Eimskip og endurreisn Íslands Margrét Hrafnsdóttir skrifar 18. desember 2012 06:00 Eimskipafélag Íslands, okkar elsta skipafélag, var stofnað 17. janúar 1914.. Var almennt álitið að með stofnun þess væri stigið eitt stærsta heillaspor í sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Mættu á fimmta hundrað manns í Fríkirkjuna í Reykjavík að fagna fæðingu þessa „óskabarns þjóðarinnar" og hefur það nafn loðað við fyrirtækið síðan. Frá upphafi var saga þessa farsæla fyrirtækis tengd fossunum okkar. Eru ófáir þeir Íslendingar sem nöfn á borð við MS Gullfoss og Dettifoss ylja um hjartarætur. Skip þessi voru og eru tákn um frelsi og feng, þjóðbraut út í hinn stóra heim sem sprengdi í loft upp margra alda einangrun og átthagafjötra og ótæmandi uppspretta frásagna af ævintýrum og svaðilförum þegar þau skiluðu farþegum og áhöfnum sínum heilum á húfi í ferðalok. Ýmislegt gengið á Og það hefur gengið á ýmsu. Á upphafsárum félagsins urðu skrifstofur þess eldi að bráð í stórbruna. Goðafoss fórst 1918. Um tíma lokuðu stríðsátök tveggja heimstyrjalda Evrópu að mestu og ýttu undir Ameríkusiglingar. Á árunum 1944-5 voru bæði Goðafoss og Dettifoss skotnir niður af Þjóðverjum. Gríðarlegt tjón varð þegar vöruskemma félagsins varð eldi að bráð en byggð var ný og sú stærsta á landinu. Háskólasjóðurinn var stofnaður til minningar um stofnendur félagsins í Vesturheimi. Erlend vöruhús voru tekin í notkun í London og New York í eigu Eimskips. Fleiri skrifstofur voru svo opnaðar víða um heim. Á langri ferð hefur hróður félagsins borist víða, enda rekstur þess yfirleitt með ágætum. Í bankahruninu 2008 gerðust hins vegar þau tíðindi að sjálft móðurskipið, Eimskip, rakst á sker og strandaði. Sjálfsagt má endalaust deila um rekstur félagsins í „góðærinu" 2001-2008 en það er erfitt að sjá annað en að endurreisn félagsins frá 2009 hafi tekist vel – ég leyfi mér að segja, vonum framar – enda skilaði hún hagnaði til íslenska ríkisins og þjóðarinnar strax árið 2010 án þess að eigendur tækju út arðgreiðslur. Þannig hefur félagið í takt við íslenska þjóðarsál lagt sitt af mörkum á erfiðum tímum og stutt við bakið á íþróttafélögum og framúrskarandi einstaklingum, endurreist hinn dýrmæta Háskólasjóð Íslands og látið sig varða um menningu og listir. Fleiri siglingaleiðir hafa verið opnaðar undanfarin ár, vöxtur félagsins innanlands sem erlendis hefur verið góður og ný skip í smíðum í eigu Eimskips væntanleg í íslenska flotann á næstu árum! Sagan heldur því áfram að endurtaka sig! Þjóðin á mikið undir Það er því ekkert skrítið þótt miklar kröfur séu gerðar til þessa óskabarns þjóðarinnar. Á öll íslenska þjóðin mikið undir því að endurreisn hins íslenska hlutabréfamarkaðar heppnist sem best. Eftirvæntingin var því gríðarlega mikil þegar kunngert varð um að Eimskip færi á markað á þessu ári. Auðvitað áttu kaupréttarsamningar fárra yfirmanna félagsins að bíða þess að félagið skilaði góðum árangri áfram og nú á markaði. En Íslendingar eru sanngjarnir og fyrirgefa vonandi þessa óþolinmæði þeirra sem náðu góðum árangri með félagið, enda hafa þeir nú séð að sér og gefið eftir þessa kauprétti. Í samhengi sögunnar eru því öll teikn á himni um að Eimskip haldi áfram að farnast vel héðan í frá sem endranær. Í sátt við samfélagið Það er til mikils að vinna að Eimskip og önnur fyrirtæki sem hyggjast taka þátt í endurreisn íslenska hlutabréfamarksins nái að gera slíkt farsællega og í sátt við samfélagið. Eingöngu þannig mun almenningur með tíð og tíma fá tiltrú á hlutabréfakaupum aftur sem eðlilegum hluta af fjárfestingum og sparnaðarleiðum sínum. Efling alíslenskra stórfyrirtækja og hins íslenska hlutabréfamarkaðar mun svo aftur hafa í för með sér stóraukna atvinnuuppbyggingu og ný framtíðarstörf fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Það er ekki aðeins þjóðarhagur, það er forsenda tilveru okkar. Krefjumst ekki fullkomnunar heldur óskum þess að Eimskip haldi áfram að vera framúrskarandi og leiðandi á sínu sviði til framtíðar! Sá tími mun koma. Sagan segir okkur það. Nú er rúmt ár þar til Eimskip á eitt hundrað ára afmæli. Það verður gaman að sjá hvernig þá hefur til tekist með fyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði áður en önnur starfsöld þess rís! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Eimskipafélag Íslands, okkar elsta skipafélag, var stofnað 17. janúar 1914.. Var almennt álitið að með stofnun þess væri stigið eitt stærsta heillaspor í sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Mættu á fimmta hundrað manns í Fríkirkjuna í Reykjavík að fagna fæðingu þessa „óskabarns þjóðarinnar" og hefur það nafn loðað við fyrirtækið síðan. Frá upphafi var saga þessa farsæla fyrirtækis tengd fossunum okkar. Eru ófáir þeir Íslendingar sem nöfn á borð við MS Gullfoss og Dettifoss ylja um hjartarætur. Skip þessi voru og eru tákn um frelsi og feng, þjóðbraut út í hinn stóra heim sem sprengdi í loft upp margra alda einangrun og átthagafjötra og ótæmandi uppspretta frásagna af ævintýrum og svaðilförum þegar þau skiluðu farþegum og áhöfnum sínum heilum á húfi í ferðalok. Ýmislegt gengið á Og það hefur gengið á ýmsu. Á upphafsárum félagsins urðu skrifstofur þess eldi að bráð í stórbruna. Goðafoss fórst 1918. Um tíma lokuðu stríðsátök tveggja heimstyrjalda Evrópu að mestu og ýttu undir Ameríkusiglingar. Á árunum 1944-5 voru bæði Goðafoss og Dettifoss skotnir niður af Þjóðverjum. Gríðarlegt tjón varð þegar vöruskemma félagsins varð eldi að bráð en byggð var ný og sú stærsta á landinu. Háskólasjóðurinn var stofnaður til minningar um stofnendur félagsins í Vesturheimi. Erlend vöruhús voru tekin í notkun í London og New York í eigu Eimskips. Fleiri skrifstofur voru svo opnaðar víða um heim. Á langri ferð hefur hróður félagsins borist víða, enda rekstur þess yfirleitt með ágætum. Í bankahruninu 2008 gerðust hins vegar þau tíðindi að sjálft móðurskipið, Eimskip, rakst á sker og strandaði. Sjálfsagt má endalaust deila um rekstur félagsins í „góðærinu" 2001-2008 en það er erfitt að sjá annað en að endurreisn félagsins frá 2009 hafi tekist vel – ég leyfi mér að segja, vonum framar – enda skilaði hún hagnaði til íslenska ríkisins og þjóðarinnar strax árið 2010 án þess að eigendur tækju út arðgreiðslur. Þannig hefur félagið í takt við íslenska þjóðarsál lagt sitt af mörkum á erfiðum tímum og stutt við bakið á íþróttafélögum og framúrskarandi einstaklingum, endurreist hinn dýrmæta Háskólasjóð Íslands og látið sig varða um menningu og listir. Fleiri siglingaleiðir hafa verið opnaðar undanfarin ár, vöxtur félagsins innanlands sem erlendis hefur verið góður og ný skip í smíðum í eigu Eimskips væntanleg í íslenska flotann á næstu árum! Sagan heldur því áfram að endurtaka sig! Þjóðin á mikið undir Það er því ekkert skrítið þótt miklar kröfur séu gerðar til þessa óskabarns þjóðarinnar. Á öll íslenska þjóðin mikið undir því að endurreisn hins íslenska hlutabréfamarkaðar heppnist sem best. Eftirvæntingin var því gríðarlega mikil þegar kunngert varð um að Eimskip færi á markað á þessu ári. Auðvitað áttu kaupréttarsamningar fárra yfirmanna félagsins að bíða þess að félagið skilaði góðum árangri áfram og nú á markaði. En Íslendingar eru sanngjarnir og fyrirgefa vonandi þessa óþolinmæði þeirra sem náðu góðum árangri með félagið, enda hafa þeir nú séð að sér og gefið eftir þessa kauprétti. Í samhengi sögunnar eru því öll teikn á himni um að Eimskip haldi áfram að farnast vel héðan í frá sem endranær. Í sátt við samfélagið Það er til mikils að vinna að Eimskip og önnur fyrirtæki sem hyggjast taka þátt í endurreisn íslenska hlutabréfamarksins nái að gera slíkt farsællega og í sátt við samfélagið. Eingöngu þannig mun almenningur með tíð og tíma fá tiltrú á hlutabréfakaupum aftur sem eðlilegum hluta af fjárfestingum og sparnaðarleiðum sínum. Efling alíslenskra stórfyrirtækja og hins íslenska hlutabréfamarkaðar mun svo aftur hafa í för með sér stóraukna atvinnuuppbyggingu og ný framtíðarstörf fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Það er ekki aðeins þjóðarhagur, það er forsenda tilveru okkar. Krefjumst ekki fullkomnunar heldur óskum þess að Eimskip haldi áfram að vera framúrskarandi og leiðandi á sínu sviði til framtíðar! Sá tími mun koma. Sagan segir okkur það. Nú er rúmt ár þar til Eimskip á eitt hundrað ára afmæli. Það verður gaman að sjá hvernig þá hefur til tekist með fyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði áður en önnur starfsöld þess rís!
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun