Ert þú barnið mitt? Helga Vala Helgadótttir skrifar 7. desember 2012 06:00 Nú liggur fyrir á Alþingi löngu tímabært frumvarp til breytinga á barnalögum. Um er að ræða slíka réttarbót að ótrúlegt er að hún sé ekki fyrir löngu afgreidd. Örlítil breyting á 10. gr. barnalaga, sem segir til um hverjir geti átt aðild að faðernismáli.Um hvað snýst málið? Samkvæmt pater est reglu barnalaga er barn, sem fæðist í hjúskap eða skráðri sambúð, sjálfkrafa feðrað. Séu aðstæður aðrar er móður skv. 1. gr. barnalaga skylt að feðra barnið, þ.e. gefa upp hver faðir er, og er það skráð. Þannig er talið að grundvallarréttur barns um að þekkja báða foreldra sína sé tryggður. Hlutirnir eru bara ekki alltaf svona einfaldir. Það gerist að börn eru ranglega feðruð. Þá er það, vegna þess hvernig barnalögin eru í dag, á valdi móður, barns, eða þess sem skráður er faðir að leiðrétta rangindin. Þarf síðarnefndu aðilunum þá að vera kunnugt um hina röngu skráningu. Sá maður, sem telur sig vera föður barnsins, getur ekki leitað réttar síns fyrir dómstólum.Réttur barns Grundvallarrétturinn á að þekkja báða foreldra sína er svo ótvíræður að það skýtur skökku við að löggjafinn geri beinlínis ráð fyrir því að móður sé það í sjálfsvald sett að feðra barn sitt öðrum en blóðföður án möguleika hans á að leiðrétta feðrunina. Þannig getum við jafnvel séð móður feðra barn sitt öðrum, í þeim eina tilgangi að útiloka hinn rétta föður frá barninu. Slík hrópleg mismunun á réttindum foreldris ætti ekki að eiga sér stað í lögum.Réttur manns til úrlausnar Í lok árs 2000 féll dómur í Hæstarétti manni í vil sem krafðist þess að fá að leita réttar síns varðandi feðrun barns sem hann taldi að væri sitt. Í barnalögum þess tíma var bara móður og barni heimilt að fara í mál, og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að löggjöf, sem takmarkaði rétt manns til að fá úrlausn dómstóla um málefni er varðar hagsmuni hans, bryti gegn 70. gr. stjórnarskrár, sbr. einnig 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Fékk hann því leyfi til að fara í faðernismál til að láta kanna hvort hann væri faðir barnsins. Barnalögunum var breytt í kjölfarið en því miður ekki að fullu. Þeim manni sem taldi sig föður barns var bætt við en eingöngu væri barnið ófeðrað. Enn standa eftir þeir menn, sem telja sig feður barna, en börnin ranglega feðruð. Þeir geta enn ekki leitað réttar síns þrátt fyrir tilmæli Hæstaréttar fyrir um 12 árum síðan.Komið málinu á dagskrá Þetta þjóðþrifaverk er ekki að koma í fyrsta sinn fyrir þingið. Fyrir nokkrum árum lagði Dögg Pálsdóttir, þá varaþingmaður, sambærilegt frumvarp fyrir Alþingi en málið náði ekki framgangi á þinginu. Það má ekki gerast að þetta frumvarp hljóti sömu örlög. Þetta eru ekki mörg börn sem ranglega eru feðruð án vitneskju um það, en það að vita af einum blóðföður sem ekki getur leitað réttar síns fyrir dómi er bara of mikið. Hver vika, mánuður og ár sem föður og barni er meinað að kynnast vegna laga sem þarf að breyta er of langur tími. Klárið verkið kæru þingmenn, það er ykkar að laga þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir á Alþingi löngu tímabært frumvarp til breytinga á barnalögum. Um er að ræða slíka réttarbót að ótrúlegt er að hún sé ekki fyrir löngu afgreidd. Örlítil breyting á 10. gr. barnalaga, sem segir til um hverjir geti átt aðild að faðernismáli.Um hvað snýst málið? Samkvæmt pater est reglu barnalaga er barn, sem fæðist í hjúskap eða skráðri sambúð, sjálfkrafa feðrað. Séu aðstæður aðrar er móður skv. 1. gr. barnalaga skylt að feðra barnið, þ.e. gefa upp hver faðir er, og er það skráð. Þannig er talið að grundvallarréttur barns um að þekkja báða foreldra sína sé tryggður. Hlutirnir eru bara ekki alltaf svona einfaldir. Það gerist að börn eru ranglega feðruð. Þá er það, vegna þess hvernig barnalögin eru í dag, á valdi móður, barns, eða þess sem skráður er faðir að leiðrétta rangindin. Þarf síðarnefndu aðilunum þá að vera kunnugt um hina röngu skráningu. Sá maður, sem telur sig vera föður barnsins, getur ekki leitað réttar síns fyrir dómstólum.Réttur barns Grundvallarrétturinn á að þekkja báða foreldra sína er svo ótvíræður að það skýtur skökku við að löggjafinn geri beinlínis ráð fyrir því að móður sé það í sjálfsvald sett að feðra barn sitt öðrum en blóðföður án möguleika hans á að leiðrétta feðrunina. Þannig getum við jafnvel séð móður feðra barn sitt öðrum, í þeim eina tilgangi að útiloka hinn rétta föður frá barninu. Slík hrópleg mismunun á réttindum foreldris ætti ekki að eiga sér stað í lögum.Réttur manns til úrlausnar Í lok árs 2000 féll dómur í Hæstarétti manni í vil sem krafðist þess að fá að leita réttar síns varðandi feðrun barns sem hann taldi að væri sitt. Í barnalögum þess tíma var bara móður og barni heimilt að fara í mál, og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að löggjöf, sem takmarkaði rétt manns til að fá úrlausn dómstóla um málefni er varðar hagsmuni hans, bryti gegn 70. gr. stjórnarskrár, sbr. einnig 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Fékk hann því leyfi til að fara í faðernismál til að láta kanna hvort hann væri faðir barnsins. Barnalögunum var breytt í kjölfarið en því miður ekki að fullu. Þeim manni sem taldi sig föður barns var bætt við en eingöngu væri barnið ófeðrað. Enn standa eftir þeir menn, sem telja sig feður barna, en börnin ranglega feðruð. Þeir geta enn ekki leitað réttar síns þrátt fyrir tilmæli Hæstaréttar fyrir um 12 árum síðan.Komið málinu á dagskrá Þetta þjóðþrifaverk er ekki að koma í fyrsta sinn fyrir þingið. Fyrir nokkrum árum lagði Dögg Pálsdóttir, þá varaþingmaður, sambærilegt frumvarp fyrir Alþingi en málið náði ekki framgangi á þinginu. Það má ekki gerast að þetta frumvarp hljóti sömu örlög. Þetta eru ekki mörg börn sem ranglega eru feðruð án vitneskju um það, en það að vita af einum blóðföður sem ekki getur leitað réttar síns fyrir dómi er bara of mikið. Hver vika, mánuður og ár sem föður og barni er meinað að kynnast vegna laga sem þarf að breyta er of langur tími. Klárið verkið kæru þingmenn, það er ykkar að laga þetta.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar