan byggist í meginatriðum á fjórum grundvallarþáttum: l fiskveiðistjórnun og verndun fiskistofna, l sameiginlegu markaðsskipulagi með frjálsum markaði fyrir fiskafurðir, l sameiginlegri uppbyggingarstefnu með hjálp sjávarútvegssjóðs Evrópu og l samningum við þriðju ríki. Umtalsverðar takmarkanir Í stefnunni felast einnig aðgerðir sem lúta að umhverfisáhrifum af fiskveiðum, flotastjórnun, aðgengi að hafsvæðum og höfnum, eftirliti og reglufylgni og fiskeldi. Undirstaða sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar er meginreglan um jafnan aðgang. Samkvæmt henni hafa öll aðildarríki ESB rétt til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 sjómílna. Aðgangurinn er þó ekki ótakmarkaður því reglur sambandsins um ákvörðun hámarksafla og úthlutun aflaheimilda til aðildarríkjanna fela í sér umtalsverðar takmarkanir á reglunni um jafnan aðgang þar sem fiskiskipum er einungis heimilt að veiða á þeim svæðum og úr þeim stofnum sem aflaheimildir þeirra eru bundnar við. Ákvarðanir um hámarksafla byggjast á tillögum framkvæmdastjórnar ESB og eru unnar í samráði við vísindamenn. Landbúnaðar- og sjávarútvegsráð ESB skiptir leyfilegum hámarksafla milli aðildarríkjanna, með hliðsjón af sögulegri veiðireynslu þeirra, samkvæmt meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar. Aðildarríkin hafa síðan sjálf umsjón með skiptingu aflaheimilda sinna milli innlendra útgerða, í samræmi við eigin löggjöf. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009 fékk Evrópuþingið í fyrsta sinn aðkomu að setningu afleiddrar löggjafar á sviði sjávarútvegsmála. Ákvarðanir um árlegan hámarksafla og úthlutun veiðiheimilda eru þó eftir sem áður teknar án aðkomu Evrópuþingsins og þurfa aukinn meirihluta atkvæða í landbúnaðar- og sjávarútvegsráði ESB til að hljóta samþykki. Helsta gagnrýnin á sjávarútvegsstefnu ESB hefur í gegnum tíðina snúið að ofveiði, brottkasti, slöku eftirliti, kvótahoppi og ófullnægjandi viðurlögum við brotum. Unnið hefur verið að því að bæta úr þessum þáttum við hverja endurskoðun stefnunnar en það hefur tekist misvel. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar frá árinu 2009 voru skilgreindir fimm kerfislægir annmarkar sjávarútvegsstefnunnar: of mikil sóknargeta skipaflota aðildarríkjanna, ónákvæm markmið, skammsýni, of lítil ábyrgð á herðum sjávarútvegsiðnaðarins og skortur á pólitískum vilja til að tryggja reglufylgni. Þessir þættir liggja til grundvallar þriðju endurskoðun stefnunnar sem stendur yfir um þessar mundir en til stendur að ljúka henni fyrir lok þessa árs.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun