Gengið í Gálgahrauni – sameiginlegri auðlind okkar 27. október 2012 06:00 Óspillt náttúran er ein mesta auðlind okkar Íslendinga. Árið 2011 voru tekjur þjóðarbúsins af erlendum ferðamönnum 111 milljarðar króna. Að þeirra sögn var það fyrst og fremst náttúran sem laðaði þá til landsins. Til samanburðar var arður af sjávarútvegi 154 milljarðar króna. Það er því ljóst að náttúra landsins er stórkostleg auðlind sem okkur ber að standa vörð um. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. greiddi mikill meirihluti atkvæði með því að auðlindir landsmanna sem ekki væru í einkaeigu skyldu teljast sameign þjóðarinnar. Gálgahraun á Álftanesi er einstök perla á náttúruminjaskrá og því ótvírætt sameiginleg auðlind okkar allra. Í ljósi þessa er það siðlaust að Garðabær fénýti hraunið með því að leggja tvo vegi yfir það og skipuleggja þar íbúðabyggð, bæjarfélaginu til framdráttar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ eiga undir högg að sækja vegna græðgi sinnar en reyna með klækjum og röngum fullyrðingum að vinna almenningsálitið á sitt band. Þau láta sem 10 ára umhverfismat vegarins sé ekki runnið úr gildi og fullyrða að Kjarvalsklettarnir svokölluðu verði ekki eyðilagðir þótt þeir muni standa eins og framandi furðusmíð á umferðareyju, slitnir úr öllu samhengi við fyrra umhverfi. Öllum ábendingum um endurbætur á núverandi vegi er hafnað með fáránlegum og órökstuddum fullyrðingum um himinháan kostnað. Skotið er skollaeyrum við gjörbreyttri afstöðu almennings til náttúruverndar frá því fyrstu hugmyndir um nýjan Álftanesveg litu dagsins ljós fyrir 30 árum. Allt er gert til þess að villa um fyrir almenningi líkt og Vegagerðin og bæjaryfirvöld í Garðabæ séu í heilagri krossferð gegn Gálgahrauni. Senn líður að því að vinnuvélar verði ræstar undir Kjarvalsklettum. Áður en að því kemur ætla Hraunavinir að leiða almenning um svæðið. Gengið verður frá Prýðahverfi við Álftanesveg sunnudaginn 28. október kl. 14.00 um vegstæðið í gegnum hraunið, rúmlega klukkustundar leið. Jónatan Garðarsson lýsir staðháttum, flutt verða ávörp og Háskólakórinn syngur. Með því að mæta út í hraunið getur þú sýnt þá skoðun í verki að embættismönnum leyfist ekki að eyðileggja óspillta náttúru landsins, sameiginlega auðlind þjóðarinnar, eins og hún sé þeirra einkaeign. Hafi það einhvern tímann verið hægt er sá tími liðinn. Þeir sem vilja mótmæla nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun geta skráð nafn sitt á www.alftanesvegur.is. Einnig má fylgjast með gangi mála á Facebook-síðunni Verndum Gálgahraun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Sjá meira
Óspillt náttúran er ein mesta auðlind okkar Íslendinga. Árið 2011 voru tekjur þjóðarbúsins af erlendum ferðamönnum 111 milljarðar króna. Að þeirra sögn var það fyrst og fremst náttúran sem laðaði þá til landsins. Til samanburðar var arður af sjávarútvegi 154 milljarðar króna. Það er því ljóst að náttúra landsins er stórkostleg auðlind sem okkur ber að standa vörð um. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. greiddi mikill meirihluti atkvæði með því að auðlindir landsmanna sem ekki væru í einkaeigu skyldu teljast sameign þjóðarinnar. Gálgahraun á Álftanesi er einstök perla á náttúruminjaskrá og því ótvírætt sameiginleg auðlind okkar allra. Í ljósi þessa er það siðlaust að Garðabær fénýti hraunið með því að leggja tvo vegi yfir það og skipuleggja þar íbúðabyggð, bæjarfélaginu til framdráttar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ eiga undir högg að sækja vegna græðgi sinnar en reyna með klækjum og röngum fullyrðingum að vinna almenningsálitið á sitt band. Þau láta sem 10 ára umhverfismat vegarins sé ekki runnið úr gildi og fullyrða að Kjarvalsklettarnir svokölluðu verði ekki eyðilagðir þótt þeir muni standa eins og framandi furðusmíð á umferðareyju, slitnir úr öllu samhengi við fyrra umhverfi. Öllum ábendingum um endurbætur á núverandi vegi er hafnað með fáránlegum og órökstuddum fullyrðingum um himinháan kostnað. Skotið er skollaeyrum við gjörbreyttri afstöðu almennings til náttúruverndar frá því fyrstu hugmyndir um nýjan Álftanesveg litu dagsins ljós fyrir 30 árum. Allt er gert til þess að villa um fyrir almenningi líkt og Vegagerðin og bæjaryfirvöld í Garðabæ séu í heilagri krossferð gegn Gálgahrauni. Senn líður að því að vinnuvélar verði ræstar undir Kjarvalsklettum. Áður en að því kemur ætla Hraunavinir að leiða almenning um svæðið. Gengið verður frá Prýðahverfi við Álftanesveg sunnudaginn 28. október kl. 14.00 um vegstæðið í gegnum hraunið, rúmlega klukkustundar leið. Jónatan Garðarsson lýsir staðháttum, flutt verða ávörp og Háskólakórinn syngur. Með því að mæta út í hraunið getur þú sýnt þá skoðun í verki að embættismönnum leyfist ekki að eyðileggja óspillta náttúru landsins, sameiginlega auðlind þjóðarinnar, eins og hún sé þeirra einkaeign. Hafi það einhvern tímann verið hægt er sá tími liðinn. Þeir sem vilja mótmæla nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun geta skráð nafn sitt á www.alftanesvegur.is. Einnig má fylgjast með gangi mála á Facebook-síðunni Verndum Gálgahraun.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar