Kjósendur axli ábyrgð 19. desember 2012 06:00 Næstu alþingiskosningar munu skipta sköpum varðandi áframhaldandi uppbyggingu íslensks samfélags. Ábyrgð á því hvernig til tekst er alfarið í höndum kjósenda, því það eru þeir sem velja með atkvæði sínu þá sem sitja á Alþingi. Breytingin sem allir hafa beðið eftir í íslensku samfélagi getur hafist nú með nýjum vinnubrögðum í upphafi kosningabaráttunnar fyrir komandi alþingiskosningar. Kjósendur geta framkallað þessa breytingu með því að gera kröfu um að stjórnmálaflokkarnir geri grein fyrir kosningaloforðunum og stefnumálum sínum, með ítarlegri útfærslu á framkvæmd þeirra. Eitt af mörgum þekktum kosningaloforðum er lækkun skatta; hver hefur ekki heyrt það áður og hver vill ekki lægri skatta? En er það endilega rétta lausnin fyrir viðkomandi kjósanda eða samfélagið, þegar skattalækkanirnar eru framkallaðar með niðurskurði og skertri þjónustu? Þurfi hins vegar sannarlega að skera niður útgjöld, þá verði það sett fram á ábyrgan hátt svo kjósendur geti áttað sig á því og viti hvað þeir eru að styðja með atkvæði sínu. Kjósandinn getur ekki vænst þess að stjórnmálaflokkur standi við kosningaloforðin ef hann gerir ekki kröfu um útfærslu á loforðunum. Gamlir frasar Frambjóðendur eiga ekki að komast upp með það lengur að fara út í gömlu umræðuna um hagræðingu í rekstri og aðra gamla frasa sem við þekkjum, nema koma fram með útfærslu á framkvæmdinni. Kjósandinn verður að axla þá ábyrgð og gera kröfu á þá sem eru að bjóða sig fram til að stjórna og telja sig hafa lausnir á vandamálunum, að þeir viti um hvað þeir eru að tala. Framtíðarstefna í efnahags- og gjaldmiðlamálum er eitt af stóru málunum sem öll framboð og flokkar verða að setja skýrt fram, framtíð okkar byggist á því. Fjölmiðlafólk verður að vera starfi sínu vaxið og fá svör við þeim spurningum sem verið er að leggja fyrir frambjóðendur. Að hlusta á stjórnmálamenn komast upp með að bulla um allt og ekkert til að komast framhjá því að svara spurningum sem fyrir þá eru lagðar er óþolandi. Fjölmiðlafólk á að hunsa svona frambjóðendur sem ekkert hafa að segja eða hafa ekki getu til að ræða málin af viti. Að kjósa er mikill ábyrgðarhlutur og einstaklingar verða að taka hlutverk sitt alvarlega, öðruvísi verður engin breyting til batnaðar. Við höfum lent í því með skelfilegum afleiðingum þegar stjórnmálaflokkur, sem var að þurrkast út, lagði fram kosningaloforð til að fá fylgi, sem síðan urðu ein mestu hagstjórnarmistökin í Íslandssögunni. Kjósendur verða líka að átta sig á því hvaða hagsmuni viðkomandi stjórnmálaflokkur er að verja í raun, þó að hann búi til óljósar spariumbúðir um mál til að fá fylgi hjá kjósendum. Ný vinnubrögð Kjósendur verða líka að bera þá ábyrgð að framsettar hugmyndir, t.d. á þeirra skuldavanda sem er mest í umræðunni í dag, bitni ekki á öðrum, t.d. gömlu fólki, sem hefur litla möguleika á að verja hagsmuni sína. Það eru mörg erfið mál sem á eftir að leysa og marka stefnu í til framtíðar. Þess vegna hefur það aldrei verið mikilvægara en nú að kjósendur kalli eftir nýjum vinnubrögðum. Eitt mikilvægasta verkefnið til framtíðar er öguð hagstjórn til að koma hér á stöðugleika. Því markmiði verður ekki náð nema að kjósendur taki upp öguð vinnubrögð í komandi kosningabaráttu og geri kröfur á frambjóðendur um að skýra kosningaloforðin og áherslurnar til enda. Ábyrgð okkar sem kjósenda er að kalla eftir raunhæfum lausnum og gefa ekkert eftir í því að fá þær útfærðar af frambjóðendum. Ef við öxlum ekki þessa ábyrgð sem kjósendur nú munum við halda áfram í íslenskri kyrrstöðupólitík, sem ekkert mun gera annað en endurtaka allt sem við erum búin að fá að ganga í gegnum í áratugi. Það er áframhaldandi óstjórn í efnahagsmálum og hagsmunagæsla fyrir hagsmunasamtök og hinn almenni launamaður fær að borga reikninginn. Hættum að benda á einhvern annan og öxlum sjálf ábyrgðina á því að velja okkur framtíð sem byggð er á raunsæjum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Næstu alþingiskosningar munu skipta sköpum varðandi áframhaldandi uppbyggingu íslensks samfélags. Ábyrgð á því hvernig til tekst er alfarið í höndum kjósenda, því það eru þeir sem velja með atkvæði sínu þá sem sitja á Alþingi. Breytingin sem allir hafa beðið eftir í íslensku samfélagi getur hafist nú með nýjum vinnubrögðum í upphafi kosningabaráttunnar fyrir komandi alþingiskosningar. Kjósendur geta framkallað þessa breytingu með því að gera kröfu um að stjórnmálaflokkarnir geri grein fyrir kosningaloforðunum og stefnumálum sínum, með ítarlegri útfærslu á framkvæmd þeirra. Eitt af mörgum þekktum kosningaloforðum er lækkun skatta; hver hefur ekki heyrt það áður og hver vill ekki lægri skatta? En er það endilega rétta lausnin fyrir viðkomandi kjósanda eða samfélagið, þegar skattalækkanirnar eru framkallaðar með niðurskurði og skertri þjónustu? Þurfi hins vegar sannarlega að skera niður útgjöld, þá verði það sett fram á ábyrgan hátt svo kjósendur geti áttað sig á því og viti hvað þeir eru að styðja með atkvæði sínu. Kjósandinn getur ekki vænst þess að stjórnmálaflokkur standi við kosningaloforðin ef hann gerir ekki kröfu um útfærslu á loforðunum. Gamlir frasar Frambjóðendur eiga ekki að komast upp með það lengur að fara út í gömlu umræðuna um hagræðingu í rekstri og aðra gamla frasa sem við þekkjum, nema koma fram með útfærslu á framkvæmdinni. Kjósandinn verður að axla þá ábyrgð og gera kröfu á þá sem eru að bjóða sig fram til að stjórna og telja sig hafa lausnir á vandamálunum, að þeir viti um hvað þeir eru að tala. Framtíðarstefna í efnahags- og gjaldmiðlamálum er eitt af stóru málunum sem öll framboð og flokkar verða að setja skýrt fram, framtíð okkar byggist á því. Fjölmiðlafólk verður að vera starfi sínu vaxið og fá svör við þeim spurningum sem verið er að leggja fyrir frambjóðendur. Að hlusta á stjórnmálamenn komast upp með að bulla um allt og ekkert til að komast framhjá því að svara spurningum sem fyrir þá eru lagðar er óþolandi. Fjölmiðlafólk á að hunsa svona frambjóðendur sem ekkert hafa að segja eða hafa ekki getu til að ræða málin af viti. Að kjósa er mikill ábyrgðarhlutur og einstaklingar verða að taka hlutverk sitt alvarlega, öðruvísi verður engin breyting til batnaðar. Við höfum lent í því með skelfilegum afleiðingum þegar stjórnmálaflokkur, sem var að þurrkast út, lagði fram kosningaloforð til að fá fylgi, sem síðan urðu ein mestu hagstjórnarmistökin í Íslandssögunni. Kjósendur verða líka að átta sig á því hvaða hagsmuni viðkomandi stjórnmálaflokkur er að verja í raun, þó að hann búi til óljósar spariumbúðir um mál til að fá fylgi hjá kjósendum. Ný vinnubrögð Kjósendur verða líka að bera þá ábyrgð að framsettar hugmyndir, t.d. á þeirra skuldavanda sem er mest í umræðunni í dag, bitni ekki á öðrum, t.d. gömlu fólki, sem hefur litla möguleika á að verja hagsmuni sína. Það eru mörg erfið mál sem á eftir að leysa og marka stefnu í til framtíðar. Þess vegna hefur það aldrei verið mikilvægara en nú að kjósendur kalli eftir nýjum vinnubrögðum. Eitt mikilvægasta verkefnið til framtíðar er öguð hagstjórn til að koma hér á stöðugleika. Því markmiði verður ekki náð nema að kjósendur taki upp öguð vinnubrögð í komandi kosningabaráttu og geri kröfur á frambjóðendur um að skýra kosningaloforðin og áherslurnar til enda. Ábyrgð okkar sem kjósenda er að kalla eftir raunhæfum lausnum og gefa ekkert eftir í því að fá þær útfærðar af frambjóðendum. Ef við öxlum ekki þessa ábyrgð sem kjósendur nú munum við halda áfram í íslenskri kyrrstöðupólitík, sem ekkert mun gera annað en endurtaka allt sem við erum búin að fá að ganga í gegnum í áratugi. Það er áframhaldandi óstjórn í efnahagsmálum og hagsmunagæsla fyrir hagsmunasamtök og hinn almenni launamaður fær að borga reikninginn. Hættum að benda á einhvern annan og öxlum sjálf ábyrgðina á því að velja okkur framtíð sem byggð er á raunsæjum lausnum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun