Rétt meðhöndlun gaskúta tryggir öryggi Jón Viðar Matthíasson skrifar 28. september 2012 06:00 Í ljósi umfjöllunar síðustu daga um hættuna sem stafað getur af gaskútum langar mig til að benda á þá staðreynd að þrátt fyrir mikla fjölgun gaseldavéla á heimilum landsmanna eru afar fá dæmi um að hættuástand skapist vegna gass. Þar er rétt meðhöndlun á gasi lykilatriði og sem betur fer fara flestir þá leið að fá fagmenn til að setja slíkan eldunarbúnað upp og tengja. Til eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í uppsetningu og þjónustu við gas og tryggja þannig réttan frágang á leiðslum og öðrum nauðsynlegum öryggisbúnaði. Gas er bæði þarft og mikilvægt efni og er ekki hættulegt ef rétt er með það farið. Gas sem notað er til eldunar er svokallað F-gas sem er blanda af gastegundunum própani og bútani. F-gas er bæði lit- og lyktarlaust og þess vegna er blandað í það sterku lyktarefni svo fólk verði vart við gasleka. F-gas er töluvert þyngra en andrúmsloft og því leitar það niður á gólf ef það lekur út. Því er nauðsynlegt að staðsetja gasskynjara við gólf, eða í sökkli innréttinga, til að vara við gasleka. Það ætti að vera jafn sjálfsagt að setja upp gasskynjara og reykskynjara til að vara við reyk – ódýrari og einfaldari líftryggingu er varla hægt að fá. Mikilvægt er að hafa svokallaðan brotrofa á gaskútum sem lokar fyrir gasstreymi ef slangan frá kútnum gefur sig og skipta um slöngur í samræmi við kröfur framleiðenda, sem er u.þ.b. á fimm ára fresti. Loks er mikilvægt að merkja vel staði þar sem gaskútar eru geymdir svo hægt sé að tryggja öryggi fólks ef upp kemur eldur, en hægt er að fá slíka límmiða á flestum bensínstöðvum. Þegar skipt er um húsnæði og gaseldunarbúnaður er til staðar í því húsnæði er einnig rétt að kynna sér ástand þess búnaðar með aðstoð fagmanna. Ef fólk er með gaskúta sem það notar einungis yfir sumartímann, t.d. við grill eða í húsbíl, er hægt að leggja kútana inn hjá söluaðila yfir vetrartímann og kaupa nýja áfyllingu og kút næsta sumar. Ef fólk kýs hins vegar að geyma kútinn sjálft þarf að gæta þess að loka vel fyrir hann og finna honum vel loftræstan og læstan geymslustað, helst utandyra. Séu hylkin geymd innandyra þarf að tryggja nægilega loftræstingu bæði ofan til og við botn geymslunnar. Ef loftræsting er ekki nægjanleg geta hættulegar og súrefnissnauðar lofttegundir myndast. Til eru ýmsar útfærslur af sérstökum skápum fyrir gaskúta. Hægt er að fyrirbyggja slys með því að vanda vel uppsetningu gaseldunarbúnaðar og gaskúta, kynna sér hvernig best sé að standa að meðhöndlun og gæta þess að hafa eftirlitið í lagi. Ég hvet fólk því til að kynna sér öryggisatriði varðandi meðhöndlun og geymslu gaskúta, t.d. á heimasíðu Slökkviliðsins, www.shs.is, og nýta sér þekkingu fagmanna ef fara á í framkvæmdir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Í ljósi umfjöllunar síðustu daga um hættuna sem stafað getur af gaskútum langar mig til að benda á þá staðreynd að þrátt fyrir mikla fjölgun gaseldavéla á heimilum landsmanna eru afar fá dæmi um að hættuástand skapist vegna gass. Þar er rétt meðhöndlun á gasi lykilatriði og sem betur fer fara flestir þá leið að fá fagmenn til að setja slíkan eldunarbúnað upp og tengja. Til eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í uppsetningu og þjónustu við gas og tryggja þannig réttan frágang á leiðslum og öðrum nauðsynlegum öryggisbúnaði. Gas er bæði þarft og mikilvægt efni og er ekki hættulegt ef rétt er með það farið. Gas sem notað er til eldunar er svokallað F-gas sem er blanda af gastegundunum própani og bútani. F-gas er bæði lit- og lyktarlaust og þess vegna er blandað í það sterku lyktarefni svo fólk verði vart við gasleka. F-gas er töluvert þyngra en andrúmsloft og því leitar það niður á gólf ef það lekur út. Því er nauðsynlegt að staðsetja gasskynjara við gólf, eða í sökkli innréttinga, til að vara við gasleka. Það ætti að vera jafn sjálfsagt að setja upp gasskynjara og reykskynjara til að vara við reyk – ódýrari og einfaldari líftryggingu er varla hægt að fá. Mikilvægt er að hafa svokallaðan brotrofa á gaskútum sem lokar fyrir gasstreymi ef slangan frá kútnum gefur sig og skipta um slöngur í samræmi við kröfur framleiðenda, sem er u.þ.b. á fimm ára fresti. Loks er mikilvægt að merkja vel staði þar sem gaskútar eru geymdir svo hægt sé að tryggja öryggi fólks ef upp kemur eldur, en hægt er að fá slíka límmiða á flestum bensínstöðvum. Þegar skipt er um húsnæði og gaseldunarbúnaður er til staðar í því húsnæði er einnig rétt að kynna sér ástand þess búnaðar með aðstoð fagmanna. Ef fólk er með gaskúta sem það notar einungis yfir sumartímann, t.d. við grill eða í húsbíl, er hægt að leggja kútana inn hjá söluaðila yfir vetrartímann og kaupa nýja áfyllingu og kút næsta sumar. Ef fólk kýs hins vegar að geyma kútinn sjálft þarf að gæta þess að loka vel fyrir hann og finna honum vel loftræstan og læstan geymslustað, helst utandyra. Séu hylkin geymd innandyra þarf að tryggja nægilega loftræstingu bæði ofan til og við botn geymslunnar. Ef loftræsting er ekki nægjanleg geta hættulegar og súrefnissnauðar lofttegundir myndast. Til eru ýmsar útfærslur af sérstökum skápum fyrir gaskúta. Hægt er að fyrirbyggja slys með því að vanda vel uppsetningu gaseldunarbúnaðar og gaskúta, kynna sér hvernig best sé að standa að meðhöndlun og gæta þess að hafa eftirlitið í lagi. Ég hvet fólk því til að kynna sér öryggisatriði varðandi meðhöndlun og geymslu gaskúta, t.d. á heimasíðu Slökkviliðsins, www.shs.is, og nýta sér þekkingu fagmanna ef fara á í framkvæmdir.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun