Landlæknir skoðar fjögur óvænt andlát 6. desember 2012 07:00 Grunur leikur á að andlát sjúklings í október megi rekja til vanrækslu eða mistaka starfsmanns á gjörgæsludeild. Fréttablaðið/E.Ól. Nýleg dauðsföll tveggja sjúklinga á Landspítalanum eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar. Landlækni hafa borist tilkynningar um fjögur dauðsföll sem tengja má mistökum, vanrækslu eða óhappatilviki á þessu ári. Annað dauðsfallið varð á bráðamóttöku spítalans um síðustu helgi en hitt á gjörgæsludeildinni í október. Í því tilviki leikur grunur á vanrækslu eða mistökum og er hjúkrunarfræðingur með réttarstöðu grunaðs manns. Konan hefur verið yfirheyrð hjá lögreglu. „Það leikur grunur á vanrækslu eða mistökum starfsmanns, sem getur falið í sér einhverja sök,“ segir Friðrik Smári. „Það er töluvert síðan við fengum það mál inn á borð til okkar. Það er enn í rannsókn þótt hún sé langt á veg komin.“ Samkvæmt niðurstöðum lögreglu og innra eftirlits LSH virðast ekki vera augljós tengsl á milli álags og meintra mistaka starfsmannsins. Aðspurður hvort athæfið gæti falið í sér sakfellingu segir Friðrik Smári það vera í höndum ríkissaksóknara að taka þá ákvörðun þegar rannsókn er lokið. Hann segir ekki algengt að mál sem þessi komist til rannsóknar hjá lögreglu, en samkvæmt lögum ber spítalanum að tilkynna öll óvænt dauðsföll og atvik sem ollu eða hefðu getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni. Kastljós greindi frá málinu á þriðjudag. Þar kom fram að í báðum tilvikum væri um að ræða eldra fólk sem lést; á sjötugs- og áttræðisaldri. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir bæði málin hafa verið rannsökuð innan spítalans og lögregla og landlæknir látinn vita í kjölfarið, eins og lög segja til um. „Það er ekkert sérstakt við að láta lögreglu vita. Það er skylda okkar þegar um svona alvarleg atvik er að ræða,“ segir Björn. Hann getur ekki sagt til um hvort umræddur hjúkrunarfræðingur sé enn að störfum. „Við megum ekki fjalla um einstök mál. Það eru bæði einstaklingar og fjölskyldur á bak við þetta.“ Sjúklingurinn sem lést á bráðamóttökunni um síðustu helgi hafði legið einn í fjórar klukkustundir, en verklagsreglur segja til um að líta eigi til með sjúklingum á deildinni á klukkustundar fresti.sunna@frettabladid.is Landspítalinn Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Nýleg dauðsföll tveggja sjúklinga á Landspítalanum eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar. Landlækni hafa borist tilkynningar um fjögur dauðsföll sem tengja má mistökum, vanrækslu eða óhappatilviki á þessu ári. Annað dauðsfallið varð á bráðamóttöku spítalans um síðustu helgi en hitt á gjörgæsludeildinni í október. Í því tilviki leikur grunur á vanrækslu eða mistökum og er hjúkrunarfræðingur með réttarstöðu grunaðs manns. Konan hefur verið yfirheyrð hjá lögreglu. „Það leikur grunur á vanrækslu eða mistökum starfsmanns, sem getur falið í sér einhverja sök,“ segir Friðrik Smári. „Það er töluvert síðan við fengum það mál inn á borð til okkar. Það er enn í rannsókn þótt hún sé langt á veg komin.“ Samkvæmt niðurstöðum lögreglu og innra eftirlits LSH virðast ekki vera augljós tengsl á milli álags og meintra mistaka starfsmannsins. Aðspurður hvort athæfið gæti falið í sér sakfellingu segir Friðrik Smári það vera í höndum ríkissaksóknara að taka þá ákvörðun þegar rannsókn er lokið. Hann segir ekki algengt að mál sem þessi komist til rannsóknar hjá lögreglu, en samkvæmt lögum ber spítalanum að tilkynna öll óvænt dauðsföll og atvik sem ollu eða hefðu getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni. Kastljós greindi frá málinu á þriðjudag. Þar kom fram að í báðum tilvikum væri um að ræða eldra fólk sem lést; á sjötugs- og áttræðisaldri. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir bæði málin hafa verið rannsökuð innan spítalans og lögregla og landlæknir látinn vita í kjölfarið, eins og lög segja til um. „Það er ekkert sérstakt við að láta lögreglu vita. Það er skylda okkar þegar um svona alvarleg atvik er að ræða,“ segir Björn. Hann getur ekki sagt til um hvort umræddur hjúkrunarfræðingur sé enn að störfum. „Við megum ekki fjalla um einstök mál. Það eru bæði einstaklingar og fjölskyldur á bak við þetta.“ Sjúklingurinn sem lést á bráðamóttökunni um síðustu helgi hafði legið einn í fjórar klukkustundir, en verklagsreglur segja til um að líta eigi til með sjúklingum á deildinni á klukkustundar fresti.sunna@frettabladid.is
Landspítalinn Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent