Ég á ekki að borga. Ég á bara að fá Sighvatur Björgvinsson skrifar 13. september 2012 06:00 Jón Steinsson, hagfræðingur og áður ráðgjafi Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, furðar sig á því, að ríkisstjórnin skuli ekki njóta nema 38% stuðnings þjóðarinnar þrátt fyrir þann mikla árangur, sem hún hafi náð við úrlausn erfiðra verkefna. Telur hann upp í grein í Fréttablaðinu mikinn árangur ríkisstjórnarinnar í sjö liðum, sem að sögn hagfræðingsins skipta verulega miklu máli um framtíðarvelferð þjóðarinnar. Ég er ekkert hissa. Hvenær hafa Íslendingar ráðstafað atkvæði sínu með hliðsjón af heilsufari ríkissjóðs? Hvenær hafa Íslendingar greitt atkvæði með hliðsjón af nafni þess sem stýrir Seðlabankanum eða hvað sá annars segir? Hvenær hafa Íslendingar látið það ráða atkvæði sínu hvort ríkisvald hafi einkavætt banka með eða án spillingar? Ég bara spyr! Hvenær hefur slíkt gerst? Á átján ára valdaskeiði frjálshyggjunnar? Einhvern tíma á árunum þar á undan? Spyrjum „Jón á förnum vegi". Hvað ræður afstöðu hans? Hann er reiður ríkisstjórninni því hún vildi ekki lækka skuldirnar hans (les: Láta einhverja aðra borga). Jón á förnum vegi telur sig eiga rétt á því vegna „forsendubrests". Jón kallar það „forsendubrest" að íslenska krónan hafi haldið áfram að falla árin 2007 og 2008 eins og hún hefur gert með svipuðum hætti alla þá áratugi, sem hún hefur verið til. Jón á förnum vegi er samt sem áður mikill stuðningsmaður krónunnar. Hann vill bara að samfélagið bæti sér upp hversu ónýtur pappír hún er. Ekki dregur það svo úr óánægju Jóns á förnum vegi með ríkisstjórnina að Palli nágranni, sem komist hafði á lista 16 þúsund vanskilamanna fyrir hrun, skyldi hafa fengið hluta skulda sinna niðurfelldan fyrir atbeina stjórnvalda. „Þessi óráðssíumaður, sem skuldaði öllum allt og átti aldrei neitt. Honum var hjálpað, en ekki mér." Palli nágranni er líka mjög ósáttur með ríkisstjórnina. Hann átti nefnilega kröfu á miklu meiri leiðréttingu en hann fékk! Allt ríkisstjórninni að kenna. „Ég á ekki að borga. Ég á bara að fá." Þetta eru ekki bara pólitísk viðmið þeirra Jóns á röltinu og Palla nágranna. Lítum á forystusauði íslensks efnahagslífs. Samfélagið hefur verið og er enn að fella niður af þeim skuldakröfur upp á þúsundir milljóna króna. Byrðarnar bera ellilífeyrisþegar og öryrkjar með milligöngu lífeyrissjóðanna sem og skattborgarar og landsmenn allir í rýrðum lífskjörum og hrapandi kaupmætti. Hvað hafast þeir svo að, sem „fá"? Þeir koma fjármunum sínum í skattaskjól erlendis og skrá sjálfa sig til heimilis í Bretlandi, í Lúxemborg og í öðrum löndum. Til hvers? Til þess að komast hjá því að greiða skatta og gjöld til þess samfélags sem þeir eru að krefjast af að létti af þeim milljarðaskuldum. „Ég vil ekki borga. Ég vil bara fá." Er furða, þó eftir höfðinu dansi limirnir. Jón á röltinu og Palli nágranni eru ekki að gera neitt annað, en fyrir þeim er haft. Bara í miklu minna mæli. Af hverju? Af því að þeim gefst ekki kostur á meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Jón Steinsson, hagfræðingur og áður ráðgjafi Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, furðar sig á því, að ríkisstjórnin skuli ekki njóta nema 38% stuðnings þjóðarinnar þrátt fyrir þann mikla árangur, sem hún hafi náð við úrlausn erfiðra verkefna. Telur hann upp í grein í Fréttablaðinu mikinn árangur ríkisstjórnarinnar í sjö liðum, sem að sögn hagfræðingsins skipta verulega miklu máli um framtíðarvelferð þjóðarinnar. Ég er ekkert hissa. Hvenær hafa Íslendingar ráðstafað atkvæði sínu með hliðsjón af heilsufari ríkissjóðs? Hvenær hafa Íslendingar greitt atkvæði með hliðsjón af nafni þess sem stýrir Seðlabankanum eða hvað sá annars segir? Hvenær hafa Íslendingar látið það ráða atkvæði sínu hvort ríkisvald hafi einkavætt banka með eða án spillingar? Ég bara spyr! Hvenær hefur slíkt gerst? Á átján ára valdaskeiði frjálshyggjunnar? Einhvern tíma á árunum þar á undan? Spyrjum „Jón á förnum vegi". Hvað ræður afstöðu hans? Hann er reiður ríkisstjórninni því hún vildi ekki lækka skuldirnar hans (les: Láta einhverja aðra borga). Jón á förnum vegi telur sig eiga rétt á því vegna „forsendubrests". Jón kallar það „forsendubrest" að íslenska krónan hafi haldið áfram að falla árin 2007 og 2008 eins og hún hefur gert með svipuðum hætti alla þá áratugi, sem hún hefur verið til. Jón á förnum vegi er samt sem áður mikill stuðningsmaður krónunnar. Hann vill bara að samfélagið bæti sér upp hversu ónýtur pappír hún er. Ekki dregur það svo úr óánægju Jóns á förnum vegi með ríkisstjórnina að Palli nágranni, sem komist hafði á lista 16 þúsund vanskilamanna fyrir hrun, skyldi hafa fengið hluta skulda sinna niðurfelldan fyrir atbeina stjórnvalda. „Þessi óráðssíumaður, sem skuldaði öllum allt og átti aldrei neitt. Honum var hjálpað, en ekki mér." Palli nágranni er líka mjög ósáttur með ríkisstjórnina. Hann átti nefnilega kröfu á miklu meiri leiðréttingu en hann fékk! Allt ríkisstjórninni að kenna. „Ég á ekki að borga. Ég á bara að fá." Þetta eru ekki bara pólitísk viðmið þeirra Jóns á röltinu og Palla nágranna. Lítum á forystusauði íslensks efnahagslífs. Samfélagið hefur verið og er enn að fella niður af þeim skuldakröfur upp á þúsundir milljóna króna. Byrðarnar bera ellilífeyrisþegar og öryrkjar með milligöngu lífeyrissjóðanna sem og skattborgarar og landsmenn allir í rýrðum lífskjörum og hrapandi kaupmætti. Hvað hafast þeir svo að, sem „fá"? Þeir koma fjármunum sínum í skattaskjól erlendis og skrá sjálfa sig til heimilis í Bretlandi, í Lúxemborg og í öðrum löndum. Til hvers? Til þess að komast hjá því að greiða skatta og gjöld til þess samfélags sem þeir eru að krefjast af að létti af þeim milljarðaskuldum. „Ég vil ekki borga. Ég vil bara fá." Er furða, þó eftir höfðinu dansi limirnir. Jón á röltinu og Palli nágranni eru ekki að gera neitt annað, en fyrir þeim er haft. Bara í miklu minna mæli. Af hverju? Af því að þeim gefst ekki kostur á meiru.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar