Lögreglan rannsakaði of mikið SH skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Maðurinn sætti varðhaldi í tvo mánuði en fékk aðeins skilorðsbundinn dóm.fréttablaðið/vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 29 ára mann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot, brot gegn valdstjórninni og hylmingu. Sérsveit lögreglu réðst inn á heimili mannsins í Keflavík í lok febrúar eftir að tilkynningar höfðu borist um einkennilegt háttalag hans á Facebook. Þar hafði hann birt myndir af sér vopnuðum og látið í veðri vaka að íbúð hans væri tengd sprengju. Á heimili mannsins fundust hnífar, hlaðin kindabyssa, heimatilbúin rörasprengja og gaskútar sem hann hafði ýjað að að hann hygðist nota til sprengjugerðar. Maðurinn er dæmdur fyrir að eiga vopnin og að ógna lögreglumönnunum með hníf. Þó er tekið fram að hann hafi verið nývaknaður og dauðhræddur og komist í ákafa geðæsingu þegar lögreglumennirnir réðust inn, grímuklæddir og vopnaðir. Það skuli virða honum til refsilækkunar. Þá er hann dæmdur fyrir hylmingu, með því að eiga þjófstolna byssu. Verjandi mannsins sagði við aðalmeðferðina að lögregla hefði farið offari við rannsóknina og að hann hefði verið meðhöndlaður eins og fjöldamorðinginn Anders Breivik. Dómurinn er sammála þessu upp að vissu marki, og segir „augljóst […] að miklu meira hafi verið lagt í rannsókn málsins en háttsemi ákærða gaf tilefni til,“ segir í dómnum. „Þessu til stuðnings bendir dómari sérstaklega á rannsókn á skrifum og hugarórum ákærða sem ekki hafa nein tengsl við þá háttsemi sem hann er ákærður fyrir.“ Vegna þessa er hann aðeins dæmdur til að bera þriðjung sakarkostnaðarins. Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 29 ára mann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot, brot gegn valdstjórninni og hylmingu. Sérsveit lögreglu réðst inn á heimili mannsins í Keflavík í lok febrúar eftir að tilkynningar höfðu borist um einkennilegt háttalag hans á Facebook. Þar hafði hann birt myndir af sér vopnuðum og látið í veðri vaka að íbúð hans væri tengd sprengju. Á heimili mannsins fundust hnífar, hlaðin kindabyssa, heimatilbúin rörasprengja og gaskútar sem hann hafði ýjað að að hann hygðist nota til sprengjugerðar. Maðurinn er dæmdur fyrir að eiga vopnin og að ógna lögreglumönnunum með hníf. Þó er tekið fram að hann hafi verið nývaknaður og dauðhræddur og komist í ákafa geðæsingu þegar lögreglumennirnir réðust inn, grímuklæddir og vopnaðir. Það skuli virða honum til refsilækkunar. Þá er hann dæmdur fyrir hylmingu, með því að eiga þjófstolna byssu. Verjandi mannsins sagði við aðalmeðferðina að lögregla hefði farið offari við rannsóknina og að hann hefði verið meðhöndlaður eins og fjöldamorðinginn Anders Breivik. Dómurinn er sammála þessu upp að vissu marki, og segir „augljóst […] að miklu meira hafi verið lagt í rannsókn málsins en háttsemi ákærða gaf tilefni til,“ segir í dómnum. „Þessu til stuðnings bendir dómari sérstaklega á rannsókn á skrifum og hugarórum ákærða sem ekki hafa nein tengsl við þá háttsemi sem hann er ákærður fyrir.“ Vegna þessa er hann aðeins dæmdur til að bera þriðjung sakarkostnaðarins.
Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent