Grunaðir um smygl til Íslands í áraraðir 28. september 2012 08:00 Vandlega falið Hluti amfetamínsins var vel falinn undir sætum bíls sem einn hinna grunuðu ók til Danmerkur í ágúst.Mynd/danska lögreglan „Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að," segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi. Mennirnir eru taldir hafa stýrt fíkniefnasmygli um alla Evrópu, meðal annars til Íslands, í áraraðir. Að því er fram kemur í tilkynningu frá dönsku lögreglunni í gær voru þeir handteknir á löngu tímabili, sá fyrsti í ágúst og þeir síðustu á mánudaginn. Í fórum nokkurra þeirra fundust samtals 34 kíló af amfetamíni og 600 grömm af e-töflum. „Aðgerðirnar eru byggðar á íslenskri rannsókn sem hófst fyrir rúmlega ári," segir Karl Steinar. „Forræðið var hjá okkur í upphafi en færðist síðan yfir til Dananna í maí þegar ákveðið var að stoppa atburðarásina þar." Í tilkynningu dönsku lögreglunnar er haft eftir Steffen Thanning Steffensen, yfirmanni hjá lögreglunni, að þeim hafi fljótt orðið ljóst að höfuðpaurinn í málinu væri 38 ára gamall Íslendingur sem var búsettur á Spáni. Þar er átt við Guðmund Inga Þóroddsson, sem hlaut sjö og fimm ára fangelsisdóma fyrir fíkniefnasmygl hérlendis árin 2000 og 2002. Sjö aðrir Íslendingar eru í haldi, þar af einn í Noregi. Einn Íslendinganna hefur verið búsettur í Síle, en meðal hinna handteknu er einnig Sílebúi með franskan ríkisborgararétt. Þrír hinna handteknu eru Danir. „Við teljum að þessi hópur hafi verið mjög umfangsmikill í meðhöndlun fíkniefna, sölu þeirra og dreifingu í Evrópu á undanförnum árum, þar á meðal á Íslandi," segir Karl Steinar. „Á þessu stigi er það meðal þess sem er rannsakað hvert þessi tilteknu fíkniefni áttu að fara. Það er á ábyrgð Dananna að leiða það í ljós, en við vinnum með þeim í því eins og við getum." Amfetamínið sem fannst var mjög sterkt, að sögn Karls, og auðvelt hefði verið að drýgja það að minnsta kosti þrefalt fyrir götusölu. Þá hefði götuvirði þess verið rúmlega hálfur milljarður. Í sumar var Sverrir Þór Gunnarsson, kallaður Sveddi tönn, handtekinn í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann hafði lengi verið grunaður um að hafa staðið fyrir reglulegu og miklu smygli á fíkniefnum til Íslands. Með því og þessu nýja máli segist Karl Steinar telja að tekist hafi að loka tveimur af helstu smyglleiðunum til Íslands. „Við höfum einsett okkur að knésetja þá brotahópa sem við teljum að hafi unnið á Íslandi og það hafa verið ansi stór og þung skref stigin í því." stigur@frettabladid.is Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
„Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að," segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi. Mennirnir eru taldir hafa stýrt fíkniefnasmygli um alla Evrópu, meðal annars til Íslands, í áraraðir. Að því er fram kemur í tilkynningu frá dönsku lögreglunni í gær voru þeir handteknir á löngu tímabili, sá fyrsti í ágúst og þeir síðustu á mánudaginn. Í fórum nokkurra þeirra fundust samtals 34 kíló af amfetamíni og 600 grömm af e-töflum. „Aðgerðirnar eru byggðar á íslenskri rannsókn sem hófst fyrir rúmlega ári," segir Karl Steinar. „Forræðið var hjá okkur í upphafi en færðist síðan yfir til Dananna í maí þegar ákveðið var að stoppa atburðarásina þar." Í tilkynningu dönsku lögreglunnar er haft eftir Steffen Thanning Steffensen, yfirmanni hjá lögreglunni, að þeim hafi fljótt orðið ljóst að höfuðpaurinn í málinu væri 38 ára gamall Íslendingur sem var búsettur á Spáni. Þar er átt við Guðmund Inga Þóroddsson, sem hlaut sjö og fimm ára fangelsisdóma fyrir fíkniefnasmygl hérlendis árin 2000 og 2002. Sjö aðrir Íslendingar eru í haldi, þar af einn í Noregi. Einn Íslendinganna hefur verið búsettur í Síle, en meðal hinna handteknu er einnig Sílebúi með franskan ríkisborgararétt. Þrír hinna handteknu eru Danir. „Við teljum að þessi hópur hafi verið mjög umfangsmikill í meðhöndlun fíkniefna, sölu þeirra og dreifingu í Evrópu á undanförnum árum, þar á meðal á Íslandi," segir Karl Steinar. „Á þessu stigi er það meðal þess sem er rannsakað hvert þessi tilteknu fíkniefni áttu að fara. Það er á ábyrgð Dananna að leiða það í ljós, en við vinnum með þeim í því eins og við getum." Amfetamínið sem fannst var mjög sterkt, að sögn Karls, og auðvelt hefði verið að drýgja það að minnsta kosti þrefalt fyrir götusölu. Þá hefði götuvirði þess verið rúmlega hálfur milljarður. Í sumar var Sverrir Þór Gunnarsson, kallaður Sveddi tönn, handtekinn í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann hafði lengi verið grunaður um að hafa staðið fyrir reglulegu og miklu smygli á fíkniefnum til Íslands. Með því og þessu nýja máli segist Karl Steinar telja að tekist hafi að loka tveimur af helstu smyglleiðunum til Íslands. „Við höfum einsett okkur að knésetja þá brotahópa sem við teljum að hafi unnið á Íslandi og það hafa verið ansi stór og þung skref stigin í því." stigur@frettabladid.is
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira