Fordómar gegn fötluðum 22. nóvember 2012 06:00 Þessi pistill er til atvinnurekenda og ráðningarfyrirtækja sem eru í þeirri stöðu að ráða fólk til starfa. Fyrir 10 árum varð ég fyrir þeirri lífsreynslu að lenda í umferðarslysi með þeim afleiðingum að missa vinstri handlegg. Eftir slysið hef ég orðið var við að fyrirtæki eru ekki tilbúin að ráða til sín fólk sem hefur orðið fyrir fötlun. Til að styrkja stöðu mína á vinnumarkaði fór ég í Verkmenntaskólann á Akureyri haustið 2003 og útskrifaðist þaðan af viðskiptabraut vorið 2008. Árin 2005-2008, á meðan ég var í skólanum, vann ég hjá N1 sem vaktstjóri með skólanum á veturna og svo í afleysingum á sumrin. Haustið 2008 fékk ég svo fulla vinnu í afleysingum en í febrúar 2009 fékk ég svo fastráðningu en var sagt upp störfum í lok febrúar 2012. Langtíma atvinnuleysi Frá þeim tíma hef ég verið atvinnulaus, þrátt fyrir að hafa sótt um öll þau störf sem auglýst hafa verið í dagskránni hér á Akureyri. Í sumum starfsviðtölum hef ég fengið mjög jákvæð viðbrögð og mér verið sagt að allt í ferilskránni minni passi fyrir starfið en fæ síðan neitun eða ekkert svar. Ótrúlegt er hve margir sýna þá óvirðingu og vanþakklæti að svara ekki starfsumsóknum eftir að ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Það á jafnt við um fyrirtækin sem auglýsa beint eftir fólki og ráðningarstofurnar þegar sótt er um störfin í gegnum þær. Til dæmis sótti ég um starf hjá fyrirtæki hér í bæ í maí síðastliðnum og fékk ekkert svar frá því og svo í september þá auglýsir það nákvæmlega sama starfið aftur. Hvað er í gangi hjá atvinnurekendum í dag? Vilja þeir ekki ráða fólk til sín í vinnu sem komið er yfir miðjan aldur og fá þá kannski þá reynslu af atvinnulífinu frá þeim starfsmönnum sem eru að sækja um? Árið 2004 fór ég á milli fyrirtækja og var að leita að vinnu og í einu slíku tilfelli var ég varla kominn út úr einu fyrirtækinu þegar ég heyrði að þeir hefðu ekkert með svona mann að gera því hann gæti ekki gert alla hluti sem þyrfti að gera. Hvernig geta menn sagt svona þegar þeir vita ekkert hvað viðkomandi getur gert eins og í mínu tilfelli bara með aðra höndina? Fólk þarf að fá tækifæri Stundum þegar fyrirtæki auglýsa eftir fólki þá er krafist reynslu í þessu eða hinu og það fólk sem hefur ekki þessa reynslu hefur enga möguleika á að fá viðkomandi vinnu, eins og þeir sem fatlaðir eru geti ekki lært nýja hluti eða vinnubrögð. Ég bara spyr, hvernig á fólk að fá reynsluna við viðkomandi störf ef það fær ekki að prófa hvort það geti leyst verkin af hendi? Sem dæmi, þá hef ég þessi 10 ár síðan ég slasaðist þurft að hugsa upp á nýtt, þróa og finna út hvernig á að gera hlutina með annarri hendi til dæmis hin ýmsu verkefni eins og að reka nagla í steinvegg, skipta um dekk á bíl og gera við, smíða, mála, raða í hillur, bera þunga hluti og fleira þess háttar og einnig má nefna að bara það sem allir gera án þess að hugsa um eins og að klippa neglurnar, binda bindishnút, reima skóna sína, allt þetta þarf að læra upp á nýtt. Satt best að segja er ótrúlegt hvað hægt er að gera með einni hendi með góðum vilja og jákvæðni. Lokaorð mín til atvinnurekanda eru þau að margt fatlað fólk er ekki verra til vinnu en hver annar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Þessi pistill er til atvinnurekenda og ráðningarfyrirtækja sem eru í þeirri stöðu að ráða fólk til starfa. Fyrir 10 árum varð ég fyrir þeirri lífsreynslu að lenda í umferðarslysi með þeim afleiðingum að missa vinstri handlegg. Eftir slysið hef ég orðið var við að fyrirtæki eru ekki tilbúin að ráða til sín fólk sem hefur orðið fyrir fötlun. Til að styrkja stöðu mína á vinnumarkaði fór ég í Verkmenntaskólann á Akureyri haustið 2003 og útskrifaðist þaðan af viðskiptabraut vorið 2008. Árin 2005-2008, á meðan ég var í skólanum, vann ég hjá N1 sem vaktstjóri með skólanum á veturna og svo í afleysingum á sumrin. Haustið 2008 fékk ég svo fulla vinnu í afleysingum en í febrúar 2009 fékk ég svo fastráðningu en var sagt upp störfum í lok febrúar 2012. Langtíma atvinnuleysi Frá þeim tíma hef ég verið atvinnulaus, þrátt fyrir að hafa sótt um öll þau störf sem auglýst hafa verið í dagskránni hér á Akureyri. Í sumum starfsviðtölum hef ég fengið mjög jákvæð viðbrögð og mér verið sagt að allt í ferilskránni minni passi fyrir starfið en fæ síðan neitun eða ekkert svar. Ótrúlegt er hve margir sýna þá óvirðingu og vanþakklæti að svara ekki starfsumsóknum eftir að ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Það á jafnt við um fyrirtækin sem auglýsa beint eftir fólki og ráðningarstofurnar þegar sótt er um störfin í gegnum þær. Til dæmis sótti ég um starf hjá fyrirtæki hér í bæ í maí síðastliðnum og fékk ekkert svar frá því og svo í september þá auglýsir það nákvæmlega sama starfið aftur. Hvað er í gangi hjá atvinnurekendum í dag? Vilja þeir ekki ráða fólk til sín í vinnu sem komið er yfir miðjan aldur og fá þá kannski þá reynslu af atvinnulífinu frá þeim starfsmönnum sem eru að sækja um? Árið 2004 fór ég á milli fyrirtækja og var að leita að vinnu og í einu slíku tilfelli var ég varla kominn út úr einu fyrirtækinu þegar ég heyrði að þeir hefðu ekkert með svona mann að gera því hann gæti ekki gert alla hluti sem þyrfti að gera. Hvernig geta menn sagt svona þegar þeir vita ekkert hvað viðkomandi getur gert eins og í mínu tilfelli bara með aðra höndina? Fólk þarf að fá tækifæri Stundum þegar fyrirtæki auglýsa eftir fólki þá er krafist reynslu í þessu eða hinu og það fólk sem hefur ekki þessa reynslu hefur enga möguleika á að fá viðkomandi vinnu, eins og þeir sem fatlaðir eru geti ekki lært nýja hluti eða vinnubrögð. Ég bara spyr, hvernig á fólk að fá reynsluna við viðkomandi störf ef það fær ekki að prófa hvort það geti leyst verkin af hendi? Sem dæmi, þá hef ég þessi 10 ár síðan ég slasaðist þurft að hugsa upp á nýtt, þróa og finna út hvernig á að gera hlutina með annarri hendi til dæmis hin ýmsu verkefni eins og að reka nagla í steinvegg, skipta um dekk á bíl og gera við, smíða, mála, raða í hillur, bera þunga hluti og fleira þess háttar og einnig má nefna að bara það sem allir gera án þess að hugsa um eins og að klippa neglurnar, binda bindishnút, reima skóna sína, allt þetta þarf að læra upp á nýtt. Satt best að segja er ótrúlegt hvað hægt er að gera með einni hendi með góðum vilja og jákvæðni. Lokaorð mín til atvinnurekanda eru þau að margt fatlað fólk er ekki verra til vinnu en hver annar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun