Af hverju ekki að tryggja lýðræði í sjóðunum? Jóhann Páll Símonarson skrifar 20. desember 2012 06:00 Í grein minni þann 21. júlí 2012 undir fyrirsögninni Gegnsæið í lífeyrissjóðum kom fram að 17 milljónir króna renna til Fjármálaeftirlitsins í eftirlitsstörf frá Gildi. Athygli er vakin á þessu þar sem lífeyrissjóðurinn Gildi þarf ekki einu sinni að afhenda fundargerðir síðasta ársfundar, bjóða sjóðsfélögum að hlýða á fundargerðir, eða að láta bera ársreikninga Gildis upp til samþykktar, í skiptum fyrir þessar 17 milljónir króna. Okkur, sjóðfélögunum, kemur þetta ekkert við. Sjóðirnir hafa nefnilega komið því þannig fyrir að lögin girða fyrir að sjóðfélaginn geti sinnt eftirlitinu með því fé sem hann er skyldaður að greiða. Skipuð var nefnd af Landssamtökum lífeyrissjóða til að fara ofan í rekstur sjóðanna sem ekki hafði valdheimildir til að krefjast þess að gögn, upplýsingar eða skýringar kæmu fram, líkt og rannsóknarnefndir Alþingis hafa samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir, sbr. nr. 68/2011. Eftirlitsstofnanir með lífeyrissjóðum gátu borið fyrir sig þagnarskyldu í ríkum mæli. Ekki var hægt að kveðja fólk til skýrslutöku vildi það ekki gefa skýrslu, né heldur gat nefndin gert rannsóknir á vinnustað. Bannað Fram kemur í lífeyrissjóðsskýrslunni að kaup í erlendum vogunarsjóðum hafi ekki verið til marks um varfærni í fjárfestingum fyrir árið 2008. Lífeyrissjóðurinn Gildi fjárfesti á þessum misserum þar sem lög banna sjóðnum að fjármagna sig með lántöku nema í undantekningartilfellum. Þetta er niðurstaða nefndar sem lífeyrissjóðirnir skipuðu sjálfir. Í fjárfestingarstefnu Gildis var heimild til að fjárfesta í vogunarsjóðum. Úttektarnefndin var ekki á sama máli. Byggði hún rök sín á því að í 3. mgr. 38 gr. lífeyrissjóðslaga er bann lagt við því að lífeyrissjóðir taki lán nema í undantekningartilfellum. Vogunarsjóðir fjármagni sig með lántöku og skortsölum. Þá segir í skýrslunni í 9. mgr. 36 gr. lífeyrissjóðslaganna sbr. 4 gr. laga nr. 70/2004 sem breyttu þeim lögum, að lagt sé bann við því að lífeyrissjóðir fjárfesti eða eigi í fjárfestingarsjóðum skv. 7. til 1. mgr. greinarinnar sem fjármagna sig með þeim hætti. Fjárfestingar í vogunarsjóðum eru m.ö.o. bannaðar. Þess skal getið að Fjármálaeftirlitið gerði ekki athugasemdir við að lífeyrissjóðurinn minn væri í vafasömum viðskiptum við vogunarsjóð sem græddi eða tapaði miklu á einhverju sem við sjóðsfélagar vitum ekkert um. Talnaverkið fæst ekki gefið upp. Það sama á við afskriftir Gildis á skuldabréfum banka, sparisjóða og fyrirtækjaskuldabréfum sem komu hins vegar ekki fram að fullu fyrr enn á árinu 2009 og 2010. Af hverju skyldi það nú vera? Hvernig má það vera að Fjármálaeftirlitið getur ekki tryggt gegnsæi um risafjárfestingar sem varða þá sem eiga sjóðinn? Og af hverju hefur ríkisstjórnin sem nú fer senn frá ekkert gert til að tryggja raunverulegt lýðræði í lífeyrissjóðunum? Er það kannski af misskilinni stöðu með Gylfa Arnbjörnssyni og Vilhjálmi Egilssyni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í grein minni þann 21. júlí 2012 undir fyrirsögninni Gegnsæið í lífeyrissjóðum kom fram að 17 milljónir króna renna til Fjármálaeftirlitsins í eftirlitsstörf frá Gildi. Athygli er vakin á þessu þar sem lífeyrissjóðurinn Gildi þarf ekki einu sinni að afhenda fundargerðir síðasta ársfundar, bjóða sjóðsfélögum að hlýða á fundargerðir, eða að láta bera ársreikninga Gildis upp til samþykktar, í skiptum fyrir þessar 17 milljónir króna. Okkur, sjóðfélögunum, kemur þetta ekkert við. Sjóðirnir hafa nefnilega komið því þannig fyrir að lögin girða fyrir að sjóðfélaginn geti sinnt eftirlitinu með því fé sem hann er skyldaður að greiða. Skipuð var nefnd af Landssamtökum lífeyrissjóða til að fara ofan í rekstur sjóðanna sem ekki hafði valdheimildir til að krefjast þess að gögn, upplýsingar eða skýringar kæmu fram, líkt og rannsóknarnefndir Alþingis hafa samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir, sbr. nr. 68/2011. Eftirlitsstofnanir með lífeyrissjóðum gátu borið fyrir sig þagnarskyldu í ríkum mæli. Ekki var hægt að kveðja fólk til skýrslutöku vildi það ekki gefa skýrslu, né heldur gat nefndin gert rannsóknir á vinnustað. Bannað Fram kemur í lífeyrissjóðsskýrslunni að kaup í erlendum vogunarsjóðum hafi ekki verið til marks um varfærni í fjárfestingum fyrir árið 2008. Lífeyrissjóðurinn Gildi fjárfesti á þessum misserum þar sem lög banna sjóðnum að fjármagna sig með lántöku nema í undantekningartilfellum. Þetta er niðurstaða nefndar sem lífeyrissjóðirnir skipuðu sjálfir. Í fjárfestingarstefnu Gildis var heimild til að fjárfesta í vogunarsjóðum. Úttektarnefndin var ekki á sama máli. Byggði hún rök sín á því að í 3. mgr. 38 gr. lífeyrissjóðslaga er bann lagt við því að lífeyrissjóðir taki lán nema í undantekningartilfellum. Vogunarsjóðir fjármagni sig með lántöku og skortsölum. Þá segir í skýrslunni í 9. mgr. 36 gr. lífeyrissjóðslaganna sbr. 4 gr. laga nr. 70/2004 sem breyttu þeim lögum, að lagt sé bann við því að lífeyrissjóðir fjárfesti eða eigi í fjárfestingarsjóðum skv. 7. til 1. mgr. greinarinnar sem fjármagna sig með þeim hætti. Fjárfestingar í vogunarsjóðum eru m.ö.o. bannaðar. Þess skal getið að Fjármálaeftirlitið gerði ekki athugasemdir við að lífeyrissjóðurinn minn væri í vafasömum viðskiptum við vogunarsjóð sem græddi eða tapaði miklu á einhverju sem við sjóðsfélagar vitum ekkert um. Talnaverkið fæst ekki gefið upp. Það sama á við afskriftir Gildis á skuldabréfum banka, sparisjóða og fyrirtækjaskuldabréfum sem komu hins vegar ekki fram að fullu fyrr enn á árinu 2009 og 2010. Af hverju skyldi það nú vera? Hvernig má það vera að Fjármálaeftirlitið getur ekki tryggt gegnsæi um risafjárfestingar sem varða þá sem eiga sjóðinn? Og af hverju hefur ríkisstjórnin sem nú fer senn frá ekkert gert til að tryggja raunverulegt lýðræði í lífeyrissjóðunum? Er það kannski af misskilinni stöðu með Gylfa Arnbjörnssyni og Vilhjálmi Egilssyni?
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun