Umbætur í háskólamálum Katrín Jakobsdóttir skrifar 18. júlí 2012 06:00 Á undanförnum vikum hafa orðið þáttaskil í samskiptum stjórnvalda og háskólanna í landinu með gerð samninga við þá alla til fimm ára um fjárframlög til kennslu og rannsókna. Með samningunum er tekin upp ný aðferðafræði í þessum samskiptum og þar fjallað um þjónustu og verkefni háskólanna, tilgreind fræðasvið þeirra og stærð þeirra afmörkuð í fjölda nemenda og ársnema. Fjallað um réttindi og skyldur nemenda og ábyrgð skóla. Ítarlega er fjallað um framlög ríkisins og fjárhagsleg samskipti auk umfjöllunar um upplýsingagjöf, samskipti og eftirlit. Fleiri atriði má nefna sem eru ný af nálinni. Þannig er ætlast til að háskólar skilgreini og birti lágmarkskröfur um aðgangsviðmið nemenda sem hefja nám á grunnstigi í einstökum deildum og/eða námsbrautum. Við framsetningu aðgangsviðmiða verði tekið mið af aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011. Aðgangsviðmið einstakra deilda á háskólastigi eru mikilvægar upplýsingar fyrir framhaldsskóla við gerð námsbrauta og fyrir námsmenn við sérhæft námsval. Háskólarnir munu í síðasta lagi skólaárið 2014/2015 birta aðgangsviðmið allra námsleiða sinna og er gert ráð fyrir að allir framhaldsskólar kenni samkvæmt nýrri námskrá haustið 2015. Þá vinna háskólarnir að aukinni nýtingu frjáls hugbúnaðar í háskólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað en ávinningur af nýtingu frjáls hugbúnaðar er mikill. Frjáls hugbúnaður gerir skólann óháðari einstökum aðilum og býður frjáls hugbúnaður upp á kennslumöguleika sem ekki eru fyrir hendi í séreignarhugbúnaði, svo sem að kynna sér innri virkni hugbúnaðarins og að taka virkari þátt í þróun hugbúnaðarins. Með frelsinu til að dreifa hugbúnaðinum getur háskólinn jafnframt stuðlað að jöfnuði meðal nemenda skólans og starfsmanna þar sem sami hugbúnaður stendur öllum til boða. Fjárhagslegur ávinningur getur einnig orðið umtalsverður þar sem ekki er greitt fyrir hugbúnaðarleyfi og hægt er að auka samstarf og samnýtingu til að draga úr bæði notkunar- og þróunarkostnaði. Að lokum má nefna að við innra og ytra mat háskóla er m.a. byggt á tölulegum gögnum sem gefa mynd af starfi og árangri skólans. Markmiðið er að fá sem gleggsta heildarmynd af háskólunum og hvernig þeir þróast í samanburði. Háskólarnir munu skila reglulega yfirliti yfir lykiltölur í samræmi við birtingaráætlun. Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun jafnframt birta lykiltölur um háskólakerfið í heild. Mikið starf hefur verið unnið á undanförnum árum við að auka gæði íslenskra háskóla þrátt fyrir erfitt efnahagsástand og niðurskurð á öllum sviðum hins opinbera. Rammi stjórnsýslunnar skiptir þar máli, rétt eins og gæði kennslu og rannsókna. Sú aðferðafræði sem hér er lýst er tvímælalaust til þess fallin að gera íslenska háskólakerfið betra og stjórnsýslu þess gagnsærri öllum almenningi og styrkja umgjörðina um hið mikilvæga starf háskólanna sem er lífsnauðsynlegt hverju því samfélagi sem vill byggja atvinnuuppbyggingu og framtíðarsýn á þekkingu og nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hafa orðið þáttaskil í samskiptum stjórnvalda og háskólanna í landinu með gerð samninga við þá alla til fimm ára um fjárframlög til kennslu og rannsókna. Með samningunum er tekin upp ný aðferðafræði í þessum samskiptum og þar fjallað um þjónustu og verkefni háskólanna, tilgreind fræðasvið þeirra og stærð þeirra afmörkuð í fjölda nemenda og ársnema. Fjallað um réttindi og skyldur nemenda og ábyrgð skóla. Ítarlega er fjallað um framlög ríkisins og fjárhagsleg samskipti auk umfjöllunar um upplýsingagjöf, samskipti og eftirlit. Fleiri atriði má nefna sem eru ný af nálinni. Þannig er ætlast til að háskólar skilgreini og birti lágmarkskröfur um aðgangsviðmið nemenda sem hefja nám á grunnstigi í einstökum deildum og/eða námsbrautum. Við framsetningu aðgangsviðmiða verði tekið mið af aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011. Aðgangsviðmið einstakra deilda á háskólastigi eru mikilvægar upplýsingar fyrir framhaldsskóla við gerð námsbrauta og fyrir námsmenn við sérhæft námsval. Háskólarnir munu í síðasta lagi skólaárið 2014/2015 birta aðgangsviðmið allra námsleiða sinna og er gert ráð fyrir að allir framhaldsskólar kenni samkvæmt nýrri námskrá haustið 2015. Þá vinna háskólarnir að aukinni nýtingu frjáls hugbúnaðar í háskólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað en ávinningur af nýtingu frjáls hugbúnaðar er mikill. Frjáls hugbúnaður gerir skólann óháðari einstökum aðilum og býður frjáls hugbúnaður upp á kennslumöguleika sem ekki eru fyrir hendi í séreignarhugbúnaði, svo sem að kynna sér innri virkni hugbúnaðarins og að taka virkari þátt í þróun hugbúnaðarins. Með frelsinu til að dreifa hugbúnaðinum getur háskólinn jafnframt stuðlað að jöfnuði meðal nemenda skólans og starfsmanna þar sem sami hugbúnaður stendur öllum til boða. Fjárhagslegur ávinningur getur einnig orðið umtalsverður þar sem ekki er greitt fyrir hugbúnaðarleyfi og hægt er að auka samstarf og samnýtingu til að draga úr bæði notkunar- og þróunarkostnaði. Að lokum má nefna að við innra og ytra mat háskóla er m.a. byggt á tölulegum gögnum sem gefa mynd af starfi og árangri skólans. Markmiðið er að fá sem gleggsta heildarmynd af háskólunum og hvernig þeir þróast í samanburði. Háskólarnir munu skila reglulega yfirliti yfir lykiltölur í samræmi við birtingaráætlun. Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun jafnframt birta lykiltölur um háskólakerfið í heild. Mikið starf hefur verið unnið á undanförnum árum við að auka gæði íslenskra háskóla þrátt fyrir erfitt efnahagsástand og niðurskurð á öllum sviðum hins opinbera. Rammi stjórnsýslunnar skiptir þar máli, rétt eins og gæði kennslu og rannsókna. Sú aðferðafræði sem hér er lýst er tvímælalaust til þess fallin að gera íslenska háskólakerfið betra og stjórnsýslu þess gagnsærri öllum almenningi og styrkja umgjörðina um hið mikilvæga starf háskólanna sem er lífsnauðsynlegt hverju því samfélagi sem vill byggja atvinnuuppbyggingu og framtíðarsýn á þekkingu og nýsköpun.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun