Milton Friedman og farvegur peninganna Guðmundur Edgarsson skrifar 1. september 2012 06:00 Íár eru liðin 100 ár frá fæðingu eins skarpasta hagfræðings og þjóðfélagsgagnrýnanda 20. aldar, Nóbelsverðlaunahafans Miltons Friedman. Friedman var eins og flestir vita eindreginn talsmaður frjáls markaðar, lágra skatta og sem minnstra ríkisafskipta. Taldi hann að í grundvallaratriðum væri um tvö kerfi að ræða til að reka þjóðfélag: markaðskerfi og pólitískt kerfi. Munurinn á þessum tveimur kerfum kristallast í eftirfarandi lýsingu Friedmans á þeim leiðum sem fyrir hendi eru til að ráðstafa peningum. Friedman sagði að til væru fjórar leiðir til að eyða peningum. Ein leið er að eyða eigin peningum í sjálfan þig. Þá er peningunum yfirleitt best varið því bæði þykir þér að jafnaði vænna um peninga sem þú aflaðir sjálfur en annarra auk þess sem peningarnir nýtast betur fyrir mann sjálfan en aðra því þú veist nákvæmlega hvað þú vilt en síður hvað aðrir vilja. Farir þú með þinn eigin fimm þúsund kall til að að kaupa bók, þá hleypurðu ekki bara til og kaupir fyrstu bókina sem þú sérð á fimm þúsund kall. Þú skoðar bókaúrvalið, ferð jafnvel í nokkrar bókaverslanir og kemur hugsanlega út með tvær bækur og samt með afgang! Svona er markaðskerfið í megindráttum, þ.e. peningarnir leita þangað sem nýtist hverjum og einum best. Önnur leið til að eyða peningum sagði Friedman vera þá að eyða eigin peningum í aðra. Áfram muntu fara sparlega með peningana því þú aflaðir þeirra sjálfur, en ólíklegra er að þeir nýtist jafn vel þegar þeim er varið í óskir annarra þar sem erfiðara er að vita hvað aðrir vilja en maður sjálfur. Segjum sem svo að þú hafir ákveðið að gefa vini þínum afmælisgjöf fyrir fimm þúsund kall. Þá er ólíklegra að peningurinn nýtist eins vel eins og ef þú verðir honum í eigin þarfir því kannski hefur vinurinn engan áhuga á þeirri gjöf sem þú giskaðir á að hann vildi. Þú gefur honum tiltekna bók en kannski vildi hann fá aðra bók eða eitthvað allt annað, t.d. geisladisk, eða jafnvel bara peninginn! Ljóst er að þegar peningunum er varið með þessum hætti leita þeir síður í þann farveg sem nýtist best. Þriðja leiðin, sem einnig er varasöm, er þegar þú eyðir annarra manna peningum í sjálfan þig. Þá er hætt við bruðli. Peningarnir leita jú í þá átt sem þú vilt en þar sem peningarnir eru ekki þínir hirðir þú síður um kostnað. Þú splæsir vitaskuld á þig dýrindis hádegisverði á flottum veitingastað. Fjórða og sísta leiðin að mati Friedmans er að eyða annarra manna peningum í þriðja aðila. Þá er að jafnaði illa farið með peningana því auk þess sem höndlað er með peninga sem aðrir hafa aflað er þeim líka illa varið fyrir þá sök að þú hefur takmarkaðar upplýsingar um hvað aðrir vilja. Þetta er hið pólitíska kerfi. Undir slíku kerfi er ríkið sífellt að eyða annarra manna peningum (skattborgaranna) í alls kyns verkefni sem það hefur litla hugmynd um hvort áhugi er á eða ekki. Sem dæmi má nefna Ríkissjónvarpið. Pólitíkusar fá pening frá mér og þér og eyða í verkefni til að auka sjónvarpsgláp! En hvað veit ríkið um það hvort ég eða þú hafi yfirhöfuð áhuga á sjónvarpsglápi? Eða þá hvers konar sjónvarpsglápi? Þótt vera kunni að sumir hafi áhuga á að glápa á Ríkissjónvarpið eru aðrir sem vilja t.d. horfa á Skjá Einn eða ÍNN að ógleymdum þeim aragrúa fólks sem nennir ekki að glápa á sjónvarp yfirhöfuð. Hið eina sem stjórnmálamenn vita undir pólitísku kerfi er að kjósendur eru gjarnir á að gleyma samhenginu milli útgjalda ríkisins og hvaðan þeir peningar koma, þ.e. frá þeim sjálfum. Á þetta spila stjórnmálamenn um allan heim og fyrir vikið eru útgjaldaglaðir stjórnmálamenn kosnir aftur og aftur. Því er kominn tími til að endurvekja hugmyndir Friedmans og annarra áhugamanna um grundvallarmannréttindi á borð við einstaklingsfrelsi og eignarétt og vinna að því að slíkum pólitíkusum verði smátt og smátt úthýst úr íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Íár eru liðin 100 ár frá fæðingu eins skarpasta hagfræðings og þjóðfélagsgagnrýnanda 20. aldar, Nóbelsverðlaunahafans Miltons Friedman. Friedman var eins og flestir vita eindreginn talsmaður frjáls markaðar, lágra skatta og sem minnstra ríkisafskipta. Taldi hann að í grundvallaratriðum væri um tvö kerfi að ræða til að reka þjóðfélag: markaðskerfi og pólitískt kerfi. Munurinn á þessum tveimur kerfum kristallast í eftirfarandi lýsingu Friedmans á þeim leiðum sem fyrir hendi eru til að ráðstafa peningum. Friedman sagði að til væru fjórar leiðir til að eyða peningum. Ein leið er að eyða eigin peningum í sjálfan þig. Þá er peningunum yfirleitt best varið því bæði þykir þér að jafnaði vænna um peninga sem þú aflaðir sjálfur en annarra auk þess sem peningarnir nýtast betur fyrir mann sjálfan en aðra því þú veist nákvæmlega hvað þú vilt en síður hvað aðrir vilja. Farir þú með þinn eigin fimm þúsund kall til að að kaupa bók, þá hleypurðu ekki bara til og kaupir fyrstu bókina sem þú sérð á fimm þúsund kall. Þú skoðar bókaúrvalið, ferð jafnvel í nokkrar bókaverslanir og kemur hugsanlega út með tvær bækur og samt með afgang! Svona er markaðskerfið í megindráttum, þ.e. peningarnir leita þangað sem nýtist hverjum og einum best. Önnur leið til að eyða peningum sagði Friedman vera þá að eyða eigin peningum í aðra. Áfram muntu fara sparlega með peningana því þú aflaðir þeirra sjálfur, en ólíklegra er að þeir nýtist jafn vel þegar þeim er varið í óskir annarra þar sem erfiðara er að vita hvað aðrir vilja en maður sjálfur. Segjum sem svo að þú hafir ákveðið að gefa vini þínum afmælisgjöf fyrir fimm þúsund kall. Þá er ólíklegra að peningurinn nýtist eins vel eins og ef þú verðir honum í eigin þarfir því kannski hefur vinurinn engan áhuga á þeirri gjöf sem þú giskaðir á að hann vildi. Þú gefur honum tiltekna bók en kannski vildi hann fá aðra bók eða eitthvað allt annað, t.d. geisladisk, eða jafnvel bara peninginn! Ljóst er að þegar peningunum er varið með þessum hætti leita þeir síður í þann farveg sem nýtist best. Þriðja leiðin, sem einnig er varasöm, er þegar þú eyðir annarra manna peningum í sjálfan þig. Þá er hætt við bruðli. Peningarnir leita jú í þá átt sem þú vilt en þar sem peningarnir eru ekki þínir hirðir þú síður um kostnað. Þú splæsir vitaskuld á þig dýrindis hádegisverði á flottum veitingastað. Fjórða og sísta leiðin að mati Friedmans er að eyða annarra manna peningum í þriðja aðila. Þá er að jafnaði illa farið með peningana því auk þess sem höndlað er með peninga sem aðrir hafa aflað er þeim líka illa varið fyrir þá sök að þú hefur takmarkaðar upplýsingar um hvað aðrir vilja. Þetta er hið pólitíska kerfi. Undir slíku kerfi er ríkið sífellt að eyða annarra manna peningum (skattborgaranna) í alls kyns verkefni sem það hefur litla hugmynd um hvort áhugi er á eða ekki. Sem dæmi má nefna Ríkissjónvarpið. Pólitíkusar fá pening frá mér og þér og eyða í verkefni til að auka sjónvarpsgláp! En hvað veit ríkið um það hvort ég eða þú hafi yfirhöfuð áhuga á sjónvarpsglápi? Eða þá hvers konar sjónvarpsglápi? Þótt vera kunni að sumir hafi áhuga á að glápa á Ríkissjónvarpið eru aðrir sem vilja t.d. horfa á Skjá Einn eða ÍNN að ógleymdum þeim aragrúa fólks sem nennir ekki að glápa á sjónvarp yfirhöfuð. Hið eina sem stjórnmálamenn vita undir pólitísku kerfi er að kjósendur eru gjarnir á að gleyma samhenginu milli útgjalda ríkisins og hvaðan þeir peningar koma, þ.e. frá þeim sjálfum. Á þetta spila stjórnmálamenn um allan heim og fyrir vikið eru útgjaldaglaðir stjórnmálamenn kosnir aftur og aftur. Því er kominn tími til að endurvekja hugmyndir Friedmans og annarra áhugamanna um grundvallarmannréttindi á borð við einstaklingsfrelsi og eignarétt og vinna að því að slíkum pólitíkusum verði smátt og smátt úthýst úr íslenskum stjórnmálum.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun