Verðmæti í sérkennum miðborgarinnar 23. nóvember 2012 06:00 Miðborg Reykjavíkur hefur tekið miklum breytingum síðustu misseri. Hvati þeirra breytinga er fyrst og fremst vaxandi fjöldi erlendra ferðamanna sem eru orðnir mjög áberandi á götum borgarinnar. Verslanir fyrir ferðamenn spretta upp eins og gorkúlur og fjöldi veitingastaða og gistirýma fer einnig ört vaxandi. Nær allir erlendir ferðamenn sem koma til landsins dvelja í lengri eða styttri tíma í höfuðborginni. Viðhorfskannanir meðal erlendra ferðamanna benda til þess að einstæð náttúra Íslands sé það sem dregur þá fyrst og fremst til landsins, en Reykjavík er æ oftar nefnd sem mikilvægur áfangastaður Íslandsferðar. Í erlendum rannsóknum í ferðamálafræðum kemur skýrt fram að flestir ferðamenn hafa mikinn áhuga á sögu og sérkennum þeirra borga sem þeir sækja heim. Upplýsingar um uppruna (sögu) og sérkenni Reykjavíkur þurfa að vera aðgengilegar þeim erlendu ferðamönnum sem ganga um götur miðborgarinnar. Sögueyjan Ísland Þótt náttúran gegni lykilhlutverki í því að laða hingað erlenda ferðamenn má ekki gleyma því að Ísland hefur réttilega verið kallað Sögueyjan og geymir Reykjavík lyklana að þeim fjársjóði. Í borginni eru fornhandritin varðveitt, í miðborginni reisti fyrsti landsmaðurinn bæ sinn. Rætur þéttbýlis eða borgarmyndunar í landinu má rekja til Innréttinga Skúla Magnússonar sem lét byggja verksmiðjuhús í landi Víkur (Reykjavíkur). Þessar byggingar teygðu sig frá gamla Víkurbænum, sem stóð nærri núverandi gatnamótum Túngötu og Suðurgötu, norður í Gróf og mynduðu þar með fyrstu borgargötu á Íslandi, Aðalstræti. Það er ekki aðeins upphafssaga borgarinnar sem þyrfti að kynna betur t.d. með upplýsingaskiltum eða einhvers konar myndverkum. Íbúðahverfin í gamla bænum búa yfir sögu og sérkennum sem koma þarf til skila. Nokkur götuheiti í gamla bænum eru tekin úr fornsöguarfi þjóðarinnar og mynda sérstaka hverfahluta sem vert er að kynna betur á myndrænan hátt. Þetta eru; a) Íslendingasöguhverfi; Grettisgata, Njálsgata, Kjartansgata, Guðrúnargata o.fl. götur. b) Landafundahverfi; Eiríksgata, Leifsgata og Þorfinnsgata. c) Goðahverfi; Óðinsgata, Lokastígur, Baldursgata o.fl. götur. Þá eru nokkrar götur í borginni sem heita eftir persónum úr sögu Reykjavíkur, t.d. Ingólfsstræti, Hallveigarstígur, Skúlagata o.fl. götur. Einnig má nefna tengingar við atvinnusögu borgarinnar eins og Stýrimannastígur og Kolasund. Þá hafa margar götur í gamla bænum tekið nöfn eftir kotum og bæjum í borgarlandinu eins og Grjótagata, Sölvhólsgata og Bergstaðastræti. Goðahverfið myndskreytt Greinarhöfundur er ekki einn um að benda á mikilvægi þess að gera sögu Reykjavíkur sýnilegri gestum borgarinnar. Árið 1986 skrifað Steingrímur Gunnarsson leiðsögumaður borgaryfirvöldum bréf þar sem hvatt var til myndskreytingar götuheita í borginni þar sem götunöfn tengjast sögu, bókmenntum og horfnum mannvirkjum. Benti Steingrímur sérstaklega á Goðahverfið sem heppilegt svæði. Hverfið afmarkast af Skólavörðustíg, Bergstaðastræti og Barónsstíg og teljast 15 götur til Goðahverfisins. Vel var tekið í þessar tillögur af hálfu borgaryfirvalda en ekkert varð úr framkvæmdum. Árið 2007 lét Norræna félagið í Reykjavík undir forystu Þorvalds S. Þorvaldssonar arkitekts gera Vegvísi um Goðahverfið á Skólavörðuholti í tilefni af 85 ára afmæli félagsins. Bæklingurinn var unninn í samvinnu við Höfuðborgarstofu sem sá um dreifingu hans til erlendra ferðamanna. Bæklingurinn var gefinn út í 15 þúsund eintökum á íslensku, dönsku og ensku. Í bæklingnum eru tengsl götunafna við nöfn goða og híbýla þeirra rakin. Þann 30. október sl. boðuðu Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson, sem reka veitingastaðinn Kaffi Loka, nokkra áhugamenn um ferðamennsku og sögu borgarinnar á fund til að kanna áhuga á að fylgja eftir tillögum Steingríms um myndskreytingu við götuhorn í Goðahverfinu. Á fundinum kom fram mikill áhugi á því að koma þessari hugmynd í framkvæmd. Fundarmenn töldu að efna þyrfti til samkeppni um gerð slíkra myndverka í samvinnu við Reykjavíkurborg. Merkingar og skreytingar í Goðahverfinu myndu leiða ferðamenn út fyrir hefðbundnar slóðir um Laugaveg og Skólavörðustíg og gæti orðið fyrirmynd fyrir önnur hverfi, t.d. Íslendingasagnahverfið norðan Skólavörðustígs. Þá kom fram hjá fundarmönnum að mikilvægt væri að kynna hugmyndina sem víðast, m.a. fyrir íbúum hverfisins til að fá sem víðtækastan stuðning við framkvæmdina. Þótt hér hafi aðallega verið fjallað um nauðsyn þess að kynna sögu borgarinnar fyrir erlendum ferðamönnum er fræðslugildið ekki síður mikilvægt fyrir þá sem borgina byggja; unga sem aldna. Ef vel tekst til gæti slíkt framtak gert borgina bæði fallegri og læsilegri. Erindi frá áhugahópnum um Goðahverfið verður fljótlega sent borgaryfirvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Miðborg Reykjavíkur hefur tekið miklum breytingum síðustu misseri. Hvati þeirra breytinga er fyrst og fremst vaxandi fjöldi erlendra ferðamanna sem eru orðnir mjög áberandi á götum borgarinnar. Verslanir fyrir ferðamenn spretta upp eins og gorkúlur og fjöldi veitingastaða og gistirýma fer einnig ört vaxandi. Nær allir erlendir ferðamenn sem koma til landsins dvelja í lengri eða styttri tíma í höfuðborginni. Viðhorfskannanir meðal erlendra ferðamanna benda til þess að einstæð náttúra Íslands sé það sem dregur þá fyrst og fremst til landsins, en Reykjavík er æ oftar nefnd sem mikilvægur áfangastaður Íslandsferðar. Í erlendum rannsóknum í ferðamálafræðum kemur skýrt fram að flestir ferðamenn hafa mikinn áhuga á sögu og sérkennum þeirra borga sem þeir sækja heim. Upplýsingar um uppruna (sögu) og sérkenni Reykjavíkur þurfa að vera aðgengilegar þeim erlendu ferðamönnum sem ganga um götur miðborgarinnar. Sögueyjan Ísland Þótt náttúran gegni lykilhlutverki í því að laða hingað erlenda ferðamenn má ekki gleyma því að Ísland hefur réttilega verið kallað Sögueyjan og geymir Reykjavík lyklana að þeim fjársjóði. Í borginni eru fornhandritin varðveitt, í miðborginni reisti fyrsti landsmaðurinn bæ sinn. Rætur þéttbýlis eða borgarmyndunar í landinu má rekja til Innréttinga Skúla Magnússonar sem lét byggja verksmiðjuhús í landi Víkur (Reykjavíkur). Þessar byggingar teygðu sig frá gamla Víkurbænum, sem stóð nærri núverandi gatnamótum Túngötu og Suðurgötu, norður í Gróf og mynduðu þar með fyrstu borgargötu á Íslandi, Aðalstræti. Það er ekki aðeins upphafssaga borgarinnar sem þyrfti að kynna betur t.d. með upplýsingaskiltum eða einhvers konar myndverkum. Íbúðahverfin í gamla bænum búa yfir sögu og sérkennum sem koma þarf til skila. Nokkur götuheiti í gamla bænum eru tekin úr fornsöguarfi þjóðarinnar og mynda sérstaka hverfahluta sem vert er að kynna betur á myndrænan hátt. Þetta eru; a) Íslendingasöguhverfi; Grettisgata, Njálsgata, Kjartansgata, Guðrúnargata o.fl. götur. b) Landafundahverfi; Eiríksgata, Leifsgata og Þorfinnsgata. c) Goðahverfi; Óðinsgata, Lokastígur, Baldursgata o.fl. götur. Þá eru nokkrar götur í borginni sem heita eftir persónum úr sögu Reykjavíkur, t.d. Ingólfsstræti, Hallveigarstígur, Skúlagata o.fl. götur. Einnig má nefna tengingar við atvinnusögu borgarinnar eins og Stýrimannastígur og Kolasund. Þá hafa margar götur í gamla bænum tekið nöfn eftir kotum og bæjum í borgarlandinu eins og Grjótagata, Sölvhólsgata og Bergstaðastræti. Goðahverfið myndskreytt Greinarhöfundur er ekki einn um að benda á mikilvægi þess að gera sögu Reykjavíkur sýnilegri gestum borgarinnar. Árið 1986 skrifað Steingrímur Gunnarsson leiðsögumaður borgaryfirvöldum bréf þar sem hvatt var til myndskreytingar götuheita í borginni þar sem götunöfn tengjast sögu, bókmenntum og horfnum mannvirkjum. Benti Steingrímur sérstaklega á Goðahverfið sem heppilegt svæði. Hverfið afmarkast af Skólavörðustíg, Bergstaðastræti og Barónsstíg og teljast 15 götur til Goðahverfisins. Vel var tekið í þessar tillögur af hálfu borgaryfirvalda en ekkert varð úr framkvæmdum. Árið 2007 lét Norræna félagið í Reykjavík undir forystu Þorvalds S. Þorvaldssonar arkitekts gera Vegvísi um Goðahverfið á Skólavörðuholti í tilefni af 85 ára afmæli félagsins. Bæklingurinn var unninn í samvinnu við Höfuðborgarstofu sem sá um dreifingu hans til erlendra ferðamanna. Bæklingurinn var gefinn út í 15 þúsund eintökum á íslensku, dönsku og ensku. Í bæklingnum eru tengsl götunafna við nöfn goða og híbýla þeirra rakin. Þann 30. október sl. boðuðu Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson, sem reka veitingastaðinn Kaffi Loka, nokkra áhugamenn um ferðamennsku og sögu borgarinnar á fund til að kanna áhuga á að fylgja eftir tillögum Steingríms um myndskreytingu við götuhorn í Goðahverfinu. Á fundinum kom fram mikill áhugi á því að koma þessari hugmynd í framkvæmd. Fundarmenn töldu að efna þyrfti til samkeppni um gerð slíkra myndverka í samvinnu við Reykjavíkurborg. Merkingar og skreytingar í Goðahverfinu myndu leiða ferðamenn út fyrir hefðbundnar slóðir um Laugaveg og Skólavörðustíg og gæti orðið fyrirmynd fyrir önnur hverfi, t.d. Íslendingasagnahverfið norðan Skólavörðustígs. Þá kom fram hjá fundarmönnum að mikilvægt væri að kynna hugmyndina sem víðast, m.a. fyrir íbúum hverfisins til að fá sem víðtækastan stuðning við framkvæmdina. Þótt hér hafi aðallega verið fjallað um nauðsyn þess að kynna sögu borgarinnar fyrir erlendum ferðamönnum er fræðslugildið ekki síður mikilvægt fyrir þá sem borgina byggja; unga sem aldna. Ef vel tekst til gæti slíkt framtak gert borgina bæði fallegri og læsilegri. Erindi frá áhugahópnum um Goðahverfið verður fljótlega sent borgaryfirvöldum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun