Útgerðarmenn innheimta 92% veiðigjald Kristinn H. Gunnarsson skrifar 10. desember 2012 15:00 Mikil orrusta stendur yfir um skiptingu arðsins sem fiskimiðin gefa af sér. Sjávarútvegurinn gefur af sér 35-45 milljarða króna árlega svo það er eftir miklu að slægjast. Um 75% af þessari fjárhæð fara til 18 stærstu fyrirtækjanna. Eigendur þeirra eru kannski innan við 200. LÍÚ telur að veiðigjaldið sem Alþingi samþykkti sé fyrirtækjunum ofviða. Kvótinn gengur kaupum og sölum, einkum í gegnum söluskrifstofu LÍÚ, og veiðigjaldið þar er um 92% af framlegðinni og 77% hærra en veiðigjald ríkisstjórnarinnar mun að lokum verða. Síðan framsalið var leyft hefur sjávarútvegurinn í heild skilað 20-30% af tekjum upp í afskriftir og fjármagn. Síðan 2008 hefur framlegðin verið um 30%. Hvert kg af þorski sem dregið er upp úr sjó skilar að lokum 350-400 kr. í tekjur. Ýsan gefur heldur meira af sér, eða um 400 kr. Ef gert er ráð fyrir 400 kr. tekjum og 30% framlegð eru 120 kr. eftir af hverju kílói af þorski til þess að standa undir afskriftum, fjármagnskostnaði og arði. Veiðigjaldið núna er 33 kr. sem er aðeins fjórðungurinn af 120 kr. framlegðinni, 87 kr. halda útgerðarmenn eftir. Gjaldið verður eftir 4 ár 52% af framlegðinni eða 62 kr. Þá verða eftir 58 kr. til útvegsmanna eða nærri 15% af tekjunum. Útgerðin hefur sjálf myndað sitt eigið veiðigjald með viðskiptum með aflahlutdeild. Verðið á þorskkvóta var í byrjun október um 2.200 kr./kg. Sé miðað við að afnotarétturinn sé til 20 ára eins og útgerðarmenn krefjast er veiðigjaldið 110 kr./kg á hverju ári. Það er 92% af 120 kr. framlegðinni. LÍÚ heldur því fram fullum fetum að þetta veiðigjald sé orðið til á frjálsum markaði og endurspegli getu sjávarútvegsins til þess að greiða fyrir afnotaréttinn sérstaklega til viðbótar við hefðbundinn kostnað við rekstur. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur þetta rétt mat í skýrslu frá maí 2010. Viðskiptabankarnir eru á sama máli og lána greiðlega fyrir kvótakaupum á þessu verði. Veiðigjaldið hefur ekki áhrif á rekstrarafkomu atvinnugreinarinnar heldur breytir skiptingu auðlindaarðsins. Verð á veiðiheimildum milli útvegsmanna mun lækka sem nemur auknum hlut ríkisins. Við það er ekkert að athuga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Mikil orrusta stendur yfir um skiptingu arðsins sem fiskimiðin gefa af sér. Sjávarútvegurinn gefur af sér 35-45 milljarða króna árlega svo það er eftir miklu að slægjast. Um 75% af þessari fjárhæð fara til 18 stærstu fyrirtækjanna. Eigendur þeirra eru kannski innan við 200. LÍÚ telur að veiðigjaldið sem Alþingi samþykkti sé fyrirtækjunum ofviða. Kvótinn gengur kaupum og sölum, einkum í gegnum söluskrifstofu LÍÚ, og veiðigjaldið þar er um 92% af framlegðinni og 77% hærra en veiðigjald ríkisstjórnarinnar mun að lokum verða. Síðan framsalið var leyft hefur sjávarútvegurinn í heild skilað 20-30% af tekjum upp í afskriftir og fjármagn. Síðan 2008 hefur framlegðin verið um 30%. Hvert kg af þorski sem dregið er upp úr sjó skilar að lokum 350-400 kr. í tekjur. Ýsan gefur heldur meira af sér, eða um 400 kr. Ef gert er ráð fyrir 400 kr. tekjum og 30% framlegð eru 120 kr. eftir af hverju kílói af þorski til þess að standa undir afskriftum, fjármagnskostnaði og arði. Veiðigjaldið núna er 33 kr. sem er aðeins fjórðungurinn af 120 kr. framlegðinni, 87 kr. halda útgerðarmenn eftir. Gjaldið verður eftir 4 ár 52% af framlegðinni eða 62 kr. Þá verða eftir 58 kr. til útvegsmanna eða nærri 15% af tekjunum. Útgerðin hefur sjálf myndað sitt eigið veiðigjald með viðskiptum með aflahlutdeild. Verðið á þorskkvóta var í byrjun október um 2.200 kr./kg. Sé miðað við að afnotarétturinn sé til 20 ára eins og útgerðarmenn krefjast er veiðigjaldið 110 kr./kg á hverju ári. Það er 92% af 120 kr. framlegðinni. LÍÚ heldur því fram fullum fetum að þetta veiðigjald sé orðið til á frjálsum markaði og endurspegli getu sjávarútvegsins til þess að greiða fyrir afnotaréttinn sérstaklega til viðbótar við hefðbundinn kostnað við rekstur. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur þetta rétt mat í skýrslu frá maí 2010. Viðskiptabankarnir eru á sama máli og lána greiðlega fyrir kvótakaupum á þessu verði. Veiðigjaldið hefur ekki áhrif á rekstrarafkomu atvinnugreinarinnar heldur breytir skiptingu auðlindaarðsins. Verð á veiðiheimildum milli útvegsmanna mun lækka sem nemur auknum hlut ríkisins. Við það er ekkert að athuga.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar