Frelsi og sjálfræði – eða bergmál frá miðöldum 27. september 2012 06:00 Undir lok átjándu aldar gerðu bandarískir þrælar uppreisn gegn kúgurum sínum og vildu frelsi. Kúgararnir vildu reyndar líka frelsi, frelsi frá alríkinu bandaríska til að halda þræla. Þess vegna var þetta réttnefnt frelsisstríð. Uppreisninni lauk með sigri þrælanna og annarra sem skildu frelsishugsjónina þeirra skilningi. Þetta var vorið í Norður-Ameríku. Þessir vindar bárust einnig til Frakklands og þar var gerð bylting undir yfirskriftinni „frelsi, jafnrétti og bræðralag". Vorið var komið til Evrópu. Það gerði reyndar hret, mörg hret og frelsið reyndist síður en svo auðfengið. Vorið kom líka til Íslands, smátt og smátt þokaðist samfélagið nær því að geta talist samfélag jafningja. Ekki af því að allir væru beinlínis jafnir, heldur vegna þess að hrein og klár mismunun studd af yfirvöldum og fest í lög var numin úr gildi. Þetta gerðist m.a. með því að konur fengu kosningarétt, verkamenn á skipum fengu rétt til að sofa, börn og ungmenni fengu rétt til að ganga í skóla og gamalt fólk fékk tækifæri til að hætta að vinna án þess að lenda á vonarvöl. Eftir því sem frelsið jókst, og eftir því sem fleirum hlotnaðist sjálfstæði og sjálfræði til að nýta sér það svigrúm sem aukið frelsi veitti, komu í ljós nýir hópar fólks sem bjuggu ekki bara við bág efnahagsleg kjör heldur yfirgripsmiklar frelsisskerðingar. Hér á ég við fólk sem bjó við fötlun. Til skamms tíma hefur líf fólks með fötlun verið undir gæsku og góðvild annarra komið. Stuðningur við þennan hóp miðaði fyrst við að gera því kleift að lifa af, kannski líka að gefa foreldrum og öðrum aðstandendum svigrúm til að sinna vinnu og eigin áhugamálum. Á síðustu árum hafa þær raddir heyrst að þessu fólki bæri frelsi og jafnrétti ekki síður en öðrum. Þessar raddir hafa ekki síst heyrst frá því fólki sem sjálft býr við fötlun, því eins og öðrum finnst því lítilsvirðing í því fólgin að vera upp á gæsku og góðvild annarra komið. Það vill fá að vera sjálfstætt, fá að taka þátt í þjóðlífinu, setja sér sín eigin markmið og vinna að þeim eftir eigin getu. Það vill fá að stjórna eigin lífi sjálft. Nýlegar hugmyndir um skyldur ríkisins við fatlaða hafa einmitt þessa hugmyndafræði að leiðarljósi. Það er skylda ríkisins að búa svo í haginn fyrir fólk sem er með fötlun að það sjálft og aðstandendur þess geti lifað með reisn. Þetta er reyndar ekki sérstök skylda ríkisins við fólk með fötlun, heldur hefur ríkisvaldið þá skyldu gagnvart öllum borgurum að þeir eigi þess kost að lifa með reisn. Um þetta ætti að vera víðtæk sátt. Enginn sem hefur lágmarksskilning á mannréttindum ætti að vilja mæla þessu mót. Þess vegna brá mér í brún þegar ég sá í blaði um daginn eftirfarandi orð: „Það þarf líka að stokka upp í kerfinu. Ég er í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af því að það sé verið að ríkisvæða náungakærleikann. Í stað þess að við sameinumst til stuðnings náunga okkar sem á erfitt t.d. í gegnum eigin framlög með vinnu eða fjármunum, kirkjufélög, sjálfboðasamtök, er öllu vísað á ríkisstofnanir, af því að skattarnir og bótakerfi eigi að sjá um alla þá sem þurfa á hjálp að halda, aldraða, sjúka, fatlaða eða atvinnulausa." Mér brá í brún því ég hafði ekki skilið stuðning við þá sem höllum fæti standa sem ríkisvæðingu náungakærleikans, heldur sem viðleitni ríkisins til að stuðla að frelsi og réttlæti – til að tryggja að fólk njóti mannréttinda. Skattarnir og bótakerfið eiga meðal annars að tryggja öllum mannsæmandi líf, þ.e. líf sem byggist á því að mannréttindi séu virt, hvernig sem fólk er til líkama og sálar. Betur má ef duga skal, en viðleitnin er þó í þessa átt. Sjálfstæði og sjálfræði fólks er auk þess forsenda þess að samfélagið geti einkennst af vináttu og virðingu fólks – náungakærleika – því einungis meðal jafningja getur vinátta verið sönn og gagnkvæm. Á miðöldum varð fólk, sem þurfti á hjálp að halda, iðulega að reiða sig á gæsku og góðvild annarra. Lífsáform þess voru algjörlega undir öðrum komin og framfærslan byggð á betli. Þetta fólk bjó því við kjör sem voru líkari kjörum þræla en frjálsra manna. Þegar ég sá þessa tilvitnun að ofan fannst mér ég heyra bergmál frá miðöldum. Samt var höfundur orðanna samtímamaður í stjórnmálum, Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sem sagði líka að Alþingi væri of lítill staður fyrir hann (Reykjanes, 20.september 2012, bls. 8-9). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undir lok átjándu aldar gerðu bandarískir þrælar uppreisn gegn kúgurum sínum og vildu frelsi. Kúgararnir vildu reyndar líka frelsi, frelsi frá alríkinu bandaríska til að halda þræla. Þess vegna var þetta réttnefnt frelsisstríð. Uppreisninni lauk með sigri þrælanna og annarra sem skildu frelsishugsjónina þeirra skilningi. Þetta var vorið í Norður-Ameríku. Þessir vindar bárust einnig til Frakklands og þar var gerð bylting undir yfirskriftinni „frelsi, jafnrétti og bræðralag". Vorið var komið til Evrópu. Það gerði reyndar hret, mörg hret og frelsið reyndist síður en svo auðfengið. Vorið kom líka til Íslands, smátt og smátt þokaðist samfélagið nær því að geta talist samfélag jafningja. Ekki af því að allir væru beinlínis jafnir, heldur vegna þess að hrein og klár mismunun studd af yfirvöldum og fest í lög var numin úr gildi. Þetta gerðist m.a. með því að konur fengu kosningarétt, verkamenn á skipum fengu rétt til að sofa, börn og ungmenni fengu rétt til að ganga í skóla og gamalt fólk fékk tækifæri til að hætta að vinna án þess að lenda á vonarvöl. Eftir því sem frelsið jókst, og eftir því sem fleirum hlotnaðist sjálfstæði og sjálfræði til að nýta sér það svigrúm sem aukið frelsi veitti, komu í ljós nýir hópar fólks sem bjuggu ekki bara við bág efnahagsleg kjör heldur yfirgripsmiklar frelsisskerðingar. Hér á ég við fólk sem bjó við fötlun. Til skamms tíma hefur líf fólks með fötlun verið undir gæsku og góðvild annarra komið. Stuðningur við þennan hóp miðaði fyrst við að gera því kleift að lifa af, kannski líka að gefa foreldrum og öðrum aðstandendum svigrúm til að sinna vinnu og eigin áhugamálum. Á síðustu árum hafa þær raddir heyrst að þessu fólki bæri frelsi og jafnrétti ekki síður en öðrum. Þessar raddir hafa ekki síst heyrst frá því fólki sem sjálft býr við fötlun, því eins og öðrum finnst því lítilsvirðing í því fólgin að vera upp á gæsku og góðvild annarra komið. Það vill fá að vera sjálfstætt, fá að taka þátt í þjóðlífinu, setja sér sín eigin markmið og vinna að þeim eftir eigin getu. Það vill fá að stjórna eigin lífi sjálft. Nýlegar hugmyndir um skyldur ríkisins við fatlaða hafa einmitt þessa hugmyndafræði að leiðarljósi. Það er skylda ríkisins að búa svo í haginn fyrir fólk sem er með fötlun að það sjálft og aðstandendur þess geti lifað með reisn. Þetta er reyndar ekki sérstök skylda ríkisins við fólk með fötlun, heldur hefur ríkisvaldið þá skyldu gagnvart öllum borgurum að þeir eigi þess kost að lifa með reisn. Um þetta ætti að vera víðtæk sátt. Enginn sem hefur lágmarksskilning á mannréttindum ætti að vilja mæla þessu mót. Þess vegna brá mér í brún þegar ég sá í blaði um daginn eftirfarandi orð: „Það þarf líka að stokka upp í kerfinu. Ég er í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af því að það sé verið að ríkisvæða náungakærleikann. Í stað þess að við sameinumst til stuðnings náunga okkar sem á erfitt t.d. í gegnum eigin framlög með vinnu eða fjármunum, kirkjufélög, sjálfboðasamtök, er öllu vísað á ríkisstofnanir, af því að skattarnir og bótakerfi eigi að sjá um alla þá sem þurfa á hjálp að halda, aldraða, sjúka, fatlaða eða atvinnulausa." Mér brá í brún því ég hafði ekki skilið stuðning við þá sem höllum fæti standa sem ríkisvæðingu náungakærleikans, heldur sem viðleitni ríkisins til að stuðla að frelsi og réttlæti – til að tryggja að fólk njóti mannréttinda. Skattarnir og bótakerfið eiga meðal annars að tryggja öllum mannsæmandi líf, þ.e. líf sem byggist á því að mannréttindi séu virt, hvernig sem fólk er til líkama og sálar. Betur má ef duga skal, en viðleitnin er þó í þessa átt. Sjálfstæði og sjálfræði fólks er auk þess forsenda þess að samfélagið geti einkennst af vináttu og virðingu fólks – náungakærleika – því einungis meðal jafningja getur vinátta verið sönn og gagnkvæm. Á miðöldum varð fólk, sem þurfti á hjálp að halda, iðulega að reiða sig á gæsku og góðvild annarra. Lífsáform þess voru algjörlega undir öðrum komin og framfærslan byggð á betli. Þetta fólk bjó því við kjör sem voru líkari kjörum þræla en frjálsra manna. Þegar ég sá þessa tilvitnun að ofan fannst mér ég heyra bergmál frá miðöldum. Samt var höfundur orðanna samtímamaður í stjórnmálum, Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sem sagði líka að Alþingi væri of lítill staður fyrir hann (Reykjanes, 20.september 2012, bls. 8-9).
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar