Að dæma fólk í örbirgð Guðmundur Magnússon og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 21. desember 2012 06:00 Mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, er fyrir lífeyrisþega og annað lágtekjufólk að láta enda ná saman. Á þetta einkanlega við um þá sem hafa engar eða litlar aðrar tekjur en greiðslur úr almannatryggingakerfinu og félagslega aðstoð. Tekjuskerðingar eru mjög miklar og þá sérstaklega hjá tekjulægsta hópnum. Við þeirri spurningu hvernig fólk á að geta framfleytt sér á ráðstöfunartekjum á bilinu 156-173 þúsundum króna á mánuði fást engin svör. Þá eru ónefndir þeir sem vegna búsetu erlendis fá enn lægri greiðslur. Mikilvægt er að hafa það í huga að örorkugreiðslur eru yfirleitt framfærsla til lengri tíma fyrir fólk sem oft á tíðum ber mikinn kostnað vegna fötlunar sinnar og veikinda. Almennt er talið að öryrkjar þurfi 15-30% hærri tekjur en aðrir til að njóta sömu lífskjara, þar sem heilbrigðiskostnaður er meiri hjá þeim og einnig kostnaður vegna kaupa á margvíslegri þjónustu. Þróunin síðustu ár Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir miklum tekjuskerðingum síðustu ár og hafa bætur ekki hækkað í samræmi við lög um almannatryggingar, eins og Öryrkjabandalag Íslands hefur margoft bent á. Að auki hafa lífeyrisgreiðslur almennt hvorki fylgt verðlagi né hækkun lágmarkstekjutryggingar í dagvinnu (lægstu taxtar), samanber kjarasamninga milli ASÍ og SA frá maí 2011. Eina undantekningin frá þessari þróun er hækkunin í júní 2011, en þá hækkuðu lífeyrisgreiðslur almannatrygginga á sama hátt og lágmarkstekjutrygging í dagvinnu. Sú hækkun náði þó ekki að leiðrétta skerðingar fyrri ára. Önnur ár voru greiðslur almannatrygginga annaðhvort frystar eða hækkuðu minna en verðlag og/eða launaþróun. Með síðasta útspili, 3,9% hækkun fyrir árið 2013, er þessi þróun enn fest í sessi. Þess má einnig geta að desemberuppbót lífeyrisþega er mun lægri en desemberuppbót launþega. Aftur úr lægstu launatöxtum Ef við skoðum fyrst samanburð við hækkun lágmarkstaxta, þá hækkuðu þeir um 11.000 kr. í febrúar 2012 og munu hækka aftur um sömu krónutölu í febrúar 2013. Á árinu 2012 hækkuðu greiðslur almannatrygginga á bilinu 5.700-6.700 kr. Hækkanirnar í krónutölum eru svipaðar fyrir árið 2013. Árið 2012 fengu bætur til lífeyrisþega sömu prósentuhækkun (3,5%) og samið var um fyrir almennar hækkanir kjarasamninga. Hvað er hliðstætt við að hækka greiðslur til lífeyrisþega um rúmlega 5.000 – 6.000 kr. og meðaltekjur (400.000 kr.) um 14.000 kr.? Af tölunum má sjá að hér er engan veginn um hliðstæða hækkun að ræða, þrátt fyrir tilburði ráðherra til túlkunar í þá veru. Jafnframt er ljóst að verðbólga fyrir árið 2012 er hærri en 3,9%. Verðbólga hefur verið á uppleið síðustu mánuði og sem dæmi má geta þess að á síðustu þremur mánuðum (september – nóvember) var hún 5,6%. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hið opinbera hækki álögur/gjöld um 4,6% í takt við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins og til að fjárhæðirnar haldi raungildi sínu. Bætur lífeyrisþega halda ekki raungildi með 3,9% hækkun. Samanburður við verðlagsþróun Hækkun um 3,9% í janúar 2013 bætir ekki kjör lífeyrisþega, kjör sem hafa versnað mikið síðustu ár. Líklega dylst engum að verðlag, m.a. á ýmsum nauðsynjum, hefur hækkað mikið síðustu ár. Verðbólgan á árinu 2008 var til að mynda 18,6%. Við samanburð á hækkun bóta almannatrygginga og vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag sést að vísitala neysluverðs hefur hækkað um 42,5% á tímabilinu á meðan bætur almannatrygginga hækkuðu einungis um 27,5%. Hækkun bóta á tímabilinu heldur því engan veginn í við verðlagsþróun. Áskorun til stjórnvalda Mikilvægt er að almannatryggingakerfið geri fólki kleift að lifa með reisn en sé ekki dæmt í ævilanga örbirgð. Brýnt er að draga úr tekjutengingum og hækka frítekjumörk og tekjuviðmið til að koma í veg fyrir að fólk festist í fátæktargildru. Miklar tekjutengingar draga úr sjálfsbjargarviðleitni fólks til að lifa sjálfstæðu lífi, stunda atvinnu, byggja upp varasjóð og stofna fjölskyldu. ÖBÍ hefur margsinnis skorað á stjórnvöld að virða rétt allra til mannsæmandi lífeyris og hverfa frá þeim innbyggðu fátæktargildrum sem eru í núverandi kerfi. Þá er krafa bandalagsins að stjórnvöld dragi til baka þær skerðingar sem gerðar voru á kjörum öryrkja í kjölfar efnahagshrunsins. Ekkert um okkur án okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, er fyrir lífeyrisþega og annað lágtekjufólk að láta enda ná saman. Á þetta einkanlega við um þá sem hafa engar eða litlar aðrar tekjur en greiðslur úr almannatryggingakerfinu og félagslega aðstoð. Tekjuskerðingar eru mjög miklar og þá sérstaklega hjá tekjulægsta hópnum. Við þeirri spurningu hvernig fólk á að geta framfleytt sér á ráðstöfunartekjum á bilinu 156-173 þúsundum króna á mánuði fást engin svör. Þá eru ónefndir þeir sem vegna búsetu erlendis fá enn lægri greiðslur. Mikilvægt er að hafa það í huga að örorkugreiðslur eru yfirleitt framfærsla til lengri tíma fyrir fólk sem oft á tíðum ber mikinn kostnað vegna fötlunar sinnar og veikinda. Almennt er talið að öryrkjar þurfi 15-30% hærri tekjur en aðrir til að njóta sömu lífskjara, þar sem heilbrigðiskostnaður er meiri hjá þeim og einnig kostnaður vegna kaupa á margvíslegri þjónustu. Þróunin síðustu ár Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir miklum tekjuskerðingum síðustu ár og hafa bætur ekki hækkað í samræmi við lög um almannatryggingar, eins og Öryrkjabandalag Íslands hefur margoft bent á. Að auki hafa lífeyrisgreiðslur almennt hvorki fylgt verðlagi né hækkun lágmarkstekjutryggingar í dagvinnu (lægstu taxtar), samanber kjarasamninga milli ASÍ og SA frá maí 2011. Eina undantekningin frá þessari þróun er hækkunin í júní 2011, en þá hækkuðu lífeyrisgreiðslur almannatrygginga á sama hátt og lágmarkstekjutrygging í dagvinnu. Sú hækkun náði þó ekki að leiðrétta skerðingar fyrri ára. Önnur ár voru greiðslur almannatrygginga annaðhvort frystar eða hækkuðu minna en verðlag og/eða launaþróun. Með síðasta útspili, 3,9% hækkun fyrir árið 2013, er þessi þróun enn fest í sessi. Þess má einnig geta að desemberuppbót lífeyrisþega er mun lægri en desemberuppbót launþega. Aftur úr lægstu launatöxtum Ef við skoðum fyrst samanburð við hækkun lágmarkstaxta, þá hækkuðu þeir um 11.000 kr. í febrúar 2012 og munu hækka aftur um sömu krónutölu í febrúar 2013. Á árinu 2012 hækkuðu greiðslur almannatrygginga á bilinu 5.700-6.700 kr. Hækkanirnar í krónutölum eru svipaðar fyrir árið 2013. Árið 2012 fengu bætur til lífeyrisþega sömu prósentuhækkun (3,5%) og samið var um fyrir almennar hækkanir kjarasamninga. Hvað er hliðstætt við að hækka greiðslur til lífeyrisþega um rúmlega 5.000 – 6.000 kr. og meðaltekjur (400.000 kr.) um 14.000 kr.? Af tölunum má sjá að hér er engan veginn um hliðstæða hækkun að ræða, þrátt fyrir tilburði ráðherra til túlkunar í þá veru. Jafnframt er ljóst að verðbólga fyrir árið 2012 er hærri en 3,9%. Verðbólga hefur verið á uppleið síðustu mánuði og sem dæmi má geta þess að á síðustu þremur mánuðum (september – nóvember) var hún 5,6%. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hið opinbera hækki álögur/gjöld um 4,6% í takt við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins og til að fjárhæðirnar haldi raungildi sínu. Bætur lífeyrisþega halda ekki raungildi með 3,9% hækkun. Samanburður við verðlagsþróun Hækkun um 3,9% í janúar 2013 bætir ekki kjör lífeyrisþega, kjör sem hafa versnað mikið síðustu ár. Líklega dylst engum að verðlag, m.a. á ýmsum nauðsynjum, hefur hækkað mikið síðustu ár. Verðbólgan á árinu 2008 var til að mynda 18,6%. Við samanburð á hækkun bóta almannatrygginga og vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag sést að vísitala neysluverðs hefur hækkað um 42,5% á tímabilinu á meðan bætur almannatrygginga hækkuðu einungis um 27,5%. Hækkun bóta á tímabilinu heldur því engan veginn í við verðlagsþróun. Áskorun til stjórnvalda Mikilvægt er að almannatryggingakerfið geri fólki kleift að lifa með reisn en sé ekki dæmt í ævilanga örbirgð. Brýnt er að draga úr tekjutengingum og hækka frítekjumörk og tekjuviðmið til að koma í veg fyrir að fólk festist í fátæktargildru. Miklar tekjutengingar draga úr sjálfsbjargarviðleitni fólks til að lifa sjálfstæðu lífi, stunda atvinnu, byggja upp varasjóð og stofna fjölskyldu. ÖBÍ hefur margsinnis skorað á stjórnvöld að virða rétt allra til mannsæmandi lífeyris og hverfa frá þeim innbyggðu fátæktargildrum sem eru í núverandi kerfi. Þá er krafa bandalagsins að stjórnvöld dragi til baka þær skerðingar sem gerðar voru á kjörum öryrkja í kjölfar efnahagshrunsins. Ekkert um okkur án okkar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun