Hvernig líður þér um jólin? Heimir Snorrason og Íris Stefánsdóttir skrifar 21. desember 2012 06:00 Jólin eru tími barnanna. Á jólunum gerum við okkur dagamun, klæðum okkur upp og eigum samveru með fjölskyldu og vinum yfir gjöfum, hátíðarmat, bókum og spilum. Væntanlega geta allir foreldrar tekið undir þá ósk að börn fái að njóta hamingjuríkra jóla. Hins vegar getur það reynst snúið í nútíma samfélagi að uppfylla allar þær væntingar sem gerðar eru til jólahaldsins. Margt getur spilað þar inn í, eins og bág fjárhagsstaða, vinnuálag, ýmiss konar vandamál í fjölskyldu eða erfiðar minningar tengdar jólum. Því jólin eru líka tími tilfinninga og minninga. Við undirrituð störfum með börnum, unglingum og fullorðnum sem margir hverjir eiga um sárt að binda vegna áfengisdrykkju foreldra og náinna skyldmenna. Í mörgum tilfellum er sú reynsla einna sárust yfir jólahátíðina og merkjum við það í viðtölum sem við eigum við skjólstæðinga okkar. Á þessum tímamótum vakna því miður oft minningar um brostnar væntingar og svikin loforð. Slíkum minningum fylgja tilfinningar eins og depurð, kvíði eða vonleysi og við það magnast annað álag tengt þessum tíma til muna. Hnútur í maga Hvers konar minningar átt þú af jólum æsku þinnar, lesandi góður? Upplifðir þú ef til vill mikið álag, spennu og vanlíðan vegna áfengisneyslu sem var hluti af jólahaldinu? Hlustaðir þú eftir því þegar tappinn fór úr fyrstu flöskunni og fannst þá fyrir hnút í maga – sökk hjartað? Tókst þú eftir því með tilheyrandi kvíða þegar fólk fór að breytast í háttum með aukinni drykkju? Reyndir þú að forða foreldrum frá deilumálum með því að draga athyglina að sjálfum þér? Varst þú sífellt að fylgjast með foreldrum þínum og gast þess vegna ekki notið þín? Varst þú vonsvikinn og dapur yfir því að þínir nánustu gátu ekki veitt þér það öryggi og þá vellíðan sem við öll óskum eftir, sérstaklega á jólunum? Voru gjafirnar ef til vill lítil sárabót fyrir jól vonbrigða og kvíða? Mögulega kannast þú við einhverjar slíkar lýsingar en telur þína drykkju á jólum í dag ekki vera þess eðlis að börnin þín finni fyrir sömu líðan og þú gerðir í þinni barnæsku. Kannski er þín áfengisdrykkja með öðru sniði en hjá foreldrum þínum og að þínu mati mun hóflegri. Taktu þó stund til að rifja upp þínar minningar um jólahald í æsku. Hugsaðu með þér hvað það var sem gladdi þig mest og hvað olli þér mestu hugarangri. Hvernig hefðir þú viljað hafa pabba og mömmu um jólin? Reyndu svo að líta í eigin barm og spurðu sjálfan þig hvort þú sért mögulega að endurtaka leikinn, kannski bara í örlítið breyttri mynd. Ef áfengisneysla var vandamál í þinni æsku er gott að skapa fjölskyldu sinni nýjar jólahefðir. Við hvetjum þig til þess að gera jólin að sannarlegri hátíð barnanna. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jólin eru tími barnanna. Á jólunum gerum við okkur dagamun, klæðum okkur upp og eigum samveru með fjölskyldu og vinum yfir gjöfum, hátíðarmat, bókum og spilum. Væntanlega geta allir foreldrar tekið undir þá ósk að börn fái að njóta hamingjuríkra jóla. Hins vegar getur það reynst snúið í nútíma samfélagi að uppfylla allar þær væntingar sem gerðar eru til jólahaldsins. Margt getur spilað þar inn í, eins og bág fjárhagsstaða, vinnuálag, ýmiss konar vandamál í fjölskyldu eða erfiðar minningar tengdar jólum. Því jólin eru líka tími tilfinninga og minninga. Við undirrituð störfum með börnum, unglingum og fullorðnum sem margir hverjir eiga um sárt að binda vegna áfengisdrykkju foreldra og náinna skyldmenna. Í mörgum tilfellum er sú reynsla einna sárust yfir jólahátíðina og merkjum við það í viðtölum sem við eigum við skjólstæðinga okkar. Á þessum tímamótum vakna því miður oft minningar um brostnar væntingar og svikin loforð. Slíkum minningum fylgja tilfinningar eins og depurð, kvíði eða vonleysi og við það magnast annað álag tengt þessum tíma til muna. Hnútur í maga Hvers konar minningar átt þú af jólum æsku þinnar, lesandi góður? Upplifðir þú ef til vill mikið álag, spennu og vanlíðan vegna áfengisneyslu sem var hluti af jólahaldinu? Hlustaðir þú eftir því þegar tappinn fór úr fyrstu flöskunni og fannst þá fyrir hnút í maga – sökk hjartað? Tókst þú eftir því með tilheyrandi kvíða þegar fólk fór að breytast í háttum með aukinni drykkju? Reyndir þú að forða foreldrum frá deilumálum með því að draga athyglina að sjálfum þér? Varst þú sífellt að fylgjast með foreldrum þínum og gast þess vegna ekki notið þín? Varst þú vonsvikinn og dapur yfir því að þínir nánustu gátu ekki veitt þér það öryggi og þá vellíðan sem við öll óskum eftir, sérstaklega á jólunum? Voru gjafirnar ef til vill lítil sárabót fyrir jól vonbrigða og kvíða? Mögulega kannast þú við einhverjar slíkar lýsingar en telur þína drykkju á jólum í dag ekki vera þess eðlis að börnin þín finni fyrir sömu líðan og þú gerðir í þinni barnæsku. Kannski er þín áfengisdrykkja með öðru sniði en hjá foreldrum þínum og að þínu mati mun hóflegri. Taktu þó stund til að rifja upp þínar minningar um jólahald í æsku. Hugsaðu með þér hvað það var sem gladdi þig mest og hvað olli þér mestu hugarangri. Hvernig hefðir þú viljað hafa pabba og mömmu um jólin? Reyndu svo að líta í eigin barm og spurðu sjálfan þig hvort þú sért mögulega að endurtaka leikinn, kannski bara í örlítið breyttri mynd. Ef áfengisneysla var vandamál í þinni æsku er gott að skapa fjölskyldu sinni nýjar jólahefðir. Við hvetjum þig til þess að gera jólin að sannarlegri hátíð barnanna. Gleðileg jól.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun