Setjum markið hátt Bjarni Benediktsson skrifar 18. september 2012 06:00 Þróunaraðstoð hefur óneitanlega sérstöðu meðal þeirra málaflokka sem Alþingi fjallar um. Kemur þar margt til. Þau verkefni sem sinnt er hverju sinni eru í fjarlægum löndum, á svæðum þar sem mannlífið og þjóðfélagsgerðin er mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast. Þá er það mikið álitamál með hvaða hætti við eigum að skipta framlögum milli verkefna sem við höfum beina aðkomu að og þeirra sem rekin eru í samstarfi margra þjóða, eins og t.d. undir regnhlíf Sameinuðu þjóðanna. Það er sérstakt fræðasvið hvernig best megi tryggja að fjármunir til þróunaraðstoðar skili tilætluðum árangri. Í samfélagi þjóðanna teljumst við til þeirra ríkja sem búa við hvað best lífskjör og þótt tímabundið ári verr hér heima fyrir megum við ekki missa sjónar á mikilvægi þess að taka þátt í þróunaraðstoð. Árið 2006 fékk ég tækifæri til að fara með hópi þingmanna frá Norðurlöndunum til Níkaragva að fylgjast með starfi SÞ í fátækustu héruðum landsins. Ógleymanlegt var að heimsækja mæðraverndarstöð sem rekin var í samstarfi við heimamenn og sjá þakklæti mæðranna sem komu með börn sín í heilbrigðiseftirlit og þáðu matargjafir. Eins var mikilvægt að fá að sjá hversu miklu máli utanaðkomandi aðstoð skipti, þar sem fellibylur hafði nýlega lagt í rúst heimili og skóla en uppbygging var að hefjast með skipulögðum hætti. Alþingi hefur verið heldur þröngur stakkur sniðinn til að setja sig vel inn í þau fjölmörgu álitamál sem upp koma á þessu málasviði en með því að stefnt hefur verið að auknum framlögum til þróunarmála á komandi árum er enn mikilvægara en fyrr að á því verði breytingar. Það er brýnt að ríki, sem veita beina aðstoð, hafi eftirlit með því að hún skili raunverulegum árangri. Þau eiga jafnframt að þrýsta á nauðsynlegar lýðræðisumbætur á hverjum stað, en einskorða ekki framlag sitt við matargjafir eða heilbrigðisþjónustu. Varanlegar umbætur á umhverfi fólks er það sem stefna ber að eftir fremsta megni. Þótt sumum þyki markið sett nokkuð hátt, verður það samt sem áður að vera markmið okkar til langs tíma að koma heiminum í lag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Þróunaraðstoð hefur óneitanlega sérstöðu meðal þeirra málaflokka sem Alþingi fjallar um. Kemur þar margt til. Þau verkefni sem sinnt er hverju sinni eru í fjarlægum löndum, á svæðum þar sem mannlífið og þjóðfélagsgerðin er mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast. Þá er það mikið álitamál með hvaða hætti við eigum að skipta framlögum milli verkefna sem við höfum beina aðkomu að og þeirra sem rekin eru í samstarfi margra þjóða, eins og t.d. undir regnhlíf Sameinuðu þjóðanna. Það er sérstakt fræðasvið hvernig best megi tryggja að fjármunir til þróunaraðstoðar skili tilætluðum árangri. Í samfélagi þjóðanna teljumst við til þeirra ríkja sem búa við hvað best lífskjör og þótt tímabundið ári verr hér heima fyrir megum við ekki missa sjónar á mikilvægi þess að taka þátt í þróunaraðstoð. Árið 2006 fékk ég tækifæri til að fara með hópi þingmanna frá Norðurlöndunum til Níkaragva að fylgjast með starfi SÞ í fátækustu héruðum landsins. Ógleymanlegt var að heimsækja mæðraverndarstöð sem rekin var í samstarfi við heimamenn og sjá þakklæti mæðranna sem komu með börn sín í heilbrigðiseftirlit og þáðu matargjafir. Eins var mikilvægt að fá að sjá hversu miklu máli utanaðkomandi aðstoð skipti, þar sem fellibylur hafði nýlega lagt í rúst heimili og skóla en uppbygging var að hefjast með skipulögðum hætti. Alþingi hefur verið heldur þröngur stakkur sniðinn til að setja sig vel inn í þau fjölmörgu álitamál sem upp koma á þessu málasviði en með því að stefnt hefur verið að auknum framlögum til þróunarmála á komandi árum er enn mikilvægara en fyrr að á því verði breytingar. Það er brýnt að ríki, sem veita beina aðstoð, hafi eftirlit með því að hún skili raunverulegum árangri. Þau eiga jafnframt að þrýsta á nauðsynlegar lýðræðisumbætur á hverjum stað, en einskorða ekki framlag sitt við matargjafir eða heilbrigðisþjónustu. Varanlegar umbætur á umhverfi fólks er það sem stefna ber að eftir fremsta megni. Þótt sumum þyki markið sett nokkuð hátt, verður það samt sem áður að vera markmið okkar til langs tíma að koma heiminum í lag.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun