Vilt þú persónukjör í kosningum til Alþingis? Þorkell Helgason skrifar 20. september 2012 06:00 Efni þessa pistils fjallar um aðra tveggja spurninga um fyrirkomulag þingkosninga sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Í heild er spurningin þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?“ Við Alþingiskosningar er kosið um flokka og hefur svo verið í rúma hálfa öld. Kjósandi getur að vísu strikað út nöfn af þeim lista sem hann velur eða breytt röð frambjóðenda, en þetta er næsta gagnslaus athöfn. Aðeins einu sinni hefur það gerst að frambjóðandi hafi ekki náð þingsæti af þeim sökum. Það var fyrir margt löngu, árið 1946. Lengi hefur verið talað um að gefa kjósendum raunverulegan kost á að velja sér þingmannsefni. Skref var stigið í þá átt í kosningalögum frá árinu 2000. Núverandi ríkisstjórn lagði fram frumvarp um allróttækt kerfi persónukjörs árið 2009 en það dagaði uppi vegna málþófs. Stjórnlagaráð leggur til gagngerar breytingar á öllu fyrirkomulagi kosninga til Alþingis sem mælt verði fyrir um í stjórnarskrá. Þar ber hæst að gerð er krafa um jafnt vægi atkvæða, en líka um virkt persónukjör. Kjósendum skal gert kleift að velja sér frambjóðendur, jafnvel af listum fleiri en eins flokks. Þeir mega líka merkja við einn lista, eins og nú, en teljast þá hafa lagt alla frambjóðendur listans að jöfnu.Rök fyrir JÁ við spurningunni Þeir sem vilja persónukjör í meira mæli en nú svara með jái. Verði það niðurstaða meirihluta kjósenda má ætla að persónukjörsákvæði stjórnlagaráðs verði lögð til grundvallar. Hver eru rökin og hvað vinnst?: Ÿ Mikill áhugi kom fram á þjóðfundinum 2010 á persónukjöri. Ÿ Þjóðinni er brýnt að fá góða þingmenn. Valið á fulltrúum hvers flokks skiptir ekki síður máli en valið á milli flokkanna sjálfra. Ÿ Kjósendur hér á landi hafa ekki haft raunverulegan kost á að velja sér frambjóðendur og orðið að merkja við lista eins og hann er að þeim réttur. Ÿ Þróunin í grannlöndunum er til aukinna áhrifa kjósenda á val á þingmönnum. Við höfum verið eftirbátar annarra og þróunin jafnvel á stundum verið í öfuga átt. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi velja kjósendur alfarið hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratriðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. Ÿ Með persónukjörstillögum stjórnlagaráðs er farinn meðalvegur þar sem flokkarnir ákveða áfram hvaða frambjóðendur standa til boða en kjósendur velja síðan á milli þeirra. Segja má að flokkarnir leggi réttina á hlaðborðið en kjósendur velji sér þá sem þeim finnast gómsætastir! Ÿ Flokkar njóta ekki vinsælda um þessar mundir. Gæti orsökin m.a. verið sú að fólki finnist það vanvirt með því að fá aðeins að kjósa fyrirskrifaða lista í heilu lagi en fái litlu ráðið um hvaða einstaklingar veljast á þing? Ÿ Virðing Alþingis er lítil og áhugi á lýðræðinu dræmur. Með persónukjöri má snúa þessu við og vekja fólk til lýðræðislegrar þátttöku og ábyrgðar.Rök fyrir NEI við spurningunni Þeir sem segja nei eru væntanlega að lýsa blessun sinni yfir núverandi kerfi, þar sem röð þingsæta er ákveðin innan hvers flokks; stundum með prófkjörum, misjöfnum að gæðum. Á kjörstað standa síðan þessar pakkalausnir til boða. Rök þeirra sem vilja viðhalda þessu gætu verið eftirfarandi, hér ásamt gagnrökum pistilshöfundar: Ÿ Fullyrt er að persónukjör grafi undan flokkunum. Ekki verður þó annað séð en að flokkar séu sprelllifandi í þeim grannlöndum þar sem alfarið eru kosnir einstaklingar en ekki flokkar, svo sem í Finnlandi eða á Írlandi. Ÿ Sagt er að kosningabarátta muni snúast um persónur en ekki stefnur ef tekið verður upp persónukjör. En þingmenn eru bundnir við sannfæringu sína en ekki við stefnumið úr kosningabaráttunni. Kjósendum er því brýnt að geta valið sér fulltrúa með heilbrigða skynsemi – og samviskusama sannfæringu! Ÿ Sagt er að þingmenn þurfi að vera innbyrðis samstíga, hver í sínum flokki, ella verði glundroði. Þetta þarf ekki að vera lögmál enda spurning um vinnubrögð og umræðumenningu. Benda má á að fulltrúum í stjórnlagaráði tókst prýðilega að ná saman og voru þó allir valdir sem einstaklingar, en ekki sem fulltrúar einhverra hópa.Ályktun Pistilhöfundur mælir með jáyrði við spurningunni um persónukjör þannig að kjósendur fái raunveruleg áhrif við kjörborðið og þar með aukna lýðræðisvitund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Efni þessa pistils fjallar um aðra tveggja spurninga um fyrirkomulag þingkosninga sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Í heild er spurningin þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?“ Við Alþingiskosningar er kosið um flokka og hefur svo verið í rúma hálfa öld. Kjósandi getur að vísu strikað út nöfn af þeim lista sem hann velur eða breytt röð frambjóðenda, en þetta er næsta gagnslaus athöfn. Aðeins einu sinni hefur það gerst að frambjóðandi hafi ekki náð þingsæti af þeim sökum. Það var fyrir margt löngu, árið 1946. Lengi hefur verið talað um að gefa kjósendum raunverulegan kost á að velja sér þingmannsefni. Skref var stigið í þá átt í kosningalögum frá árinu 2000. Núverandi ríkisstjórn lagði fram frumvarp um allróttækt kerfi persónukjörs árið 2009 en það dagaði uppi vegna málþófs. Stjórnlagaráð leggur til gagngerar breytingar á öllu fyrirkomulagi kosninga til Alþingis sem mælt verði fyrir um í stjórnarskrá. Þar ber hæst að gerð er krafa um jafnt vægi atkvæða, en líka um virkt persónukjör. Kjósendum skal gert kleift að velja sér frambjóðendur, jafnvel af listum fleiri en eins flokks. Þeir mega líka merkja við einn lista, eins og nú, en teljast þá hafa lagt alla frambjóðendur listans að jöfnu.Rök fyrir JÁ við spurningunni Þeir sem vilja persónukjör í meira mæli en nú svara með jái. Verði það niðurstaða meirihluta kjósenda má ætla að persónukjörsákvæði stjórnlagaráðs verði lögð til grundvallar. Hver eru rökin og hvað vinnst?: Ÿ Mikill áhugi kom fram á þjóðfundinum 2010 á persónukjöri. Ÿ Þjóðinni er brýnt að fá góða þingmenn. Valið á fulltrúum hvers flokks skiptir ekki síður máli en valið á milli flokkanna sjálfra. Ÿ Kjósendur hér á landi hafa ekki haft raunverulegan kost á að velja sér frambjóðendur og orðið að merkja við lista eins og hann er að þeim réttur. Ÿ Þróunin í grannlöndunum er til aukinna áhrifa kjósenda á val á þingmönnum. Við höfum verið eftirbátar annarra og þróunin jafnvel á stundum verið í öfuga átt. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi velja kjósendur alfarið hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratriðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. Ÿ Með persónukjörstillögum stjórnlagaráðs er farinn meðalvegur þar sem flokkarnir ákveða áfram hvaða frambjóðendur standa til boða en kjósendur velja síðan á milli þeirra. Segja má að flokkarnir leggi réttina á hlaðborðið en kjósendur velji sér þá sem þeim finnast gómsætastir! Ÿ Flokkar njóta ekki vinsælda um þessar mundir. Gæti orsökin m.a. verið sú að fólki finnist það vanvirt með því að fá aðeins að kjósa fyrirskrifaða lista í heilu lagi en fái litlu ráðið um hvaða einstaklingar veljast á þing? Ÿ Virðing Alþingis er lítil og áhugi á lýðræðinu dræmur. Með persónukjöri má snúa þessu við og vekja fólk til lýðræðislegrar þátttöku og ábyrgðar.Rök fyrir NEI við spurningunni Þeir sem segja nei eru væntanlega að lýsa blessun sinni yfir núverandi kerfi, þar sem röð þingsæta er ákveðin innan hvers flokks; stundum með prófkjörum, misjöfnum að gæðum. Á kjörstað standa síðan þessar pakkalausnir til boða. Rök þeirra sem vilja viðhalda þessu gætu verið eftirfarandi, hér ásamt gagnrökum pistilshöfundar: Ÿ Fullyrt er að persónukjör grafi undan flokkunum. Ekki verður þó annað séð en að flokkar séu sprelllifandi í þeim grannlöndum þar sem alfarið eru kosnir einstaklingar en ekki flokkar, svo sem í Finnlandi eða á Írlandi. Ÿ Sagt er að kosningabarátta muni snúast um persónur en ekki stefnur ef tekið verður upp persónukjör. En þingmenn eru bundnir við sannfæringu sína en ekki við stefnumið úr kosningabaráttunni. Kjósendum er því brýnt að geta valið sér fulltrúa með heilbrigða skynsemi – og samviskusama sannfæringu! Ÿ Sagt er að þingmenn þurfi að vera innbyrðis samstíga, hver í sínum flokki, ella verði glundroði. Þetta þarf ekki að vera lögmál enda spurning um vinnubrögð og umræðumenningu. Benda má á að fulltrúum í stjórnlagaráði tókst prýðilega að ná saman og voru þó allir valdir sem einstaklingar, en ekki sem fulltrúar einhverra hópa.Ályktun Pistilhöfundur mælir með jáyrði við spurningunni um persónukjör þannig að kjósendur fái raunveruleg áhrif við kjörborðið og þar með aukna lýðræðisvitund.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun