Með báðum augum – eða bara öðru? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. september 2012 06:00 Til er svolítil saga um gamla vörubílsökumanninn sem var blindur á hægra auga en taldi sig með öruggustu ökumönnum (kannski var hann það, þrátt fyrir allt). Aðspurður um ástæðuna sagði hann að það væri hægri umferð og hann sæi vel til allra sem óku á móti bílnum hans. Þegar kemur að umhverfismálum norðan við heimskautsbaug er líkt og margir hagi sér eða hugsi eins og sá gamli. Horfa með öðru auganu á hluta sjónsviðsins. Í ár er ástand stóru íshellunnar á kolli jarðar verra en nokkru sinni fyrr á undanförnum öldum. Hraðari bráðnun en flesta sérfræðinga óraði fyrir veldur því að endurkast hitageislunar á risastóru svæði minnkar ótæpilega á ársgrunni. Vöxtur og viðgangur hafíss á norðurslóðum er ein helsta undirstaðan undir sæmilega stöðugu og fremur svölu loftslagi í tempraða beltinu og kuldabeltinu. Hörfi hafís að mestu, nema yfir bláveturinn, hefur það miklar en ófyrirsjáanlegar afleiðingar á veðurfar jarðar. Ásamt hraðri bráðnun jökla og breyttu flæði ferskvatns til hafanna er sennilegt að of lítil hafíshella valdi því að hafstraumar breytast með álíka ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hvað er gert? Losun gróðurhúsalofttegunda er aukin, áfram vegið grimmt að gróðri jarðar, einkum trjágróðri sem bindur vel koltvísýring, og stefnt að aukinni leit að kolefniseldsneyti í jarðskorpunni, einmitt á norðurslóðum. Þjóðunum er um leið sagt að aðlaga sig að nýjum aðstæðum og takast á við vanda sem mun vaxa, t.d. vegna hækkandi sjávarborðs. Hvað drífur þessa stefnu og tilheyrandi aðgerðir áfram? Skynsemi? Neyð? Nýsköpun? Hagvöxtur? Býður einhver fram réttari hugtök? Auðvelt er að horfa með aðdáun á allt sem vinnst með norðlægri málm-, olíu- og gasvinnslu en horfa ekki á neikvæðu afleiðingarnar; treysta blinda auganu. Það geta komið margar krónur í íslenska kassa þegar nýjar siglingaleiðir opnast, rándýr olía tekur ef til vill að flæða við erfiðustu aðstæður og námagröftur eykst í hæsta norðri. Ætli þær dugi til að greiða fyrir mótvægisaðgerðir vegna áflæðis sjávar, vegna óvissra breytinga á lífríkinu og tjóns af veðuröfgum? Þátttaka okkar í kapphlaupinu um Nýja Norðrið er næstum ósjálfráð. Ég tel, á Degi íslenskrar náttúru, að löngu sé kominn tími til að skoða þessa framtíð með báðum augum og leita öfgalaust ábyrgra svara við nokkrum áleitnustu spurningum næstu ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Til er svolítil saga um gamla vörubílsökumanninn sem var blindur á hægra auga en taldi sig með öruggustu ökumönnum (kannski var hann það, þrátt fyrir allt). Aðspurður um ástæðuna sagði hann að það væri hægri umferð og hann sæi vel til allra sem óku á móti bílnum hans. Þegar kemur að umhverfismálum norðan við heimskautsbaug er líkt og margir hagi sér eða hugsi eins og sá gamli. Horfa með öðru auganu á hluta sjónsviðsins. Í ár er ástand stóru íshellunnar á kolli jarðar verra en nokkru sinni fyrr á undanförnum öldum. Hraðari bráðnun en flesta sérfræðinga óraði fyrir veldur því að endurkast hitageislunar á risastóru svæði minnkar ótæpilega á ársgrunni. Vöxtur og viðgangur hafíss á norðurslóðum er ein helsta undirstaðan undir sæmilega stöðugu og fremur svölu loftslagi í tempraða beltinu og kuldabeltinu. Hörfi hafís að mestu, nema yfir bláveturinn, hefur það miklar en ófyrirsjáanlegar afleiðingar á veðurfar jarðar. Ásamt hraðri bráðnun jökla og breyttu flæði ferskvatns til hafanna er sennilegt að of lítil hafíshella valdi því að hafstraumar breytast með álíka ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hvað er gert? Losun gróðurhúsalofttegunda er aukin, áfram vegið grimmt að gróðri jarðar, einkum trjágróðri sem bindur vel koltvísýring, og stefnt að aukinni leit að kolefniseldsneyti í jarðskorpunni, einmitt á norðurslóðum. Þjóðunum er um leið sagt að aðlaga sig að nýjum aðstæðum og takast á við vanda sem mun vaxa, t.d. vegna hækkandi sjávarborðs. Hvað drífur þessa stefnu og tilheyrandi aðgerðir áfram? Skynsemi? Neyð? Nýsköpun? Hagvöxtur? Býður einhver fram réttari hugtök? Auðvelt er að horfa með aðdáun á allt sem vinnst með norðlægri málm-, olíu- og gasvinnslu en horfa ekki á neikvæðu afleiðingarnar; treysta blinda auganu. Það geta komið margar krónur í íslenska kassa þegar nýjar siglingaleiðir opnast, rándýr olía tekur ef til vill að flæða við erfiðustu aðstæður og námagröftur eykst í hæsta norðri. Ætli þær dugi til að greiða fyrir mótvægisaðgerðir vegna áflæðis sjávar, vegna óvissra breytinga á lífríkinu og tjóns af veðuröfgum? Þátttaka okkar í kapphlaupinu um Nýja Norðrið er næstum ósjálfráð. Ég tel, á Degi íslenskrar náttúru, að löngu sé kominn tími til að skoða þessa framtíð með báðum augum og leita öfgalaust ábyrgra svara við nokkrum áleitnustu spurningum næstu ára.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun