Hvernig gengur með Orkuveituna? Dagur B. Eggertsson skrifar 6. október 2012 06:00 Næsta ár er erfiðasta árið í fjármögnun Orkuveitunnar skv. fimm ára aðgerðaráætlun eigenda sem samþykkt var til bjargar fyrirtækinu fyrir hálfu öðru ári. Þá greiðir OR niður lán sem nemur 25 milljörðum króna. Þetta er stærsti áfangi í lækkun skulda skv. aðgerðaráætluninni og án efa stærsta niðurgreiðsla lána í sögu íslenskra sveitarfélaga. Í nýrri 5 ára áætlun sem stjórn OR samþykkti á fundi sínum nýverið kemur fram að alls muni skuldir fyrirtækisins lækka um 100 milljarða, úr 241 milljarði króna í 144 milljarða króna frá 2009-2018 (sjá súlurit). Eiginfjárhlutfall mun nær tvöfaldast frá 2013 til 2018, úr 23,8% í 44,3%, sem verður að teljast afar viðunandi. Unnið er eftir skýru planiÞað er sjálfsagt að rifja það upp að ef aðgerðaráætlunin, sem fékk heitið „Planið“, hefði ekki komið til hefðu borgarbúar staðið frammi fyrir greiðsluþroti Orkuveitunnar á miðju síðasta ári. Í Planinu fólst að loka 50 milljarða gati í fjármögnun OR til ársins 2016. Ýmsir hafa spurt um framgang aðgerðaráætlunarinnar og hvort hún hafi reynst raunhæf. Því er til að svara að gerð er grein fyrir framgangi hennar með ársfjórðungslegum skýrslum til eigenda sem jafnframt eru kynntar opinberlega og í Kauphöll. En rifjum upp stóru myndina. Gjaldskrárbreytingar skila 8 milljörðum á 5 árumEinstaka sinnum er þeirri skoðun hreyft að vandi OR hafi alfarið verið leystur með því að hækka gjaldskrár. Því fer fjarri. Hækkanirnar voru þó umtalsverðar og skipta töluverðu máli fyrir bættan rekstur OR. Á fimm árum er gert ráð fyrir að gjaldskrárbreytingar skili 8 milljörðum af þeim 50 sem upp á vantaði í fjármögnun OR. En hvernig verður hinum 42 milljörðunum náð? Niðurskurður í rekstri og fjárfestingum 20 milljarðarVerulega munar um minni fjárþörf vegna niðurskurðar í fjárfestingum og rekstri Orkuveitunnar. Viðkvæmastar og erfiðastar voru uppsagnir starfsfólks og samdráttur í starfsmannahaldi eftir öðrum leiðum. Starfsfólki hjá OR hefur fækkað úr liðlega 600 í 423 starfsmenn frá 2010 til 2012, eða um tæplega þriðjung, en alls átti rekstarhagræðing innan OR að skila 5 milljörðum. Niðurskurður í fjárfestingum í veitukerfum átti að skila öðrum 15 milljörðum. Árangur á báðum sviðum hefur náðst fyrr en að var stefnt. Víkjandi lán frá eigendum 12 milljarðarÁætlunin gerði einnig ráð fyrir víkjandi lánum frá eigendum. Annars vegar 8 milljörðum til að forða bráðavandanum sl. vor og hins vegar 4 milljörðum á þyngsta árinu 2013. Þessar lánveitingar munu ganga eftir og hefur Reykjavíkurborg sett til hliðar fé til að svo megi verða. Þá féllu eigendur frá hefðbundnum arðgreiðslum öll fimm ár Plansins, en í staðinn þurfti að skera niður í rekstri sveitarfélaganna, þar sem hluti rekstrar þeirra hafði verið fjármagnaður með arðgreiðslunum. Í tilfelli Reykjavíkur voru arðgreiðslur lengst af um 1,5 milljarðar króna á ári en um 800 milljónir síðasta ár þeirra. Sala eigna 10 milljarðarEin táknrænasta aðgerðin í öllu ferlinu var að nú hefur tekist að koma öllu starfsfólki OR í höfuðstöðvunum við Bæjarháls fyrir í um helmingi þess húss. Hinn helmingurinn er til sölu. Eignasala átti að skila 10 milljörðum alls og hefur sá þáttur reynst tímafrekari en ráð var fyrir gert. Stóra eignasöluárið samkvæmt Planinu er næsta ár. Unnið er að undirbúningi sölu á hluta höfuðstöðva OR við Bæjarháls, jarðarpörtum í Ölfusi og jörð við Ölfusvatn (Þingvallavatn). Söluferli á hlut OR í HS Veitum hófst á öðrum ársfjórðungi. Verið er að vinna verðmat á Landsneti og verða sölumöguleikar á hlut OR í því kannaðir í framhaldinu. Þá hafa Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið verið að skoða möguleika á að náttúruvísindasýning verði til húsa í Perlunni. Fela hugmyndirnar í sér að borgin kaupi Perluna af OR og leigi ríkinu hluta hennar. Loks var samþykkt í eigendanefnd OR að leggja til við eigendur að allt að 49% af Gagnaveitu Reykjavíkur yrðu boðin til kaups. Verði það samþykkt mun stjórn OR í kjölfarið leggja til bestu leiðir í því efni. Mikilvæg samstaðaTraustatökin við stjórn OR hafa vakið athygli. Til að viðhalda því trausti sem skapast hefur er ljóst að áfram verður að halda fast á málum. Meirihlutinn í Reykjavík sem skipaður er borgarfulltrúum Besta flokksins og Samfylkingarinnar stendur einhuga á bak við stjórn og forystu OR í erfiðum og vandasömum verkefnum og þakkar meðeigendum, borgarbúum og öðrum fyrir skilning og samstöðu í hinni mikilvægu endurreisn Orkuveitunnar, sameignar okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Næsta ár er erfiðasta árið í fjármögnun Orkuveitunnar skv. fimm ára aðgerðaráætlun eigenda sem samþykkt var til bjargar fyrirtækinu fyrir hálfu öðru ári. Þá greiðir OR niður lán sem nemur 25 milljörðum króna. Þetta er stærsti áfangi í lækkun skulda skv. aðgerðaráætluninni og án efa stærsta niðurgreiðsla lána í sögu íslenskra sveitarfélaga. Í nýrri 5 ára áætlun sem stjórn OR samþykkti á fundi sínum nýverið kemur fram að alls muni skuldir fyrirtækisins lækka um 100 milljarða, úr 241 milljarði króna í 144 milljarða króna frá 2009-2018 (sjá súlurit). Eiginfjárhlutfall mun nær tvöfaldast frá 2013 til 2018, úr 23,8% í 44,3%, sem verður að teljast afar viðunandi. Unnið er eftir skýru planiÞað er sjálfsagt að rifja það upp að ef aðgerðaráætlunin, sem fékk heitið „Planið“, hefði ekki komið til hefðu borgarbúar staðið frammi fyrir greiðsluþroti Orkuveitunnar á miðju síðasta ári. Í Planinu fólst að loka 50 milljarða gati í fjármögnun OR til ársins 2016. Ýmsir hafa spurt um framgang aðgerðaráætlunarinnar og hvort hún hafi reynst raunhæf. Því er til að svara að gerð er grein fyrir framgangi hennar með ársfjórðungslegum skýrslum til eigenda sem jafnframt eru kynntar opinberlega og í Kauphöll. En rifjum upp stóru myndina. Gjaldskrárbreytingar skila 8 milljörðum á 5 árumEinstaka sinnum er þeirri skoðun hreyft að vandi OR hafi alfarið verið leystur með því að hækka gjaldskrár. Því fer fjarri. Hækkanirnar voru þó umtalsverðar og skipta töluverðu máli fyrir bættan rekstur OR. Á fimm árum er gert ráð fyrir að gjaldskrárbreytingar skili 8 milljörðum af þeim 50 sem upp á vantaði í fjármögnun OR. En hvernig verður hinum 42 milljörðunum náð? Niðurskurður í rekstri og fjárfestingum 20 milljarðarVerulega munar um minni fjárþörf vegna niðurskurðar í fjárfestingum og rekstri Orkuveitunnar. Viðkvæmastar og erfiðastar voru uppsagnir starfsfólks og samdráttur í starfsmannahaldi eftir öðrum leiðum. Starfsfólki hjá OR hefur fækkað úr liðlega 600 í 423 starfsmenn frá 2010 til 2012, eða um tæplega þriðjung, en alls átti rekstarhagræðing innan OR að skila 5 milljörðum. Niðurskurður í fjárfestingum í veitukerfum átti að skila öðrum 15 milljörðum. Árangur á báðum sviðum hefur náðst fyrr en að var stefnt. Víkjandi lán frá eigendum 12 milljarðarÁætlunin gerði einnig ráð fyrir víkjandi lánum frá eigendum. Annars vegar 8 milljörðum til að forða bráðavandanum sl. vor og hins vegar 4 milljörðum á þyngsta árinu 2013. Þessar lánveitingar munu ganga eftir og hefur Reykjavíkurborg sett til hliðar fé til að svo megi verða. Þá féllu eigendur frá hefðbundnum arðgreiðslum öll fimm ár Plansins, en í staðinn þurfti að skera niður í rekstri sveitarfélaganna, þar sem hluti rekstrar þeirra hafði verið fjármagnaður með arðgreiðslunum. Í tilfelli Reykjavíkur voru arðgreiðslur lengst af um 1,5 milljarðar króna á ári en um 800 milljónir síðasta ár þeirra. Sala eigna 10 milljarðarEin táknrænasta aðgerðin í öllu ferlinu var að nú hefur tekist að koma öllu starfsfólki OR í höfuðstöðvunum við Bæjarháls fyrir í um helmingi þess húss. Hinn helmingurinn er til sölu. Eignasala átti að skila 10 milljörðum alls og hefur sá þáttur reynst tímafrekari en ráð var fyrir gert. Stóra eignasöluárið samkvæmt Planinu er næsta ár. Unnið er að undirbúningi sölu á hluta höfuðstöðva OR við Bæjarháls, jarðarpörtum í Ölfusi og jörð við Ölfusvatn (Þingvallavatn). Söluferli á hlut OR í HS Veitum hófst á öðrum ársfjórðungi. Verið er að vinna verðmat á Landsneti og verða sölumöguleikar á hlut OR í því kannaðir í framhaldinu. Þá hafa Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið verið að skoða möguleika á að náttúruvísindasýning verði til húsa í Perlunni. Fela hugmyndirnar í sér að borgin kaupi Perluna af OR og leigi ríkinu hluta hennar. Loks var samþykkt í eigendanefnd OR að leggja til við eigendur að allt að 49% af Gagnaveitu Reykjavíkur yrðu boðin til kaups. Verði það samþykkt mun stjórn OR í kjölfarið leggja til bestu leiðir í því efni. Mikilvæg samstaðaTraustatökin við stjórn OR hafa vakið athygli. Til að viðhalda því trausti sem skapast hefur er ljóst að áfram verður að halda fast á málum. Meirihlutinn í Reykjavík sem skipaður er borgarfulltrúum Besta flokksins og Samfylkingarinnar stendur einhuga á bak við stjórn og forystu OR í erfiðum og vandasömum verkefnum og þakkar meðeigendum, borgarbúum og öðrum fyrir skilning og samstöðu í hinni mikilvægu endurreisn Orkuveitunnar, sameignar okkar allra.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun