Skapandi til framtíðar Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Fyrir tveimur árum voru kynntar niðurstöður rannsóknar á efnahagslegum áhrifum skapandi greina sem opnuðu augu margra fyrir efnahagslegu mikilvægi þeirra. Með nýlegri skýrslu um starfsumhverfi þeirra hefur aðkoma stjórnvalda að þessum fjölbreytta málaflokki verið skýrð og birt sýn til framtíðar. Brýnt er að ólíkir aðilar í stjórnsýslu og stoðkerfi greinanna taki höndum saman við að treysta grundvöll skapandi greina. Mikilvægt er að fá betri yfirsýn með hagtölum um skapandi starfsemi þannig að unnt sé að byggja upp sögulega sýn á þróun mála og öðlast samanburð við þær þjóðir sem lengst eru komnar í þessum efnum. Þannig geta skapandi greinar orðið ríkari þáttur í atvinnustefnu þjóðarinnar um leið og þær leggja mikið til menningarlegrar velsældar og sjálfsmyndar þjóðarinnar. Stuðning hins opinbera þarf að vanda. Um leið og ljóst er að stofnanir hins opinbera skipta miklu máli innan hverrar listgreinar er einnig mikilvægt að hugað sé að grasrótarstarfi þar sem frumsköpun fer fram og reynt er á þanþol listgreinanna. Fjölgum stoðum íslensks atvinnulífs Skapandi greinar eru þáttur í stefnu stjórnvalda bæði á sviði menningar og á sviði atvinnu og nýsköpunar. Í nýrri fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á áframhaldandi uppbyggingu verkefnasjóða skapandi greina. Stuðningur við kvikmyndagerð verður efldur myndarlega og til sögunnar koma nýir verkefnasjóðir á sviði myndlistar og hönnunar, auk sérstaks sjóðs sem ætlað er að styðja útflutning á íslenskri tónlist. Þá verða efldir þeir verkefnasjóðir sem fyrir eru á ólíkum sviðum. Nauðsynlegt er að íhuga breytingar á atvinnuháttum í íslensku samfélagi. Eftir því sem íslenskt samfélag verður fjölbreyttara er mikilvægt að fjölga stoðum íslensks atvinnulífs og auka um leið félags- og menningarlega velsæld. Þar skipta skapandi greinar miklu máli sem sést á sívaxandi útflutningi hvers kyns menningarafurða. Skapandi greinar ásamt margvíslegri þekkingarstarfsemi, rannsóknum og nýsköpun, geta orðið einn af máttarstólpum íslensks atvinnulífs. Hins vegar þarf umræða um efnahagsleg áhrif skapandi greina ekki að þýða að hvert verkefni verði metið út frá hagnaðarvonum. Undirstaða skapandi greina er listsköpunin sem alltaf á rétt á sér óháð öllum slíkum mælikvörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum voru kynntar niðurstöður rannsóknar á efnahagslegum áhrifum skapandi greina sem opnuðu augu margra fyrir efnahagslegu mikilvægi þeirra. Með nýlegri skýrslu um starfsumhverfi þeirra hefur aðkoma stjórnvalda að þessum fjölbreytta málaflokki verið skýrð og birt sýn til framtíðar. Brýnt er að ólíkir aðilar í stjórnsýslu og stoðkerfi greinanna taki höndum saman við að treysta grundvöll skapandi greina. Mikilvægt er að fá betri yfirsýn með hagtölum um skapandi starfsemi þannig að unnt sé að byggja upp sögulega sýn á þróun mála og öðlast samanburð við þær þjóðir sem lengst eru komnar í þessum efnum. Þannig geta skapandi greinar orðið ríkari þáttur í atvinnustefnu þjóðarinnar um leið og þær leggja mikið til menningarlegrar velsældar og sjálfsmyndar þjóðarinnar. Stuðning hins opinbera þarf að vanda. Um leið og ljóst er að stofnanir hins opinbera skipta miklu máli innan hverrar listgreinar er einnig mikilvægt að hugað sé að grasrótarstarfi þar sem frumsköpun fer fram og reynt er á þanþol listgreinanna. Fjölgum stoðum íslensks atvinnulífs Skapandi greinar eru þáttur í stefnu stjórnvalda bæði á sviði menningar og á sviði atvinnu og nýsköpunar. Í nýrri fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á áframhaldandi uppbyggingu verkefnasjóða skapandi greina. Stuðningur við kvikmyndagerð verður efldur myndarlega og til sögunnar koma nýir verkefnasjóðir á sviði myndlistar og hönnunar, auk sérstaks sjóðs sem ætlað er að styðja útflutning á íslenskri tónlist. Þá verða efldir þeir verkefnasjóðir sem fyrir eru á ólíkum sviðum. Nauðsynlegt er að íhuga breytingar á atvinnuháttum í íslensku samfélagi. Eftir því sem íslenskt samfélag verður fjölbreyttara er mikilvægt að fjölga stoðum íslensks atvinnulífs og auka um leið félags- og menningarlega velsæld. Þar skipta skapandi greinar miklu máli sem sést á sívaxandi útflutningi hvers kyns menningarafurða. Skapandi greinar ásamt margvíslegri þekkingarstarfsemi, rannsóknum og nýsköpun, geta orðið einn af máttarstólpum íslensks atvinnulífs. Hins vegar þarf umræða um efnahagsleg áhrif skapandi greina ekki að þýða að hvert verkefni verði metið út frá hagnaðarvonum. Undirstaða skapandi greina er listsköpunin sem alltaf á rétt á sér óháð öllum slíkum mælikvörðum.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun