Brýtur LÍN landslög? 20. desember 2012 06:00 Frá 1. nóvember 2007 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 43,7% frá upptöku laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, svokallaðra MiFID-reglna. Verður því að leiðrétta öll verðtryggð námslán sem seld hafa verið námsmönnum sem því nemur. Námsmenn hafa engar forsendur til að meta þá áhættu sem fylgir verðtryggðum námslánum og ætla Hægri grænir, flokkur fólksins, að berjast fyrir fullri leiðréttingu á þessum verðtryggðu afleiðusamningum, þ.e. öllum virkum útgefnum námslánum. Ólögleg gengisviðmiðun LÍN rukkar lánþega sem búsettir eru erlendis um launatengda árlega greiðslu. Miðar sjóðurinn við laun viðkomandi í erlendum gjaldmiðli og endurreiknar svo yfir í íslenskar krónur. Það er samkvæmt úrskurði Hæstaréttar ólögleg gengistrygging, því hvers konar tenging krónulána eða gengistrygging greiðslna af krónulánum er ólögleg. Í lögum er tekið fram að sá sem tekur lán á rétt á að vita upphæð greiðslna út lánatímabilið. Það er ómögulegt að gera ef greiðslur eru tengdar erlendum gjaldmiðlum. Samkvæmt lögum ætti LÍN að miða við meðallaun háskólamenntaðra manna á Íslandi, það eru opinberar tölur. Þetta er ekki flókið, enda Hæstiréttur nýbúinn að dæma um þetta. Það leikur enginn vafi á því að aðferðin sem beitt er við útreikning afborgunar lána þeirra sem hafa laun í erlendum gjaldmiðli er ólögleg. Lítil vernd Athyglisvert er álit Umboðsmanns Alþingis nr. 5321/2008 þar sem kemur m.a. fram að LÍN hafi brotið lög í áraraðir með því að áætla alltaf 8 milljónir eða hærra á námsmenn sem skiluðu ekki upplýsingum um laun. Eftir álitið var ákvæðið afnumið úr lögum LÍN. Það kom fram í svari þáverandi framkvæmdastjóra LÍN að 8 milljóna kr. aðferðin var beinlínis höfð til að þvinga fram raunveruleg laun manna sem skiluðu ekki upplýsingum um laun sín. Eins og kemur fram í áliti Umboðsmanns Alþingis standast slíkar aðferðir ekki lög, hvað þá vegna námslána sem njóta sérstakrar verndar í lögum vegna þess að þau lán eru til þess gerð að fólk geti aflað sér tiltekinnar menntunar. Lög eru ekki til skrauts Á Íslandi endurspegla greiðsluáætlanir ekki raunveruleikann, sér í lagi verðbólguskotið fyrir og eftir hrun. Með sanni má segja að LÍN hafi raskað hegðun námsmanna með því að gera lítið úr langtímaáhættu vegna verðbólgu. Verðtryggð námslán eru í rauninni svo flóknar afleiðutengdar fjármálaafurðir að ómögulegt er fyrir námsmenn að meta þau á fullnægjandi hátt. Verðtrygging námslána er mjög líklega ólögleg og stangast á við grundvallarreglur evrópskra neytendalaga, sem banna misbeitingarákvæði sem raska jafnvægi samningsaðila neytanda í óhag. Það er löngu kominn tími til fyrir stjórnsýsluna og fjármálastofnanir að virða íslensk lög, þau eru ekki til skrauts. Vanþekking og afneitun á lögum leysir engan undan ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Frá 1. nóvember 2007 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 43,7% frá upptöku laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, svokallaðra MiFID-reglna. Verður því að leiðrétta öll verðtryggð námslán sem seld hafa verið námsmönnum sem því nemur. Námsmenn hafa engar forsendur til að meta þá áhættu sem fylgir verðtryggðum námslánum og ætla Hægri grænir, flokkur fólksins, að berjast fyrir fullri leiðréttingu á þessum verðtryggðu afleiðusamningum, þ.e. öllum virkum útgefnum námslánum. Ólögleg gengisviðmiðun LÍN rukkar lánþega sem búsettir eru erlendis um launatengda árlega greiðslu. Miðar sjóðurinn við laun viðkomandi í erlendum gjaldmiðli og endurreiknar svo yfir í íslenskar krónur. Það er samkvæmt úrskurði Hæstaréttar ólögleg gengistrygging, því hvers konar tenging krónulána eða gengistrygging greiðslna af krónulánum er ólögleg. Í lögum er tekið fram að sá sem tekur lán á rétt á að vita upphæð greiðslna út lánatímabilið. Það er ómögulegt að gera ef greiðslur eru tengdar erlendum gjaldmiðlum. Samkvæmt lögum ætti LÍN að miða við meðallaun háskólamenntaðra manna á Íslandi, það eru opinberar tölur. Þetta er ekki flókið, enda Hæstiréttur nýbúinn að dæma um þetta. Það leikur enginn vafi á því að aðferðin sem beitt er við útreikning afborgunar lána þeirra sem hafa laun í erlendum gjaldmiðli er ólögleg. Lítil vernd Athyglisvert er álit Umboðsmanns Alþingis nr. 5321/2008 þar sem kemur m.a. fram að LÍN hafi brotið lög í áraraðir með því að áætla alltaf 8 milljónir eða hærra á námsmenn sem skiluðu ekki upplýsingum um laun. Eftir álitið var ákvæðið afnumið úr lögum LÍN. Það kom fram í svari þáverandi framkvæmdastjóra LÍN að 8 milljóna kr. aðferðin var beinlínis höfð til að þvinga fram raunveruleg laun manna sem skiluðu ekki upplýsingum um laun sín. Eins og kemur fram í áliti Umboðsmanns Alþingis standast slíkar aðferðir ekki lög, hvað þá vegna námslána sem njóta sérstakrar verndar í lögum vegna þess að þau lán eru til þess gerð að fólk geti aflað sér tiltekinnar menntunar. Lög eru ekki til skrauts Á Íslandi endurspegla greiðsluáætlanir ekki raunveruleikann, sér í lagi verðbólguskotið fyrir og eftir hrun. Með sanni má segja að LÍN hafi raskað hegðun námsmanna með því að gera lítið úr langtímaáhættu vegna verðbólgu. Verðtryggð námslán eru í rauninni svo flóknar afleiðutengdar fjármálaafurðir að ómögulegt er fyrir námsmenn að meta þau á fullnægjandi hátt. Verðtrygging námslána er mjög líklega ólögleg og stangast á við grundvallarreglur evrópskra neytendalaga, sem banna misbeitingarákvæði sem raska jafnvægi samningsaðila neytanda í óhag. Það er löngu kominn tími til fyrir stjórnsýsluna og fjármálastofnanir að virða íslensk lög, þau eru ekki til skrauts. Vanþekking og afneitun á lögum leysir engan undan ábyrgð.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun