Erasmus-áætlunin 25 ára Ásgerður Kjartansdóttir og Guðmundur Hálfdánarson skrifar 21. desember 2012 06:00 Tuttugu og fimm ára afmæli Erasmus-áætlunarinnar er haldið hátíðlegt um Evrópu alla í ár, en hún er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins á háskólastigi. Rúmlega 2.500 íslenskir háskólastúdentar hafa tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar, en íslenskir háskólar fengu aðild að Erasmus-áætluninni árið 1992. Á síðustu árum hafa að meðaltali um 200 íslenskir stúdentar farið utan á hverju ári. Skólaárið 2010-2011 voru yfir 500 erlendir Erasmus-stúdentar við nám í íslensku háskólum og er það metfjöldi. Fjölmargir viðburðir hafa verið skipulagðir víða í Evrópu í tilefni afmælisins. Hér á landi var haldið upp á þessi tímamót á Háskólatorgi Háskóla Íslands og í Iðnó hinn 6. september sl. auk þess sem efnt var til ljósmynda- og myndbandasamkeppni núverandi og fyrrverandi Erasmus-nema sem tengjast Íslandi. Frá 1987 hafa tæpar þrjár milljónir háskólastúdenta og yfir 300.000 háskólakennara tekið þátt í áætluninni og er óhætt að fullyrða að hún er ein vinsælasta og best heppnaða samstarfsáætlun Evrópusambandsins og jafnframt sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Markmið hennar er að auka samstarf háskóla í Evrópu. Megináhersla er lögð á að stuðla að hreyfanleika fólks úr háskólasamfélaginu um álfuna en einnig eru veittir styrkir til sameiginlegra námskeiða, þróunar kennsluefnis, samstarfs háskóla og atvinnulífs og tungumálanámskeiða fyrir skiptistúdenta. Á síðustu árum hafa yfir 250.000 háskólanemendur og 40.000 kennarar tekið þátt í þessu samstarfi. Mikil áhrif Úttektir á Erasmus-áætluninni hafa leitt í ljós að hún hefur haft mikil áhrif, ekki bara á einstaklinga sem hafa tekið þátt í henni heldur líka á háskólaumhverfið í Evrópu. Áætlunin hefur stutt við Bologna-ferlið sem miðar að því að skapa samfellt menntasvæði á háskólastigi í Evrópu. Frá 1999 hefur hún t.d. stutt evrópska háskóla í að innleiða ECTS-einingarkerfið. Nánast allar stofnanir á háskólastigi í Evrópu taka þátt í Erasmus eða rúmlega 3.100 háskólar í 31 landi. Frá árinu 2007 hefur Erasmus verið hluti af menntaáætlun ESB (Lifelong Learning Programme 2007-2013) en um þessar mundir er verið að undirbúa nýjar samstarfsáætlanir ESB fyrir tímabilið 2014-2020. Nýja menntaáætlunin fær að öllum líkindum nafnið Erasmus fyrir alla og mun fela í sér aukin tækifæri fyrir ungt fólk og menntastofnanir í Evrópu. Frekari upplýsingar: http://ec.europa.eu/education/lifelong-learning-programme/erasmus_en.htm http://ec.europa.eu/education/erasmus/25thanniversary_en.htm og http://lme.is/page/erasmus_forsida http://lme.is/page/erasmus25ara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Tuttugu og fimm ára afmæli Erasmus-áætlunarinnar er haldið hátíðlegt um Evrópu alla í ár, en hún er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins á háskólastigi. Rúmlega 2.500 íslenskir háskólastúdentar hafa tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar, en íslenskir háskólar fengu aðild að Erasmus-áætluninni árið 1992. Á síðustu árum hafa að meðaltali um 200 íslenskir stúdentar farið utan á hverju ári. Skólaárið 2010-2011 voru yfir 500 erlendir Erasmus-stúdentar við nám í íslensku háskólum og er það metfjöldi. Fjölmargir viðburðir hafa verið skipulagðir víða í Evrópu í tilefni afmælisins. Hér á landi var haldið upp á þessi tímamót á Háskólatorgi Háskóla Íslands og í Iðnó hinn 6. september sl. auk þess sem efnt var til ljósmynda- og myndbandasamkeppni núverandi og fyrrverandi Erasmus-nema sem tengjast Íslandi. Frá 1987 hafa tæpar þrjár milljónir háskólastúdenta og yfir 300.000 háskólakennara tekið þátt í áætluninni og er óhætt að fullyrða að hún er ein vinsælasta og best heppnaða samstarfsáætlun Evrópusambandsins og jafnframt sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Markmið hennar er að auka samstarf háskóla í Evrópu. Megináhersla er lögð á að stuðla að hreyfanleika fólks úr háskólasamfélaginu um álfuna en einnig eru veittir styrkir til sameiginlegra námskeiða, þróunar kennsluefnis, samstarfs háskóla og atvinnulífs og tungumálanámskeiða fyrir skiptistúdenta. Á síðustu árum hafa yfir 250.000 háskólanemendur og 40.000 kennarar tekið þátt í þessu samstarfi. Mikil áhrif Úttektir á Erasmus-áætluninni hafa leitt í ljós að hún hefur haft mikil áhrif, ekki bara á einstaklinga sem hafa tekið þátt í henni heldur líka á háskólaumhverfið í Evrópu. Áætlunin hefur stutt við Bologna-ferlið sem miðar að því að skapa samfellt menntasvæði á háskólastigi í Evrópu. Frá 1999 hefur hún t.d. stutt evrópska háskóla í að innleiða ECTS-einingarkerfið. Nánast allar stofnanir á háskólastigi í Evrópu taka þátt í Erasmus eða rúmlega 3.100 háskólar í 31 landi. Frá árinu 2007 hefur Erasmus verið hluti af menntaáætlun ESB (Lifelong Learning Programme 2007-2013) en um þessar mundir er verið að undirbúa nýjar samstarfsáætlanir ESB fyrir tímabilið 2014-2020. Nýja menntaáætlunin fær að öllum líkindum nafnið Erasmus fyrir alla og mun fela í sér aukin tækifæri fyrir ungt fólk og menntastofnanir í Evrópu. Frekari upplýsingar: http://ec.europa.eu/education/lifelong-learning-programme/erasmus_en.htm http://ec.europa.eu/education/erasmus/25thanniversary_en.htm og http://lme.is/page/erasmus_forsida http://lme.is/page/erasmus25ara
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun