Ranghugmyndir yfirvalda um rjúpnaveiði Dúi J. Landmark. skrifar 18. desember 2012 06:00 Nú er rjúpnaveiðitímabili þessa árs lokið, og full ástæða er til að fjalla um þá afleitu stöðu sem komin er upp varðandi rjúpnaveiðar eftir að umhverfisráðherra setti á nýja reglugerð fyrir tveimur árum. Þessi reglugerð heimilar veiðar í 9 daga sem dreifast á fjórar helgar á ári, frá lokum október til loka nóvember. Skemmst er að segja frá því að við gerð hennar virðist hafa algjörlega gleymst að gera ráð fyrir og taka tillit til hluta eins og íslensks veðurfars, öryggis veiðimanna, veiðiálags og mikilvægi þeirrar upplifunar sem rjúpnaveiðar hafa fyrir veiðimenn. Til samanburðar er vert að hafa í huga að lengst af mátti veiða rjúpu frá 15. október til 22. desember, eða 69 daga samtals, og gilti það fyrirkomulag áratugum saman. Rjúpnaveiði var síðan bönnuð með öllu árin 2003 og 2004, og þegar veiði var leyfð aftur 2005 voru leyfðir veiðidagar 47 talsins, 2006 hafði þeim fækkað í 26, og niður í 18 daga 2010. Á þessu ári og 2011 voru leyfðir veiðidagar síðan einungis 9. Talið er að milli fimm til sex þúsund Íslendingar gangi til rjúpna að jafnaði. Þar má finna Íslendinga úr öllum aldurshópum, landsfjórðungum og starfsstéttum, og sú jákvæða þróun hefur átt sér stað að fleiri konur ganga nú til rjúpna en áður. Allir eru sammála um nauðsyn þess, ekki síst veiðimenn, að búa svo í haginn að rjúpnaveiðar verði sjálfbærar í ókominni framtíð. En hlutverk umhverfisráðherra er ekki einungis að banna veiðar, loka svæðum og takmarka aðgang. Sá eða sú sem situr á þeim ráðherrastóli ber líka ábyrgð gagnvart þegnum landsins, að þeir eigi möguleika á því að njóta landsins og náttúrunnar á sem fjölbreytilegastan og ríkulegastan hátt. Það verður ekki gert með reglugerðum eins og þeim sem nú er í gildi um rjúpnaveiðar. Hið sama má segja um mjög svo umdeilanlega skerðingu á leyfðum dögum til svartfuglaveiða sem umhverfisráðherra ákvað síðasta vor, en látum það liggja milli hluta að sinni. Það er vitað að stór hluti rjúpuunga drepst í fyrstu slagviðrum haustsins og vetrarins, og að þeir fuglar sem ná að lifa fram í nóvember eru því mikilvægir fyrir stofninn þar sem þeir koma til með að sjá um endurnýjun hans að vori. En í stað þess að leyfa veiðar fyrr á haustin, og að hluti þeirra fugla sem drepast af náttúrulegum orsökum nýtist þar með á jólaborð landsmanna, virðist umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun mikilvægara að refur og minkur fái að ganga í það hlaðborð þó að vitað sé að þeir stofnar lifi góðu lífi, og þá sérstaklega refurinn. Því miður virðast þeir sem sömdu umrædda reglugerð ekki gera sér vel grein fyrir því að íslensk vetrarveður eru válynd, og á köflum beinlínis hættuleg. Tíðarfar í haust var með þeim hætti að einungis fáir dagar af þeim níu sem voru stýfðir úr hnefa nýttust til veiða. Daginn er tekið að stytta allverulega á þessum árstíma, og það eru fáir klukkutímar af dagsbirtu sem nýtast þá daga sem gefur til veiða. Það munar stórlega að halda til fjalla um miðjan október eða í lok nóvember hvað lengd dags varðar. Með slíkri reglugerð er því ekki einungis verið að skemma upplifun þeirra sem halda til veiða, heldur er beinlínis verið að gera veiðarnar mikið hættulegri en nauðsyn ber til. Íslensk náttúra og íslenskt veðurfar eru nógu varasöm ein og sér án þess verið sé að auka hættuna með naumt skömmtuðum reglugerðum, og þeir sem það gera bera í raun þunga ábyrgð. En veiðimenn og konur halda samt sem áður af stað til veiða, jólarjúpan er mikilvægur hluti af jólahaldi á mörgum íslenskum heimilum. Oft hefur verið sagt að stýring á dýravernd og veiðum á Íslandi stýrist meira af tilfinningum en skynsemi og vísindalegum rökum, og má benda á mörg dæmi þess. En það eru ekki bara þeir sem vilja banna allar veiðar sem hafa tilfinningar, veiðimenn hafa þær líka, upplifunin við veiðar er þeim dýrmæt. Ekki má gleyma því að þegar svo fáir dagar eru til ráðstöfunar verður veiðiálag mjög mikið á þeim svæðum sem aðgengileg eru veiðimönnum hverju sinni. Svo mikið að margir þurfa frá að hverfa. Þeir breyta því sínum áætlunum, og freistast jafnvel í framhaldi af því til að fara inn á svæði eða einkalönd þar sem veiði er bönnuð. Núgildandi reglugerð minnkar ekki veiðiálag eins og henni var ætlað að gera. Hún takmarkar aðgengi að rjúpnaveiði, dregur stórlega úr ánægjunni við hana og gerir hana hættulega og erfiða. Hvað veldur slíku viðhorfi, slíkum hugsunarhætti? Ekki ætla ég þeim sem að þessari reglugerð standa annað en að vera vel meinandi gangvart þeim fimm til sex þúsund manns sem stunda rjúpnaveiðar. Hinsvegar er ég ekki viss um að þau þekki rjúpnaveiðar af eigin raun og beri skynbragð á hvernig þær ganga fyrir sig. Frásagnir af rjúpnaveiði, og reyndar allri veiði eru mjög oft tröllasögur af magnveiði, fleiri hundruðum rjúpna, vel er lagt í og kryddað. En veruleikinn er oftast allt annar, hinn almenni íslenski rjúpnaveiðimaður hefur það eitt að markmiði að veiða í jólamatinn fyrir fjölskylduna, flestir þurfa 5-20 rjúpur til að uppfylla þær þarfir, meðalveiði á hvern veiðimann er oftast um 7 rjúpur samkvæmt skráningum. Vissulega eru til magnveiðimenn, en með breyttum viðhorfum hefur þeim farið ört fækkandi. Með sölubanninu sem var sett á fyrir nokkrum árum var blessunarlega tekið fyrir sölu á rjúpu og þar með fyrir magnveiðina að mestu, og er sú ráðstöfun eitt af því fáa skynsamlega sem yfirvöld hafa gert í þessum málum á síðustu árum. Ég hef gengið til rjúpna síðan á unglingsaldri, og eins og við er að búast hef ég heyrt ógrynni af veiðisögum á þeim tíma og spjallað við hundruð veiðimanna um veiði og afla. Ég man eftir 6 veiðimönnum sem sögðu frá mikilli veiði, svokallaðri magnveiði, við skulum gefa okkur að allt yfir 20 fuglar á dag sé magnveiði. Ég er viss um að ekki séu allir sammála þeirri skilgreiningu. En þetta eru sögurnar sem lifa og berast manna á milli. Hinir dagarnir gleymast, ekki er sagt frá þeim skiptum þegar labbað er frá sólarupprás fram í myrkur í erfiðu færi og leiðindaveðri, og afraksturinn lítill sem enginn. Það þekkja allir sem veitt hafa rjúpu að sjá fugla taka sig upp löngu áður en komið er í færi og renna sér yfir í næsta dal án þess að veiðimaðurinn eigi minnsta möguleika. Það virðist algengur misskilningur að veiðimenn haldi af stað, finni rjúpurnar þar sem þær sitja spakar og stilltar og bíði eftir veiðimanninum. Líklega er þetta viðhorf tilkomið vegna þess hvað rjúpur sem hafa gert sig heimakomnar í kringum byggð eru oft gæfar, en það er langt, raunar mjög langt frá raunveruleikanum þegar komið er á veiðislóð. Hinn almenni veiðimaður leggur mikið á sig til að ná í sínar jólarjúpur, tíma, fjárútlát og mikla líkamlega áreynslu. Því er mikið haft fyrir þeim jólarjúpum sem skila sér á hans borð, og þeir sem fá að njóta kunna að meta bráðina að verðleikum. Það eru því tilmæli mín til umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, að endurskoða sem fyrst núgildandi reglugerð, og um leið sína afstöðu til veiði og veiðimanna. Hennar hlutverk er ekki að banna, loka og takmarka, heldur horfa á stóru myndina, hlusta á þá sem vilja fá að njóta gæða fallega landsins okkar og vilja að komandi kynslóðir geti það líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er rjúpnaveiðitímabili þessa árs lokið, og full ástæða er til að fjalla um þá afleitu stöðu sem komin er upp varðandi rjúpnaveiðar eftir að umhverfisráðherra setti á nýja reglugerð fyrir tveimur árum. Þessi reglugerð heimilar veiðar í 9 daga sem dreifast á fjórar helgar á ári, frá lokum október til loka nóvember. Skemmst er að segja frá því að við gerð hennar virðist hafa algjörlega gleymst að gera ráð fyrir og taka tillit til hluta eins og íslensks veðurfars, öryggis veiðimanna, veiðiálags og mikilvægi þeirrar upplifunar sem rjúpnaveiðar hafa fyrir veiðimenn. Til samanburðar er vert að hafa í huga að lengst af mátti veiða rjúpu frá 15. október til 22. desember, eða 69 daga samtals, og gilti það fyrirkomulag áratugum saman. Rjúpnaveiði var síðan bönnuð með öllu árin 2003 og 2004, og þegar veiði var leyfð aftur 2005 voru leyfðir veiðidagar 47 talsins, 2006 hafði þeim fækkað í 26, og niður í 18 daga 2010. Á þessu ári og 2011 voru leyfðir veiðidagar síðan einungis 9. Talið er að milli fimm til sex þúsund Íslendingar gangi til rjúpna að jafnaði. Þar má finna Íslendinga úr öllum aldurshópum, landsfjórðungum og starfsstéttum, og sú jákvæða þróun hefur átt sér stað að fleiri konur ganga nú til rjúpna en áður. Allir eru sammála um nauðsyn þess, ekki síst veiðimenn, að búa svo í haginn að rjúpnaveiðar verði sjálfbærar í ókominni framtíð. En hlutverk umhverfisráðherra er ekki einungis að banna veiðar, loka svæðum og takmarka aðgang. Sá eða sú sem situr á þeim ráðherrastóli ber líka ábyrgð gagnvart þegnum landsins, að þeir eigi möguleika á því að njóta landsins og náttúrunnar á sem fjölbreytilegastan og ríkulegastan hátt. Það verður ekki gert með reglugerðum eins og þeim sem nú er í gildi um rjúpnaveiðar. Hið sama má segja um mjög svo umdeilanlega skerðingu á leyfðum dögum til svartfuglaveiða sem umhverfisráðherra ákvað síðasta vor, en látum það liggja milli hluta að sinni. Það er vitað að stór hluti rjúpuunga drepst í fyrstu slagviðrum haustsins og vetrarins, og að þeir fuglar sem ná að lifa fram í nóvember eru því mikilvægir fyrir stofninn þar sem þeir koma til með að sjá um endurnýjun hans að vori. En í stað þess að leyfa veiðar fyrr á haustin, og að hluti þeirra fugla sem drepast af náttúrulegum orsökum nýtist þar með á jólaborð landsmanna, virðist umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun mikilvægara að refur og minkur fái að ganga í það hlaðborð þó að vitað sé að þeir stofnar lifi góðu lífi, og þá sérstaklega refurinn. Því miður virðast þeir sem sömdu umrædda reglugerð ekki gera sér vel grein fyrir því að íslensk vetrarveður eru válynd, og á köflum beinlínis hættuleg. Tíðarfar í haust var með þeim hætti að einungis fáir dagar af þeim níu sem voru stýfðir úr hnefa nýttust til veiða. Daginn er tekið að stytta allverulega á þessum árstíma, og það eru fáir klukkutímar af dagsbirtu sem nýtast þá daga sem gefur til veiða. Það munar stórlega að halda til fjalla um miðjan október eða í lok nóvember hvað lengd dags varðar. Með slíkri reglugerð er því ekki einungis verið að skemma upplifun þeirra sem halda til veiða, heldur er beinlínis verið að gera veiðarnar mikið hættulegri en nauðsyn ber til. Íslensk náttúra og íslenskt veðurfar eru nógu varasöm ein og sér án þess verið sé að auka hættuna með naumt skömmtuðum reglugerðum, og þeir sem það gera bera í raun þunga ábyrgð. En veiðimenn og konur halda samt sem áður af stað til veiða, jólarjúpan er mikilvægur hluti af jólahaldi á mörgum íslenskum heimilum. Oft hefur verið sagt að stýring á dýravernd og veiðum á Íslandi stýrist meira af tilfinningum en skynsemi og vísindalegum rökum, og má benda á mörg dæmi þess. En það eru ekki bara þeir sem vilja banna allar veiðar sem hafa tilfinningar, veiðimenn hafa þær líka, upplifunin við veiðar er þeim dýrmæt. Ekki má gleyma því að þegar svo fáir dagar eru til ráðstöfunar verður veiðiálag mjög mikið á þeim svæðum sem aðgengileg eru veiðimönnum hverju sinni. Svo mikið að margir þurfa frá að hverfa. Þeir breyta því sínum áætlunum, og freistast jafnvel í framhaldi af því til að fara inn á svæði eða einkalönd þar sem veiði er bönnuð. Núgildandi reglugerð minnkar ekki veiðiálag eins og henni var ætlað að gera. Hún takmarkar aðgengi að rjúpnaveiði, dregur stórlega úr ánægjunni við hana og gerir hana hættulega og erfiða. Hvað veldur slíku viðhorfi, slíkum hugsunarhætti? Ekki ætla ég þeim sem að þessari reglugerð standa annað en að vera vel meinandi gangvart þeim fimm til sex þúsund manns sem stunda rjúpnaveiðar. Hinsvegar er ég ekki viss um að þau þekki rjúpnaveiðar af eigin raun og beri skynbragð á hvernig þær ganga fyrir sig. Frásagnir af rjúpnaveiði, og reyndar allri veiði eru mjög oft tröllasögur af magnveiði, fleiri hundruðum rjúpna, vel er lagt í og kryddað. En veruleikinn er oftast allt annar, hinn almenni íslenski rjúpnaveiðimaður hefur það eitt að markmiði að veiða í jólamatinn fyrir fjölskylduna, flestir þurfa 5-20 rjúpur til að uppfylla þær þarfir, meðalveiði á hvern veiðimann er oftast um 7 rjúpur samkvæmt skráningum. Vissulega eru til magnveiðimenn, en með breyttum viðhorfum hefur þeim farið ört fækkandi. Með sölubanninu sem var sett á fyrir nokkrum árum var blessunarlega tekið fyrir sölu á rjúpu og þar með fyrir magnveiðina að mestu, og er sú ráðstöfun eitt af því fáa skynsamlega sem yfirvöld hafa gert í þessum málum á síðustu árum. Ég hef gengið til rjúpna síðan á unglingsaldri, og eins og við er að búast hef ég heyrt ógrynni af veiðisögum á þeim tíma og spjallað við hundruð veiðimanna um veiði og afla. Ég man eftir 6 veiðimönnum sem sögðu frá mikilli veiði, svokallaðri magnveiði, við skulum gefa okkur að allt yfir 20 fuglar á dag sé magnveiði. Ég er viss um að ekki séu allir sammála þeirri skilgreiningu. En þetta eru sögurnar sem lifa og berast manna á milli. Hinir dagarnir gleymast, ekki er sagt frá þeim skiptum þegar labbað er frá sólarupprás fram í myrkur í erfiðu færi og leiðindaveðri, og afraksturinn lítill sem enginn. Það þekkja allir sem veitt hafa rjúpu að sjá fugla taka sig upp löngu áður en komið er í færi og renna sér yfir í næsta dal án þess að veiðimaðurinn eigi minnsta möguleika. Það virðist algengur misskilningur að veiðimenn haldi af stað, finni rjúpurnar þar sem þær sitja spakar og stilltar og bíði eftir veiðimanninum. Líklega er þetta viðhorf tilkomið vegna þess hvað rjúpur sem hafa gert sig heimakomnar í kringum byggð eru oft gæfar, en það er langt, raunar mjög langt frá raunveruleikanum þegar komið er á veiðislóð. Hinn almenni veiðimaður leggur mikið á sig til að ná í sínar jólarjúpur, tíma, fjárútlát og mikla líkamlega áreynslu. Því er mikið haft fyrir þeim jólarjúpum sem skila sér á hans borð, og þeir sem fá að njóta kunna að meta bráðina að verðleikum. Það eru því tilmæli mín til umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, að endurskoða sem fyrst núgildandi reglugerð, og um leið sína afstöðu til veiði og veiðimanna. Hennar hlutverk er ekki að banna, loka og takmarka, heldur horfa á stóru myndina, hlusta á þá sem vilja fá að njóta gæða fallega landsins okkar og vilja að komandi kynslóðir geti það líka.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun